Mundi loforðið til kennarans Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 16:31 Siguröskur Dominik Kuzmanovic, eftir hverja góða markvörslu, eru orðin einkennistákn hjá honum á HM. Getty/Sanjin Strukic Dominik Kuzmanovic er einn af stærstu hetjunum í leikmannahópi Dags Sigurðssonar og þessi ungi markvörður á sinn þátt í því að Króatía skuli spila til úrslita á HM í handbolta á sunnudaginn. Hann fann stund milli stríða í vikunni til að senda gömlu kennslukonunni sinni kærkomna gjöf. Kuzmanovic hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu, með frábærum markvörslum og kraftmiklum öskrum sínum fyrir framan æsta stuðningsmenn í Zagreb. Einn af aðdáendum hans er Sanja Oroz, fyrrverandi kennari hans, en þökk sé Kuzmanovic fékk hún miða á leikinn ótrúlega við Ungverja í vikunni þar sem Króatar unnu hálfgerðan kraftaverkasigur. Oroz sagði skemmtilega frá á Facebook: „Kennari, ég er með miða fyrir þig“ „Sem fyrrverandi „handboltakona“ og kennari hans þá ræddum við oft saman um handbolta, og við fórum jafnvel með þau á handboltaleiki. Í 8. bekk spurði ég hann hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni, og hann sagðist ætla í skóla í Dugo Selo til að geta æft... Í ljósi þess að hann var úrvalsnemandi þá spurði ég: „En hvað ef þér tekst þetta ekki?“ Hann svaraði bara: „Mér mun takast þetta.“ Þá sagði ég honum að þegar hann myndi slá í gegn þá yrði hann að muna eftir kennaranum sínum og gefa mér miða á leik. Um þetta var samið, fyrir átta árum síðan,“ skrifaði kennslukonan og bætti svo við: „Á mánudaginn fékk ég skilaboð frá honum: „Kennari, ég er með miða fyrir þig ef þú skyldir komast.“ Hann gladdi mig alveg rosalega mikið. Þess vegna, þökk sé honum, varð ég vitni að kraftaverkinu gegn Ungverjalandi. Megi þér heilsast sem best elsku Kuzma, þú ert þegar orðinn stórkostlegur.“ View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) Spilar fyrir Dag og Guðjón Val Kuzmanovic er aðeins 22 ára gamall en hann hóf að æfa handbolta þegar hann var aðeins fimm ára og varð króatískur meistari í yngri flokkum með Dugo Selo. Árið 2019 gekk hann í raðir RK Nexe Nasice í efstu deild og hélt áfram að vaxa og dafna sem markvörður. Það var svo í fyrrasumar sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við honum hjá Gummersbach í Þýskalandi og lýsti honum sem einum mest spennandi og hæfileikaríkasta markverði Evrópu. Kuzmanovic hefur svo staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í þýsku 1. deildinni og ekki síður undir stjórn Dags með landsliðinu sem nú er búið að tryggja sér verðlaun á HM. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Sjá meira
Kuzmanovic hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu, með frábærum markvörslum og kraftmiklum öskrum sínum fyrir framan æsta stuðningsmenn í Zagreb. Einn af aðdáendum hans er Sanja Oroz, fyrrverandi kennari hans, en þökk sé Kuzmanovic fékk hún miða á leikinn ótrúlega við Ungverja í vikunni þar sem Króatar unnu hálfgerðan kraftaverkasigur. Oroz sagði skemmtilega frá á Facebook: „Kennari, ég er með miða fyrir þig“ „Sem fyrrverandi „handboltakona“ og kennari hans þá ræddum við oft saman um handbolta, og við fórum jafnvel með þau á handboltaleiki. Í 8. bekk spurði ég hann hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni, og hann sagðist ætla í skóla í Dugo Selo til að geta æft... Í ljósi þess að hann var úrvalsnemandi þá spurði ég: „En hvað ef þér tekst þetta ekki?“ Hann svaraði bara: „Mér mun takast þetta.“ Þá sagði ég honum að þegar hann myndi slá í gegn þá yrði hann að muna eftir kennaranum sínum og gefa mér miða á leik. Um þetta var samið, fyrir átta árum síðan,“ skrifaði kennslukonan og bætti svo við: „Á mánudaginn fékk ég skilaboð frá honum: „Kennari, ég er með miða fyrir þig ef þú skyldir komast.“ Hann gladdi mig alveg rosalega mikið. Þess vegna, þökk sé honum, varð ég vitni að kraftaverkinu gegn Ungverjalandi. Megi þér heilsast sem best elsku Kuzma, þú ert þegar orðinn stórkostlegur.“ View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) Spilar fyrir Dag og Guðjón Val Kuzmanovic er aðeins 22 ára gamall en hann hóf að æfa handbolta þegar hann var aðeins fimm ára og varð króatískur meistari í yngri flokkum með Dugo Selo. Árið 2019 gekk hann í raðir RK Nexe Nasice í efstu deild og hélt áfram að vaxa og dafna sem markvörður. Það var svo í fyrrasumar sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við honum hjá Gummersbach í Þýskalandi og lýsti honum sem einum mest spennandi og hæfileikaríkasta markverði Evrópu. Kuzmanovic hefur svo staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í þýsku 1. deildinni og ekki síður undir stjórn Dags með landsliðinu sem nú er búið að tryggja sér verðlaun á HM.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Sjá meira