Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2025 08:30 Dómarinn Lina Lehtovaara sést skoða skjáinn í leik norska kvennalandsliðsins. Norska knattspyrnusambandið við ekki hætta með myndbandsdómgæslu sem er orðin stór hluti af alþjóðlegum fótbolta. Getty/Harriet Lander Norsku félögin kusu það að hætta að nota myndbandsdómgæslu í norska fótboltanum en norska knattspyrnusambandið ætlar ekki að hlusta á félögin. Þetta hefur auðvitað kallað á hörð viðbrögð. Sum félög eru það ósátt með ákvörðun stjórnar knattspyrnusambandsins að þau íhuga að fara lengra með málið. „Þrátt fyrir sannfærandi rök fyrir því að hætta með VAR, ekki síst með framlagi frá félögum sjálfum í umræðuna, þá hefur stjórnin tekið þá einróma ákvörðun að það besta fyrir norska fótboltann sé að halda áfram með VAR en þróa það enn frekar,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundi í gær. NRK fjallar um málið. „Við getum ekki hætt með þetta verkefni núna eftir að svo margir hafa fjárfest í því. Við höfum bara tveggja ára reynslu á myndbandsdómgæslu og þetta er orðinn mikilvægur hluti af alþjóðlegum leikjum bæði félagsliða og landsliða,“ sagði Klaveness. Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins.Getty/Trond Tandberg Félögin kusu með nítján atkvæðum gegn þrettán að hætta með myndbandsdómgæslu en stuðningsmenn margra félaga mótmæltu VAR á mörgum leikjum síðasta sumar. Það þurfti að aflýsa einum eftir að ógrynni af fiskibollum var hent inn á völlinn. „Toppliðin 32 hafa með lýðræðislegum hætti komist að þeirri niðurstöðu að þau vilji ekki hafa VAR. Til hvers að vera með lýðræðislega kosningu ef að það er síðan horft fram hjá niðurstöðunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, talsmaður samtaka stuðningsmannafélaga í norskum fótbolta, í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Norska knattspyrnusambandið hefur haft stuðningsmennina að fíflum. Þau báðu stuðningsmennina um að nota sínar lýðræðislegu leiðir. Það var mikill meirihluti á móti VAR. Klaveness sagði það í sumar að framlag félaganna myndi hafa mikil áhrif. Það er augljóslega ekki raunin,“ sagði Sandvik. „Ég er mjög hissa á þessu. Ég bjóst við að norska sambandið myndi standa við sín orð síðan í sumar. Það var kannski barnalegt af mér. Mér finnst eins og við séum ekki tekin alvarlega,“ sagði Sandvik. Norski boltinn Tengdar fréttir Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32 Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00 Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
Sum félög eru það ósátt með ákvörðun stjórnar knattspyrnusambandsins að þau íhuga að fara lengra með málið. „Þrátt fyrir sannfærandi rök fyrir því að hætta með VAR, ekki síst með framlagi frá félögum sjálfum í umræðuna, þá hefur stjórnin tekið þá einróma ákvörðun að það besta fyrir norska fótboltann sé að halda áfram með VAR en þróa það enn frekar,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundi í gær. NRK fjallar um málið. „Við getum ekki hætt með þetta verkefni núna eftir að svo margir hafa fjárfest í því. Við höfum bara tveggja ára reynslu á myndbandsdómgæslu og þetta er orðinn mikilvægur hluti af alþjóðlegum leikjum bæði félagsliða og landsliða,“ sagði Klaveness. Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins.Getty/Trond Tandberg Félögin kusu með nítján atkvæðum gegn þrettán að hætta með myndbandsdómgæslu en stuðningsmenn margra félaga mótmæltu VAR á mörgum leikjum síðasta sumar. Það þurfti að aflýsa einum eftir að ógrynni af fiskibollum var hent inn á völlinn. „Toppliðin 32 hafa með lýðræðislegum hætti komist að þeirri niðurstöðu að þau vilji ekki hafa VAR. Til hvers að vera með lýðræðislega kosningu ef að það er síðan horft fram hjá niðurstöðunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, talsmaður samtaka stuðningsmannafélaga í norskum fótbolta, í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Norska knattspyrnusambandið hefur haft stuðningsmennina að fíflum. Þau báðu stuðningsmennina um að nota sínar lýðræðislegu leiðir. Það var mikill meirihluti á móti VAR. Klaveness sagði það í sumar að framlag félaganna myndi hafa mikil áhrif. Það er augljóslega ekki raunin,“ sagði Sandvik. „Ég er mjög hissa á þessu. Ég bjóst við að norska sambandið myndi standa við sín orð síðan í sumar. Það var kannski barnalegt af mér. Mér finnst eins og við séum ekki tekin alvarlega,“ sagði Sandvik.
Norski boltinn Tengdar fréttir Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32 Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00 Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32
Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00
Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45