Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 18:40 Dagur Sigurðsson hvetur sína menn í höllinni í Zagreb í kvöld. EPA-EFE/ANTONIO BAT Króatar unnu Ungverjaland 31-30 með marki á síðustu sekúndu, eftir ótrúlega endurkomu, í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld. Þar með er ljóst að Króatarnir hans Dags Sigurðssonar spila um verðlaun á mótinu. Staðan var 13-10 fyrir Ungverjalandi þegar Dagur fékk tveggja mínútna brottvísun yrir kröftug mótmæli. En í stað þess að Ungverjar nýttu sér það þá sóttu þeir ofboðslega klaufalega, skiptu markverðinum af velli og voru sjö gegn fimm varnarmönnum, og Filip Clavas tókst að skora tvö mörk yfir allan völlinn fyrir Króata. Króatar jöfnuðu svo metin og náðu að komast yfir, 16-15, í gríðarlegri stemningu í Zagreb-höllinni, en staðan var jöfn í hálfleik, 16-16. Fjórum mörkum undir fyrir lokakaflann Í seinni hálfleiknum voru svo miklar sveiflur. Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 24-21, en Króatar næstu þrjú og jöfnuðu. Aftur náðu Ungverjar þá góðum kafla og þeir voru komnir í 29-25 þegar aðeins um sjö mínútur voru eftir. En strákarnir hans Dags neituðu að gefast upp, og eftir mark Zvonimir Srna yfir allan völlinn var staðan 30-28 þegar fjórar mínútur voru enn eftir. Ivan Pesic var þá mættur í mark Króata með frábæra innkomu. Króatar komu muninum niður í 30-29 og Dagur tók svo leikhlé þegar enn voru 80 sekúndur eftir. Hann skellti svo reynsluboltanum Domagoj Duvnjak inn á og hann fiskaði víti sem Króatar jöfnuðu metin úr, 30-30. Ungverjar höfðu þó enn 45 sekúndur til að skora sigurmark. Þeir klúðruðu hins vegar lokasókn sinni og þá voru enn örfáar sekúndur til stefnu fyrir Króata til að bruna fram, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu þá skoraði Marin Sipic af línunni á lokasekúndunni við gríðarlegan fögnuð. Vá! Króatar buðu upp á ótrúlegar lokamínútur er Dagur fór með sína menn í undanúrslit 🇭🇷 pic.twitter.com/7lMpmHDod4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 28, 2025 Króatía spilar því við sigurliðið úr leik Frakklands og Egyptalands í undanúrslitum, í Zagreb á fimmtudagskvöld, og svo um brons eða gull en þeir leikir fara fram í Bærum í Noregi. Glavas var markahæstur Króata með sex mörk og Sipic og Srna skoruðu fimm hvor. Hjá Ungverjum, sem freistuðu þess að komast í undanúrslit HM í fyrsta sinn á þessari öld, var Zoran Ilic markahæstur með átta mörk. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Sjá meira
Staðan var 13-10 fyrir Ungverjalandi þegar Dagur fékk tveggja mínútna brottvísun yrir kröftug mótmæli. En í stað þess að Ungverjar nýttu sér það þá sóttu þeir ofboðslega klaufalega, skiptu markverðinum af velli og voru sjö gegn fimm varnarmönnum, og Filip Clavas tókst að skora tvö mörk yfir allan völlinn fyrir Króata. Króatar jöfnuðu svo metin og náðu að komast yfir, 16-15, í gríðarlegri stemningu í Zagreb-höllinni, en staðan var jöfn í hálfleik, 16-16. Fjórum mörkum undir fyrir lokakaflann Í seinni hálfleiknum voru svo miklar sveiflur. Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 24-21, en Króatar næstu þrjú og jöfnuðu. Aftur náðu Ungverjar þá góðum kafla og þeir voru komnir í 29-25 þegar aðeins um sjö mínútur voru eftir. En strákarnir hans Dags neituðu að gefast upp, og eftir mark Zvonimir Srna yfir allan völlinn var staðan 30-28 þegar fjórar mínútur voru enn eftir. Ivan Pesic var þá mættur í mark Króata með frábæra innkomu. Króatar komu muninum niður í 30-29 og Dagur tók svo leikhlé þegar enn voru 80 sekúndur eftir. Hann skellti svo reynsluboltanum Domagoj Duvnjak inn á og hann fiskaði víti sem Króatar jöfnuðu metin úr, 30-30. Ungverjar höfðu þó enn 45 sekúndur til að skora sigurmark. Þeir klúðruðu hins vegar lokasókn sinni og þá voru enn örfáar sekúndur til stefnu fyrir Króata til að bruna fram, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu þá skoraði Marin Sipic af línunni á lokasekúndunni við gríðarlegan fögnuð. Vá! Króatar buðu upp á ótrúlegar lokamínútur er Dagur fór með sína menn í undanúrslit 🇭🇷 pic.twitter.com/7lMpmHDod4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 28, 2025 Króatía spilar því við sigurliðið úr leik Frakklands og Egyptalands í undanúrslitum, í Zagreb á fimmtudagskvöld, og svo um brons eða gull en þeir leikir fara fram í Bærum í Noregi. Glavas var markahæstur Króata með sex mörk og Sipic og Srna skoruðu fimm hvor. Hjá Ungverjum, sem freistuðu þess að komast í undanúrslit HM í fyrsta sinn á þessari öld, var Zoran Ilic markahæstur með átta mörk.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Sjá meira