Refur með fuglainflúensu Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2025 15:31 Reyndar refaskyttur aflífiðu refinn sem var mikið veikur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Fuglainflúensa hefur greinst í refi í Skagafirði. Refurinn var aflífaður í vikunni, en íbúi hafði fundið hann og séð að hann væri augljóslega veikur. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunnar. Þar segir að tilkynningum sem berast stofnuninni um dauða og veika villta fugla hafi fækkað. Þá hafi fuglainflúensa ekki greinst í þeim sýnum úr fuglum sem rannsökuð hafa verið síðustu daga. „Matvælastofnun telur ekki tímabært að álykta að sýking í villtum fuglum sé í rénun og biður fólk að vera áfram vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum og að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla sem það sér,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að í gær hafi Matvælastofnun borist niðurstöður rannsókna Tilraunastöðvar HÍ á Keldum á sýnum sem tekin voru úr áðurnefndum refi. Íbúi hafi séð refinn og tekið eftir því að hann væri mjög slappur. Þá hreyfði refurinn sig lítið og var valtur á fótunum. Matvælastofnun hafi verið tilkynnt um refinn og reyndar refaskyttur fengnar til að aflíafa hann. Síðan var hræið sent til rannsóknar á Keldum þar sem greiningin fór fram. „ Í ljósi þessa vill Matvælastofnun biðja fólk að vera líka vakandi fyrir sjúkdómseinkennum eða óeðlilegri hegðun í refum og senda stofnuninni tilkynningu ef það verður vart við veika eða dauða refi,“ segir í tilkynningunni. Þá er bent á að fleiri spendýr, svo sem rottur og mýs, geta líka smitast af fuglainflúensu. „Því miður kemur fyrir að fólk tekur mýs og heldur þær í búrum innanhúss. Matvælastofnun vill benda á að það er varasamt vegna smithættu, auk þess sem það er óheimilt samkvæmt lögum um velferð dýra og það sama á við um öll önnur villt dýr.“ Fuglar Dýr Skagafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. 13. janúar 2025 11:59 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunnar. Þar segir að tilkynningum sem berast stofnuninni um dauða og veika villta fugla hafi fækkað. Þá hafi fuglainflúensa ekki greinst í þeim sýnum úr fuglum sem rannsökuð hafa verið síðustu daga. „Matvælastofnun telur ekki tímabært að álykta að sýking í villtum fuglum sé í rénun og biður fólk að vera áfram vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum og að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla sem það sér,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að í gær hafi Matvælastofnun borist niðurstöður rannsókna Tilraunastöðvar HÍ á Keldum á sýnum sem tekin voru úr áðurnefndum refi. Íbúi hafi séð refinn og tekið eftir því að hann væri mjög slappur. Þá hreyfði refurinn sig lítið og var valtur á fótunum. Matvælastofnun hafi verið tilkynnt um refinn og reyndar refaskyttur fengnar til að aflíafa hann. Síðan var hræið sent til rannsóknar á Keldum þar sem greiningin fór fram. „ Í ljósi þessa vill Matvælastofnun biðja fólk að vera líka vakandi fyrir sjúkdómseinkennum eða óeðlilegri hegðun í refum og senda stofnuninni tilkynningu ef það verður vart við veika eða dauða refi,“ segir í tilkynningunni. Þá er bent á að fleiri spendýr, svo sem rottur og mýs, geta líka smitast af fuglainflúensu. „Því miður kemur fyrir að fólk tekur mýs og heldur þær í búrum innanhúss. Matvælastofnun vill benda á að það er varasamt vegna smithættu, auk þess sem það er óheimilt samkvæmt lögum um velferð dýra og það sama á við um öll önnur villt dýr.“
Fuglar Dýr Skagafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. 13. janúar 2025 11:59 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
„Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. 13. janúar 2025 11:59