Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 14:21 Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ekki sátt við arftaka sinn í foyrstu Kristilegra demókrata. AP/Martin Meissner Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands eftirmann sinn í leiðtogasæti Kristilegra demókrata fyrir að hafa nýtt sér stuðning öfgahægriflokks til þess að koma ályktun í gengum þingið í gær. Fátítt er að Merkel blandi sér í dægurþras stjórnmála eftir að hún lét af embætti. Þýska þingið samþykkti naumlega ályktun Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, um að herða tökin á landamærunum í kjölfar þess að afgangskur hælisleitandi stakk tvo til bana í síðustu viku. Atkvæði þingmanna Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) þurfti til að ályktunin yrði samþykkt en til þessa hafa aðrir flokkar svarið af sér samstarf við hann. Olaf Scholz, kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, sakaði Merz um að rjúfa samstöðu flokkanna frá því eftir tíma nasismans um að útiloka öfgahægrimenn. Merz sagðist harma að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD en að það ætti ekki að spilla fyrir málinu. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar og skoðanakannanir benda til þess að AfD gæti orðið næststærsti flokkurinn á eftir Kristilegum demókrötum. Ákvörðun Merz um að koma ályktuninni í gegn með hjálp AfD varð til þess að Merkel, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata og kanslari um árabil, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnti á að Merz hefði sjálfur sagt að ekki ætti að samþykkja nein mál með stuðningi flokksins fyrir kosningar í nóvember. „Ég tel að það sé rangt að telja sig ekki lengur skuldbundinn af þessari tillögu og að mynda með fullri meðvitund meirihluta með AfD í atkvæðagreiðslu í þýska þinginu 29. janúar,“ sagði fyrrum kanslarinn. Hvatti hún allra lýðræðissinna flokka til þess að standa saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð tilefni ályktunarinnar sem hægrimenn á þinginu samþykktu í gær. Merz tók við af Merkel þegar hún lét af embætti árið 2021. Hann er sagður íhaldssamari en hún, sérstaklega í innflytjendamálum. Í síðustu viku gagnrýndi hann forvera sinn þegar hann sagði að Þýskaland hefði haft „misráðna hælis- og innflytjendastefnu“ í áratug í stjórnartíð Merkel. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Þýska þingið samþykkti naumlega ályktun Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, um að herða tökin á landamærunum í kjölfar þess að afgangskur hælisleitandi stakk tvo til bana í síðustu viku. Atkvæði þingmanna Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) þurfti til að ályktunin yrði samþykkt en til þessa hafa aðrir flokkar svarið af sér samstarf við hann. Olaf Scholz, kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, sakaði Merz um að rjúfa samstöðu flokkanna frá því eftir tíma nasismans um að útiloka öfgahægrimenn. Merz sagðist harma að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD en að það ætti ekki að spilla fyrir málinu. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar og skoðanakannanir benda til þess að AfD gæti orðið næststærsti flokkurinn á eftir Kristilegum demókrötum. Ákvörðun Merz um að koma ályktuninni í gegn með hjálp AfD varð til þess að Merkel, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata og kanslari um árabil, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnti á að Merz hefði sjálfur sagt að ekki ætti að samþykkja nein mál með stuðningi flokksins fyrir kosningar í nóvember. „Ég tel að það sé rangt að telja sig ekki lengur skuldbundinn af þessari tillögu og að mynda með fullri meðvitund meirihluta með AfD í atkvæðagreiðslu í þýska þinginu 29. janúar,“ sagði fyrrum kanslarinn. Hvatti hún allra lýðræðissinna flokka til þess að standa saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð tilefni ályktunarinnar sem hægrimenn á þinginu samþykktu í gær. Merz tók við af Merkel þegar hún lét af embætti árið 2021. Hann er sagður íhaldssamari en hún, sérstaklega í innflytjendamálum. Í síðustu viku gagnrýndi hann forvera sinn þegar hann sagði að Þýskaland hefði haft „misráðna hælis- og innflytjendastefnu“ í áratug í stjórnartíð Merkel.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira