Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2025 12:32 Martim Costa fagnar eftir leikinn gegn Þýskalandi. getty/Mateusz Slodkowski Sérfræðingar TV 2 í Danmörku segja að sigurmark Portúgals gegn Þýskalandi í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta karla hafi verið ólöglegt. Martim Costa skoraði sigurmark Portúgala í þann mund sem leiktíminn í framlengingunni rann út. Portúgal vann leikinn, 31-30, og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Sérfræðingar TV 2 vildu meina að mark Costas hefði ekki átt að standa þar sem hann hafi tekið of mörg skref. „Það er óumdeilt að þetta voru skref á Costa. Svona lagað getur gerst en það er pirrandi fyrir norsku dómarana að þeir geti ekki skoðað þetta á myndbandi. Ég skil það ekki,“ sagði Claus Møller Jakobsen. Svakaleg dramatík þegar Portúgal komst í undanúrslit eftir framlengdan leik gegn Þjóðverjum og Alfeð er úr leik. pic.twitter.com/Io6IFmDM5L— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2025 „Þegar það kemur upp svona staða á síðustu þrjátíu sekúndunum sem hefur úrslitaáhrif á leikinn skil ég ekki að dómararnir fari ekki og skoði hvort allt hafi verið með felldu. Að mínu mati eru þetta stór dómaramistök. Markið hefði ekki átt að standa.“ Rasmus Boysen segist á X hafa talið skrefin hjá Costa og að þau hafi verið fimm talsins. 5 steps on the Portuguese game-winner🤷♂️#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2025 Costa skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal í leiknum í gær en markahæstur hjá liðinu var bróðir hans, Francisco, með átta mörk. Portúgal mætir Danmörku í seinni undanúrslitaleiknum annað kvöld. Í kvöld eigast Króatía og Frakkland við í fyrri undanúrslitaleiknum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Martim Costa skoraði sigurmark Portúgala í þann mund sem leiktíminn í framlengingunni rann út. Portúgal vann leikinn, 31-30, og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Sérfræðingar TV 2 vildu meina að mark Costas hefði ekki átt að standa þar sem hann hafi tekið of mörg skref. „Það er óumdeilt að þetta voru skref á Costa. Svona lagað getur gerst en það er pirrandi fyrir norsku dómarana að þeir geti ekki skoðað þetta á myndbandi. Ég skil það ekki,“ sagði Claus Møller Jakobsen. Svakaleg dramatík þegar Portúgal komst í undanúrslit eftir framlengdan leik gegn Þjóðverjum og Alfeð er úr leik. pic.twitter.com/Io6IFmDM5L— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2025 „Þegar það kemur upp svona staða á síðustu þrjátíu sekúndunum sem hefur úrslitaáhrif á leikinn skil ég ekki að dómararnir fari ekki og skoði hvort allt hafi verið með felldu. Að mínu mati eru þetta stór dómaramistök. Markið hefði ekki átt að standa.“ Rasmus Boysen segist á X hafa talið skrefin hjá Costa og að þau hafi verið fimm talsins. 5 steps on the Portuguese game-winner🤷♂️#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2025 Costa skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal í leiknum í gær en markahæstur hjá liðinu var bróðir hans, Francisco, með átta mörk. Portúgal mætir Danmörku í seinni undanúrslitaleiknum annað kvöld. Í kvöld eigast Króatía og Frakkland við í fyrri undanúrslitaleiknum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni