Leitar enn að fallegasta stað í heimi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2025 07:03 Aníta Rós sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. „Dansinn hefur alltaf átt hug minn og síðustu sex ár hefur hann spilað stærra hlutverk í mínu lífi. Ég fór að vinna töluvert meira í greininni, bæði með því að koma fram sjálf en einnig sem danshöfundur,“ segir listakonan og flugfreyjan Aníta Rós Þorsteinsdóttir sem stofnaði nýverið viðburðarfyrirtækið Uppklapp. Aníta Rós segir að sviðslistir séu henni í blóð bornar. Móðir hennar, Birna Björnsdóttir, er danshöfundur og eigandi Dansskóla Birnu Björns, og móðursystir hennar er leik- og söngkonan Selma Björnsdóttir. „Í dag starfa ég sem dansari, danshöfundur, söngkona og flugfreyja. Ég elska fjölbreytnina sem fylgir öllum þessum störfum og finnst reynsla mín á ólíkum sviðum nýtast mér í þeim öllum. Ég er frekar ofvirk og á það til að taka of mikið að mér í einu, sem getur verið bæði kostur og galli í mínu fari,“ segir Aníta Rós. Aníta tók eftirminnilega þátt í Söngvakeppninni í fyrra með með laginu Stingum af og komst í úrslit þar sem Hera Björk Þórhallsdóttir bar sigur úr býtum. Sjá: VÆB og Aníta komust áfram í Söngvakeppninni Mynd/Mummi Lú Nýverið eignaðist Aníta sitt fyrsta barn, Hildi Lóu, sem er fjögurra mánaða, og segist hún njóta þess að vera í núinu með litlu fjölskyldunni sinni. Aníta Rós sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Anita Rós Þorsteinsdóttir Aldur? 28 ára Starf? Söngkona, dansari, danshöfundur og flugfreyja í orlofi. Mynd/Sölvi Dýrfjörð Fjölskylduhagir? Bý með kærastanum mínum, Hermanni Árnasyni og dóttur okkar Hildi Lóu sem er fjögurra mánaða. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Hvatvís, fyndin og metnaðarfull. Hvað er á döfinni? Ég er í fæðingarorlofi, er að læra að slaka á og njóta þess að vera í núinu. En ég er mjög virk og er alltaf með puttana í einhverju. Ég var að stofna fyrirtækið Uppklapp sem tekur að sér verkefni tengd dansi og sviðsframkomu, nóg um að vera þar! View this post on Instagram A post shared by Uppklapp (@uppklapp) Þín mesta gæfa í lífinu? Litla fjölskyldan mín. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi búin að gefa út meiri tónlist, enn að brasa í sviðslistum og búin að ferðast meira. Eignast hús með fjölskyldunni minni, hamingjusöm og sátt. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Sjá meira af heiminum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Let them. Hvað hefur mótað þig mest? Að vera elst í systkinahópi. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Horfi á gott sjónvarp, tek allt of langt facetime við vinkonu eða spila við Hermann. Uppskrift að drauma sunnudegi? Sofa út, brunch, sund, stríla sig smá upp, út að borða og leikhús. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Rúmið. Fallegasti staður á landinu? Vestmannaeyjar. En í heiminum? Ég á enn eftir að finna hann. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Gef brjóst. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Hlusta á podcast. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já, ég reyni að æfa reglulega og borða næringaríkan mat. Ég er í mömmuþjálfun og að byrja í fjarþjálfun hjá Salvöru Eyþórs vinkonu minni. Svo eru danstímar í DBB skemmtilegasta hreyfingin! Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Söngkona, dansari og leikkona. Fyrst var það samt hafmeyja og tannlæknir. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Örugglega yfir einhverju TikTok myndbandi. Ertu A eða B týpa? B, klárlega. Uppáhalds matur? Nautakjöt, sushi og tacos. Hvað veitir þér innblástur? Metnaðarfullt og hvetjandi fólk. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku, gæti bjargað mér í pylsuvagni í Danmörku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei, ég er of athyglissjúk til að halda þeim leyndum. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Væri til í að geta flogið. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? *13 myndir af barninu mínu* Sorry, hún er bara fáránlega sæt. Mynd/Mummi Lú Draumabíllinn þinn? Einhver gellu jeppi. Jeep mögulega. Hælar eða strigaskór? Strigaskór, but we love a good boot. Fyrsti kossinn? Örugglega eitthvað krúttlegt og vandró í grunnskóla. Óttastu eitthvað? Asnalega margt. Impostor syndrome er óvinur minn. Eftir að ég varð mamma varð ég líka lífshræddari. Hvað ertu að hámhorfa á? Klassík, Law and Order: SVU. Nýbúin með Vigdísi, brilljant stöff! Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Back on 74 með Jungle. Hin hliðin Tónlist Dans Tengdar fréttir „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ „Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. 21. janúar 2025 07:02 Æskudraumurinn varð að veruleika „Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. 30. desember 2024 07:00 „Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira
Aníta Rós segir að sviðslistir séu henni í blóð bornar. Móðir hennar, Birna Björnsdóttir, er danshöfundur og eigandi Dansskóla Birnu Björns, og móðursystir hennar er leik- og söngkonan Selma Björnsdóttir. „Í dag starfa ég sem dansari, danshöfundur, söngkona og flugfreyja. Ég elska fjölbreytnina sem fylgir öllum þessum störfum og finnst reynsla mín á ólíkum sviðum nýtast mér í þeim öllum. Ég er frekar ofvirk og á það til að taka of mikið að mér í einu, sem getur verið bæði kostur og galli í mínu fari,“ segir Aníta Rós. Aníta tók eftirminnilega þátt í Söngvakeppninni í fyrra með með laginu Stingum af og komst í úrslit þar sem Hera Björk Þórhallsdóttir bar sigur úr býtum. Sjá: VÆB og Aníta komust áfram í Söngvakeppninni Mynd/Mummi Lú Nýverið eignaðist Aníta sitt fyrsta barn, Hildi Lóu, sem er fjögurra mánaða, og segist hún njóta þess að vera í núinu með litlu fjölskyldunni sinni. Aníta Rós sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Anita Rós Þorsteinsdóttir Aldur? 28 ára Starf? Söngkona, dansari, danshöfundur og flugfreyja í orlofi. Mynd/Sölvi Dýrfjörð Fjölskylduhagir? Bý með kærastanum mínum, Hermanni Árnasyni og dóttur okkar Hildi Lóu sem er fjögurra mánaða. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Hvatvís, fyndin og metnaðarfull. Hvað er á döfinni? Ég er í fæðingarorlofi, er að læra að slaka á og njóta þess að vera í núinu. En ég er mjög virk og er alltaf með puttana í einhverju. Ég var að stofna fyrirtækið Uppklapp sem tekur að sér verkefni tengd dansi og sviðsframkomu, nóg um að vera þar! View this post on Instagram A post shared by Uppklapp (@uppklapp) Þín mesta gæfa í lífinu? Litla fjölskyldan mín. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi búin að gefa út meiri tónlist, enn að brasa í sviðslistum og búin að ferðast meira. Eignast hús með fjölskyldunni minni, hamingjusöm og sátt. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Sjá meira af heiminum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Let them. Hvað hefur mótað þig mest? Að vera elst í systkinahópi. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Horfi á gott sjónvarp, tek allt of langt facetime við vinkonu eða spila við Hermann. Uppskrift að drauma sunnudegi? Sofa út, brunch, sund, stríla sig smá upp, út að borða og leikhús. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Rúmið. Fallegasti staður á landinu? Vestmannaeyjar. En í heiminum? Ég á enn eftir að finna hann. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Gef brjóst. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Hlusta á podcast. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já, ég reyni að æfa reglulega og borða næringaríkan mat. Ég er í mömmuþjálfun og að byrja í fjarþjálfun hjá Salvöru Eyþórs vinkonu minni. Svo eru danstímar í DBB skemmtilegasta hreyfingin! Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Söngkona, dansari og leikkona. Fyrst var það samt hafmeyja og tannlæknir. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Örugglega yfir einhverju TikTok myndbandi. Ertu A eða B týpa? B, klárlega. Uppáhalds matur? Nautakjöt, sushi og tacos. Hvað veitir þér innblástur? Metnaðarfullt og hvetjandi fólk. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku, gæti bjargað mér í pylsuvagni í Danmörku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei, ég er of athyglissjúk til að halda þeim leyndum. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Væri til í að geta flogið. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? *13 myndir af barninu mínu* Sorry, hún er bara fáránlega sæt. Mynd/Mummi Lú Draumabíllinn þinn? Einhver gellu jeppi. Jeep mögulega. Hælar eða strigaskór? Strigaskór, but we love a good boot. Fyrsti kossinn? Örugglega eitthvað krúttlegt og vandró í grunnskóla. Óttastu eitthvað? Asnalega margt. Impostor syndrome er óvinur minn. Eftir að ég varð mamma varð ég líka lífshræddari. Hvað ertu að hámhorfa á? Klassík, Law and Order: SVU. Nýbúin með Vigdísi, brilljant stöff! Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Back on 74 með Jungle.
Hin hliðin Tónlist Dans Tengdar fréttir „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ „Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. 21. janúar 2025 07:02 Æskudraumurinn varð að veruleika „Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. 30. desember 2024 07:00 „Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira
„Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ „Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. 21. janúar 2025 07:02
Æskudraumurinn varð að veruleika „Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. 30. desember 2024 07:00
„Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03