Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Bjarki Sigurðsson skrifar 28. janúar 2025 22:03 Sverrir Heiðar Davíðsson er sérfræðingur í gervigreind. Vísir/Sigurjón Nýtt kínverskt gervigreindarmódel veldur miklum usla í Bandaríkjunum og markaðsvirði fyrirtækja hríðfellur vegna þessa. Sérfræðingur í gervigreind segir engan hafa búist við hversu ódýrt var að þjálfa módelið, og hversu gott það er í raun og veru. Nýtt gervigreindarmódel kínverska fyrirtækisins DeepSeek kom út í síðustu viku og á örskömmum tíma var það orðið vinsælasta smáforrit heimsins. Gervigreindin þykir mjög tilkomumikil, sérstaklega þegar horft er á kostnaðinn við gerð hennar. Hann er sagður hafa numið rúmlega átta hundruð milljónum króna, sautján sinnum lægri upphæð en kostnaðurinn við GPT-4 gervigreindina sem flestir hér á landi hafa nýtt sér. DeepSeek er úr smiðju Kínverja.Getty/Nicolas Economou Sverrir Heiðar Davíðsson, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins Javelin AI, segir DeepSeek hafa hrist vel upp í hlutunum í gervigreindarheiminum. „Það var enginn að búast við þessu. Það var enginn að búast við því að það væri hægt að búa til svona ótrúlega öfluga gervigreind með svona miklu minna af pening samanborið við aðra. Margir af þessum tæknirisum hafa verið að setja milljarða af dollurum í að þróa svona líkön en þarna kemur inn og sýnir að þú getur gert þetta fyrir mun minni pening. Þannig þarna er rosaleg samkeppni að birtast,“ segir Sverrir. Módel DeepSeek hefur verið gagnrýnt fyrir ritskoðun. Til að mynda þegar það er spurt um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 byrjar það að hugsa en hættir snögglega við. „Það neitar að tala um ákveðna hluti sem eru viðkvæm málefni í Kína. Ritskoðun hefur sést þar, sem er svipað og með líkön í vestrænum ríkjum. Það er ákveðin ritskoðun sem á sér stað þar líka,“ segir Sverrir. Hlutabréfavirði stórra risa í gervigreindarheiminum hefur hrunið eftir innkomu DeepSeek. Til að mynda féll markaðsvirði Nvidia, sem framleiðir íhluti í tölvur sem keyra flest gervigreindarforrit, um 70 þúsund milljarða króna. Margir hafa áhyggjur af þessu, meðal annars Bandaríkjaforseti. „Við útgáfu kínversks gervigreindarforrits að nafni DeepSeek ættu hugbúnaðarfyrirtæki okkar að vera vel á varðbergi. Við þurfum að vera einbeitt í samkeppninni til að sigra,“ hafði Donald Trump að segja um DeepSeek. Gervigreind Kína Tækni Bandaríkin Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Sjá meira
Nýtt gervigreindarmódel kínverska fyrirtækisins DeepSeek kom út í síðustu viku og á örskömmum tíma var það orðið vinsælasta smáforrit heimsins. Gervigreindin þykir mjög tilkomumikil, sérstaklega þegar horft er á kostnaðinn við gerð hennar. Hann er sagður hafa numið rúmlega átta hundruð milljónum króna, sautján sinnum lægri upphæð en kostnaðurinn við GPT-4 gervigreindina sem flestir hér á landi hafa nýtt sér. DeepSeek er úr smiðju Kínverja.Getty/Nicolas Economou Sverrir Heiðar Davíðsson, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins Javelin AI, segir DeepSeek hafa hrist vel upp í hlutunum í gervigreindarheiminum. „Það var enginn að búast við þessu. Það var enginn að búast við því að það væri hægt að búa til svona ótrúlega öfluga gervigreind með svona miklu minna af pening samanborið við aðra. Margir af þessum tæknirisum hafa verið að setja milljarða af dollurum í að þróa svona líkön en þarna kemur inn og sýnir að þú getur gert þetta fyrir mun minni pening. Þannig þarna er rosaleg samkeppni að birtast,“ segir Sverrir. Módel DeepSeek hefur verið gagnrýnt fyrir ritskoðun. Til að mynda þegar það er spurt um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 byrjar það að hugsa en hættir snögglega við. „Það neitar að tala um ákveðna hluti sem eru viðkvæm málefni í Kína. Ritskoðun hefur sést þar, sem er svipað og með líkön í vestrænum ríkjum. Það er ákveðin ritskoðun sem á sér stað þar líka,“ segir Sverrir. Hlutabréfavirði stórra risa í gervigreindarheiminum hefur hrunið eftir innkomu DeepSeek. Til að mynda féll markaðsvirði Nvidia, sem framleiðir íhluti í tölvur sem keyra flest gervigreindarforrit, um 70 þúsund milljarða króna. Margir hafa áhyggjur af þessu, meðal annars Bandaríkjaforseti. „Við útgáfu kínversks gervigreindarforrits að nafni DeepSeek ættu hugbúnaðarfyrirtæki okkar að vera vel á varðbergi. Við þurfum að vera einbeitt í samkeppninni til að sigra,“ hafði Donald Trump að segja um DeepSeek.
Gervigreind Kína Tækni Bandaríkin Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Sjá meira