Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 10:32 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, sem gefin var út í morgun. Í samantekt á vef bankans segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 og 2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem lengra leið á árið 2023. Segja megi að hagkerfið hafi jafnt og þétt snúist frá þenslu til aðlögunar. Sú þróun hafi einnig einkennt fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, enda hafi eitt prósent samdráttur mælst í vergri landsframleiðslu, VLF, að jafnaði á tímabilinu. Greiningardeildin áætli að VLF hafi skroppið saman um 0,5 prósent að raungildi árið 2024. Hagvöxtur fari vaxandi Á þessu ári telji deildin að hagvöxtur mælist 2,2 prósent. Vaxandi neysla, sér í lagi einkaneysla, eigi drýgstan þátt í þeim vexti. Þar komi til örari kaupmáttarvöxtur, áframhaldandi fólksfjölgun og ráðstöfun á hluta af uppsöfnuðum sparnaði. Síðari tvö ár spátímans sé útlit fyrir heldur hraðari hagvöxt eða um 2,5 prósenta árið 2026 og 2,6 prósenta árið 2027. Eftir viðskiptaafgang ársins 2023 hafi slegið nokkuð í bakseglin á viðskiptajöfnuði á síðasta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli á síðasta ári hafi alls numið tæplega 70 milljörðum króna, sem samsvari um það bil 1,5 prósentum af VLF ársins. „Við teljum horfur á heldur hagfelldari þróun á spátímanum þó trúlega verði lítilsháttar viðskiptahalli í ár, eða sem nemur 0,3% af VLF ársins. Á næsta ári eru horfur á að viðskiptajöfnuður verði rétt við núllið og á árinu 2027 gæti viðskiptaafgangur numið 0,5% af VLF. Við gerum einnig ráð fyrir lítilsháttar styrkingu krónu á fyrri hluta spátímans. Eftir því sem líður á aukast hins vegar líkurnar á einhverri veikingu krónu ef fram heldur sem horfir að verðlag hérlendis hækki hraðar en í nágrannalöndum.“ Vinnumarkaður nærri fullri atvinnu Þá segir að verðbólga hafi hjaðnað talsvert frá því hún náði hápunkti á fyrri hluta árs 2023. Atvinnuleysi hafi þó ekki aukist verulega og vinnumarkaður sé enn nálægt því sem kalla mætti fulla atvinnu. Langtímakjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðar hafi þó eytt töluverðri óvissu varðandi framhaldið. Horfur séu á að íbúðamarkaður gefi aðeins eftir á spátímanum þó hóflegar raunverðshækkanir séu í kortunum að mati greiningardeildarinnar. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hafi hjaðnað og náð markmiði víða en nokkur óvissa varðandi framhaldið sé enn til staðar. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 3,6% á þessu ári, 3,0% árið 2026 og 3,2% árið 2027. Vaxtalækkunarferli er loksins hafið eftir alllangt hávaxtatímabil. Við gerum ráð fyrir að vaxtalækkunarferli haldi áfram fram á mitt ár 2026. Stýrivextir verða 6,5% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á seinni hluta spátímans að okkar mati.“ Íslandsbanki Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, sem gefin var út í morgun. Í samantekt á vef bankans segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 og 2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem lengra leið á árið 2023. Segja megi að hagkerfið hafi jafnt og þétt snúist frá þenslu til aðlögunar. Sú þróun hafi einnig einkennt fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, enda hafi eitt prósent samdráttur mælst í vergri landsframleiðslu, VLF, að jafnaði á tímabilinu. Greiningardeildin áætli að VLF hafi skroppið saman um 0,5 prósent að raungildi árið 2024. Hagvöxtur fari vaxandi Á þessu ári telji deildin að hagvöxtur mælist 2,2 prósent. Vaxandi neysla, sér í lagi einkaneysla, eigi drýgstan þátt í þeim vexti. Þar komi til örari kaupmáttarvöxtur, áframhaldandi fólksfjölgun og ráðstöfun á hluta af uppsöfnuðum sparnaði. Síðari tvö ár spátímans sé útlit fyrir heldur hraðari hagvöxt eða um 2,5 prósenta árið 2026 og 2,6 prósenta árið 2027. Eftir viðskiptaafgang ársins 2023 hafi slegið nokkuð í bakseglin á viðskiptajöfnuði á síðasta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli á síðasta ári hafi alls numið tæplega 70 milljörðum króna, sem samsvari um það bil 1,5 prósentum af VLF ársins. „Við teljum horfur á heldur hagfelldari þróun á spátímanum þó trúlega verði lítilsháttar viðskiptahalli í ár, eða sem nemur 0,3% af VLF ársins. Á næsta ári eru horfur á að viðskiptajöfnuður verði rétt við núllið og á árinu 2027 gæti viðskiptaafgangur numið 0,5% af VLF. Við gerum einnig ráð fyrir lítilsháttar styrkingu krónu á fyrri hluta spátímans. Eftir því sem líður á aukast hins vegar líkurnar á einhverri veikingu krónu ef fram heldur sem horfir að verðlag hérlendis hækki hraðar en í nágrannalöndum.“ Vinnumarkaður nærri fullri atvinnu Þá segir að verðbólga hafi hjaðnað talsvert frá því hún náði hápunkti á fyrri hluta árs 2023. Atvinnuleysi hafi þó ekki aukist verulega og vinnumarkaður sé enn nálægt því sem kalla mætti fulla atvinnu. Langtímakjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðar hafi þó eytt töluverðri óvissu varðandi framhaldið. Horfur séu á að íbúðamarkaður gefi aðeins eftir á spátímanum þó hóflegar raunverðshækkanir séu í kortunum að mati greiningardeildarinnar. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hafi hjaðnað og náð markmiði víða en nokkur óvissa varðandi framhaldið sé enn til staðar. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 3,6% á þessu ári, 3,0% árið 2026 og 3,2% árið 2027. Vaxtalækkunarferli er loksins hafið eftir alllangt hávaxtatímabil. Við gerum ráð fyrir að vaxtalækkunarferli haldi áfram fram á mitt ár 2026. Stýrivextir verða 6,5% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á seinni hluta spátímans að okkar mati.“
Íslandsbanki Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent