Mundi loforðið til kennarans Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 16:31 Siguröskur Dominik Kuzmanovic, eftir hverja góða markvörslu, eru orðin einkennistákn hjá honum á HM. Getty/Sanjin Strukic Dominik Kuzmanovic er einn af stærstu hetjunum í leikmannahópi Dags Sigurðssonar og þessi ungi markvörður á sinn þátt í því að Króatía skuli spila til úrslita á HM í handbolta á sunnudaginn. Hann fann stund milli stríða í vikunni til að senda gömlu kennslukonunni sinni kærkomna gjöf. Kuzmanovic hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu, með frábærum markvörslum og kraftmiklum öskrum sínum fyrir framan æsta stuðningsmenn í Zagreb. Einn af aðdáendum hans er Sanja Oroz, fyrrverandi kennari hans, en þökk sé Kuzmanovic fékk hún miða á leikinn ótrúlega við Ungverja í vikunni þar sem Króatar unnu hálfgerðan kraftaverkasigur. Oroz sagði skemmtilega frá á Facebook: „Kennari, ég er með miða fyrir þig“ „Sem fyrrverandi „handboltakona“ og kennari hans þá ræddum við oft saman um handbolta, og við fórum jafnvel með þau á handboltaleiki. Í 8. bekk spurði ég hann hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni, og hann sagðist ætla í skóla í Dugo Selo til að geta æft... Í ljósi þess að hann var úrvalsnemandi þá spurði ég: „En hvað ef þér tekst þetta ekki?“ Hann svaraði bara: „Mér mun takast þetta.“ Þá sagði ég honum að þegar hann myndi slá í gegn þá yrði hann að muna eftir kennaranum sínum og gefa mér miða á leik. Um þetta var samið, fyrir átta árum síðan,“ skrifaði kennslukonan og bætti svo við: „Á mánudaginn fékk ég skilaboð frá honum: „Kennari, ég er með miða fyrir þig ef þú skyldir komast.“ Hann gladdi mig alveg rosalega mikið. Þess vegna, þökk sé honum, varð ég vitni að kraftaverkinu gegn Ungverjalandi. Megi þér heilsast sem best elsku Kuzma, þú ert þegar orðinn stórkostlegur.“ View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) Spilar fyrir Dag og Guðjón Val Kuzmanovic er aðeins 22 ára gamall en hann hóf að æfa handbolta þegar hann var aðeins fimm ára og varð króatískur meistari í yngri flokkum með Dugo Selo. Árið 2019 gekk hann í raðir RK Nexe Nasice í efstu deild og hélt áfram að vaxa og dafna sem markvörður. Það var svo í fyrrasumar sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við honum hjá Gummersbach í Þýskalandi og lýsti honum sem einum mest spennandi og hæfileikaríkasta markverði Evrópu. Kuzmanovic hefur svo staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í þýsku 1. deildinni og ekki síður undir stjórn Dags með landsliðinu sem nú er búið að tryggja sér verðlaun á HM. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Sjá meira
Kuzmanovic hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu, með frábærum markvörslum og kraftmiklum öskrum sínum fyrir framan æsta stuðningsmenn í Zagreb. Einn af aðdáendum hans er Sanja Oroz, fyrrverandi kennari hans, en þökk sé Kuzmanovic fékk hún miða á leikinn ótrúlega við Ungverja í vikunni þar sem Króatar unnu hálfgerðan kraftaverkasigur. Oroz sagði skemmtilega frá á Facebook: „Kennari, ég er með miða fyrir þig“ „Sem fyrrverandi „handboltakona“ og kennari hans þá ræddum við oft saman um handbolta, og við fórum jafnvel með þau á handboltaleiki. Í 8. bekk spurði ég hann hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni, og hann sagðist ætla í skóla í Dugo Selo til að geta æft... Í ljósi þess að hann var úrvalsnemandi þá spurði ég: „En hvað ef þér tekst þetta ekki?“ Hann svaraði bara: „Mér mun takast þetta.“ Þá sagði ég honum að þegar hann myndi slá í gegn þá yrði hann að muna eftir kennaranum sínum og gefa mér miða á leik. Um þetta var samið, fyrir átta árum síðan,“ skrifaði kennslukonan og bætti svo við: „Á mánudaginn fékk ég skilaboð frá honum: „Kennari, ég er með miða fyrir þig ef þú skyldir komast.“ Hann gladdi mig alveg rosalega mikið. Þess vegna, þökk sé honum, varð ég vitni að kraftaverkinu gegn Ungverjalandi. Megi þér heilsast sem best elsku Kuzma, þú ert þegar orðinn stórkostlegur.“ View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) Spilar fyrir Dag og Guðjón Val Kuzmanovic er aðeins 22 ára gamall en hann hóf að æfa handbolta þegar hann var aðeins fimm ára og varð króatískur meistari í yngri flokkum með Dugo Selo. Árið 2019 gekk hann í raðir RK Nexe Nasice í efstu deild og hélt áfram að vaxa og dafna sem markvörður. Það var svo í fyrrasumar sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við honum hjá Gummersbach í Þýskalandi og lýsti honum sem einum mest spennandi og hæfileikaríkasta markverði Evrópu. Kuzmanovic hefur svo staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í þýsku 1. deildinni og ekki síður undir stjórn Dags með landsliðinu sem nú er búið að tryggja sér verðlaun á HM.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Sjá meira