„Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 17:30 Sigurður Þ. Ragnarsson er betur þekktur sem Siggi Stormur. Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. Á morgun taka gildi gular veðurviðvaranir víða um land, sem smám saman falla úr gildi yfir daginn. Síðan síðdegis á föstudag taka gildi viðvaranir um allt land sem standa yfir þangað til á sunnudagskvöld. Siggi Stormur fjallaði um veðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það væri kannski réttast að orða það þannig að landið er umlukið sól og blíðu, en það er eiginlega lognið á undan storminum“ Að sögn Sigga verður líklega vindasamt snemma í fyrramálið, en um níuleytið muni byrja að hvessa af meiri krafti og snjókoma fylgja með. „Þá er ég að tala um Faxaflóa, Reykjanesið, og vesturpart Suðurlands, einnig Snæfellsnes. Fimmtudagurinn verður mjög hvass á þessum stöðum. Það er með þessari snjókomu sem þróast í slyddu og svo rigningu þegar hitinn er orðinn nægur.“ Á föstudag má reikna með því að fólk verði aftur fyrir að finna fyrir hvassri átt á Suður- og Vesturlandi. „Mér sýnist að það verði mikið vatnsveður sem fylgi þessu á föstudag, sérsaklega seinni partinn. Þá fer að blása hressilega mjög víða um landið með miklu vatnsverði. Þá er mér hugsað til þess að það hefur snjóað mikið á suðvestantil, og reyndar er mikill snjór víða á landinu öllu. Þetta verða mjög erfiðar aðstæður fyrir vatnið að komast niður í skólplagnirnar því að það er búið að vera að ryðja upp snjóhraukum vítt og breytt um borgina og bæi. Ég sé bara til dæmis í kringum mig, þar sem ég er, þar eru miklir snjóbingir yfir öllum niðurföllum. Ég hef áhyggjur af því. Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Þarf ekki að fjarlægja þessa hóla? „Ég myndi halda að það mætti gerast strax. Það má engan tíma missa í því að þeir sem vinna hjá bæjum og borg opni þessi niðurföll, eins mörg og mögulegt er. Við höfum enn þá séns í að taka þetta áður en ballið byrjar,“ segir Siggi. „Það er svo mikill snjór í borginni sem verður allur á floti, meira og minna. Reynslan kennir okkur það að það er ekki hægt að opna öll niðurföll og það þarf bíða eftir að snjórinn bráðnar.“ Siggi segir að í dag og kvöld sé ágætis veður til að moka snjó og hvetur fólk því til að gera það sem fyrst. Að sögn Sigga verður ekkert endilega betra veður á ferðinni á laugardag. Þá verði hvassast á vesturhelmingi landsins, bæði í höfuðborginni og á Snæfellsnesi. „Það er ekkert ferðaveður. Þetta er bara þannig vindur og úrkoma að það borgar sig ekki að vera á ferðinni.“ Veður Tengdar fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. 27. janúar 2025 10:55 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Sjá meira
Á morgun taka gildi gular veðurviðvaranir víða um land, sem smám saman falla úr gildi yfir daginn. Síðan síðdegis á föstudag taka gildi viðvaranir um allt land sem standa yfir þangað til á sunnudagskvöld. Siggi Stormur fjallaði um veðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það væri kannski réttast að orða það þannig að landið er umlukið sól og blíðu, en það er eiginlega lognið á undan storminum“ Að sögn Sigga verður líklega vindasamt snemma í fyrramálið, en um níuleytið muni byrja að hvessa af meiri krafti og snjókoma fylgja með. „Þá er ég að tala um Faxaflóa, Reykjanesið, og vesturpart Suðurlands, einnig Snæfellsnes. Fimmtudagurinn verður mjög hvass á þessum stöðum. Það er með þessari snjókomu sem þróast í slyddu og svo rigningu þegar hitinn er orðinn nægur.“ Á föstudag má reikna með því að fólk verði aftur fyrir að finna fyrir hvassri átt á Suður- og Vesturlandi. „Mér sýnist að það verði mikið vatnsveður sem fylgi þessu á föstudag, sérsaklega seinni partinn. Þá fer að blása hressilega mjög víða um landið með miklu vatnsverði. Þá er mér hugsað til þess að það hefur snjóað mikið á suðvestantil, og reyndar er mikill snjór víða á landinu öllu. Þetta verða mjög erfiðar aðstæður fyrir vatnið að komast niður í skólplagnirnar því að það er búið að vera að ryðja upp snjóhraukum vítt og breytt um borgina og bæi. Ég sé bara til dæmis í kringum mig, þar sem ég er, þar eru miklir snjóbingir yfir öllum niðurföllum. Ég hef áhyggjur af því. Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Þarf ekki að fjarlægja þessa hóla? „Ég myndi halda að það mætti gerast strax. Það má engan tíma missa í því að þeir sem vinna hjá bæjum og borg opni þessi niðurföll, eins mörg og mögulegt er. Við höfum enn þá séns í að taka þetta áður en ballið byrjar,“ segir Siggi. „Það er svo mikill snjór í borginni sem verður allur á floti, meira og minna. Reynslan kennir okkur það að það er ekki hægt að opna öll niðurföll og það þarf bíða eftir að snjórinn bráðnar.“ Siggi segir að í dag og kvöld sé ágætis veður til að moka snjó og hvetur fólk því til að gera það sem fyrst. Að sögn Sigga verður ekkert endilega betra veður á ferðinni á laugardag. Þá verði hvassast á vesturhelmingi landsins, bæði í höfuðborginni og á Snæfellsnesi. „Það er ekkert ferðaveður. Þetta er bara þannig vindur og úrkoma að það borgar sig ekki að vera á ferðinni.“
Veður Tengdar fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. 27. janúar 2025 10:55 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Sjá meira
Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. 27. janúar 2025 10:55
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00