Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 09:02 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur upplifað erfiða daga síðan íslenska landsliðið lauk keppni á HM. Alltof snemma að margra mati en fimm sigrar í sex leikjum dugðu ekki. Vísir/Vilhelm Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra. Aron Guðmundsson hitti Snorra og fór yfir málin með honum eftir annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið náði betri árangri en á síðustu mótum og vann fimm af sex leikjum sínum. Vonbrigðin voru engu að síður mikil að missa af sæti í átta liða úrslitunum. Hvernig hafa síðustu dagar verið fyrir Snorra Stein Guðjónsson? Hafa verið þungur dagar fyrir mig „Þeir hafa ekki verið neitt frábærir. Það er samt alltaf gott að koma heim til konu og barna. Inn á milli getur verið fínt að setja í vél og elda kvöldmat. Svekkelsið er það mikið að þetta hafa verið þungur dagar fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn. „Að það þurfi ekki meira til að komast ekki í þessi átta liða úrslit. Fyrir mína parta og ég held ég tali fyrir alla strákana líka, þá var það bara sárt og grátlegt að þetta skyldi ekki duga til,“ sagði Snorri. „Það gerir það bara sárara þegar þér finnst þú hafa verið að gera góða hluti og finnst vera meðbyr með þér. Svona stórmót snúast að mörgu leyti um ákveðið mójó og að finna einhvern takt. Ég upplifði það margoft sem leikmaður að takturinn var bara ekki þarna og maður fór snemma heim,“ sagði Snorri. Fannst hlutir vera að tikka „Mér fannst hlutir vera að tikka fyrir okkur,“ sagði Snorri. Hann er kominn heim en heimsmeistaramótið er enn í gangi. Hefur hann verið að horfa á leikina á HM eftir að Ísland datt út? „Nei, ég hef ekki horft á það. Það bara svíður að vita að mótið sé í gangi og finnast að máður kannski hafa getið verið þarna. Þar fyrir utan þá er ég búinn að horfa á yfirdrifið nóg af handbolta,“ sagði Snorri. Það er sorgartímabil núna en svo tekur næsta verkefni við hjá landsliðinu eftir um sex vikur. Það er undankeppni næsta Evrópumóts. Hætta að vorkenna sjálfum sér „Á einhverjum tímapunkti þá þarf maður bara að hætta að vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast eitthvað í drasl. Horfa fram á veginn. Ég kem til með að greina þessa leiki strax eftir helgi. Koma síðan með fyrir mig og okkar teymi einhverja lokaniðurstöðu,“ sagði Snorri. Það má sjá fréttina með viðtalinu hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. Klippa: Uppjör á HM í handbolta með Snorra Steini HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira
Aron Guðmundsson hitti Snorra og fór yfir málin með honum eftir annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið náði betri árangri en á síðustu mótum og vann fimm af sex leikjum sínum. Vonbrigðin voru engu að síður mikil að missa af sæti í átta liða úrslitunum. Hvernig hafa síðustu dagar verið fyrir Snorra Stein Guðjónsson? Hafa verið þungur dagar fyrir mig „Þeir hafa ekki verið neitt frábærir. Það er samt alltaf gott að koma heim til konu og barna. Inn á milli getur verið fínt að setja í vél og elda kvöldmat. Svekkelsið er það mikið að þetta hafa verið þungur dagar fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn. „Að það þurfi ekki meira til að komast ekki í þessi átta liða úrslit. Fyrir mína parta og ég held ég tali fyrir alla strákana líka, þá var það bara sárt og grátlegt að þetta skyldi ekki duga til,“ sagði Snorri. „Það gerir það bara sárara þegar þér finnst þú hafa verið að gera góða hluti og finnst vera meðbyr með þér. Svona stórmót snúast að mörgu leyti um ákveðið mójó og að finna einhvern takt. Ég upplifði það margoft sem leikmaður að takturinn var bara ekki þarna og maður fór snemma heim,“ sagði Snorri. Fannst hlutir vera að tikka „Mér fannst hlutir vera að tikka fyrir okkur,“ sagði Snorri. Hann er kominn heim en heimsmeistaramótið er enn í gangi. Hefur hann verið að horfa á leikina á HM eftir að Ísland datt út? „Nei, ég hef ekki horft á það. Það bara svíður að vita að mótið sé í gangi og finnast að máður kannski hafa getið verið þarna. Þar fyrir utan þá er ég búinn að horfa á yfirdrifið nóg af handbolta,“ sagði Snorri. Það er sorgartímabil núna en svo tekur næsta verkefni við hjá landsliðinu eftir um sex vikur. Það er undankeppni næsta Evrópumóts. Hætta að vorkenna sjálfum sér „Á einhverjum tímapunkti þá þarf maður bara að hætta að vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast eitthvað í drasl. Horfa fram á veginn. Ég kem til með að greina þessa leiki strax eftir helgi. Koma síðan með fyrir mig og okkar teymi einhverja lokaniðurstöðu,“ sagði Snorri. Það má sjá fréttina með viðtalinu hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. Klippa: Uppjör á HM í handbolta með Snorra Steini
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira