Umferð um brautina gangi hægt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2025 12:11 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. Reykjanesbrautinni var lokað við Fitjar í átt að Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem tveir stórir flutningabílar lokuðu veginum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir lögreglu hafa staðið í stórræðum í morgun. „Tryggja lokanir og ræsa út björgunarsveitir og flutningsaðila til þess að aðstoða við að koma þessum stóru bílum inn á veginn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ökumenn aki ógætilega Nokkur fjöldi bíla hafi hafnað utan vegar frá því í morgun, en engin slys orðið á fólki. „Ég var nú á ferðinni á brautinni rétt fyrir sjö í morgun. Ég taldi í það minnsta fimm fólksbíla sem höfðu keyrt út af. Við þurfum að hafa það í huga að ökumenn, margir hverjir, haga ekki akstri eftir aðstæðum. Það er auðvitað vandamál.“ Aðstæður á brautinni séu erfiðar sem stendur. „Brautin er opin en umferðin gengur hægt. Það er hált og skafrenningur, þannig að umferðin gengur hægt,“ segir Úlfar. Lögregla sé þó áfram í viðbragðsstöðu. Viðvaranir víða að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á nokkrum vegum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestanvert landið, en appelsínugular á Breiðafirði, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, sem taka gildi á hádegi á morgun. Landhelgisgæsla Íslands varar þá við stórstreymi á morgun, en gera má ráð fyrir því að áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð um fram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum. Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40 Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Reykjanesbrautinni var lokað við Fitjar í átt að Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem tveir stórir flutningabílar lokuðu veginum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir lögreglu hafa staðið í stórræðum í morgun. „Tryggja lokanir og ræsa út björgunarsveitir og flutningsaðila til þess að aðstoða við að koma þessum stóru bílum inn á veginn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ökumenn aki ógætilega Nokkur fjöldi bíla hafi hafnað utan vegar frá því í morgun, en engin slys orðið á fólki. „Ég var nú á ferðinni á brautinni rétt fyrir sjö í morgun. Ég taldi í það minnsta fimm fólksbíla sem höfðu keyrt út af. Við þurfum að hafa það í huga að ökumenn, margir hverjir, haga ekki akstri eftir aðstæðum. Það er auðvitað vandamál.“ Aðstæður á brautinni séu erfiðar sem stendur. „Brautin er opin en umferðin gengur hægt. Það er hált og skafrenningur, þannig að umferðin gengur hægt,“ segir Úlfar. Lögregla sé þó áfram í viðbragðsstöðu. Viðvaranir víða að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á nokkrum vegum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestanvert landið, en appelsínugular á Breiðafirði, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, sem taka gildi á hádegi á morgun. Landhelgisgæsla Íslands varar þá við stórstreymi á morgun, en gera má ráð fyrir því að áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð um fram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.
Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40 Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40
Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52