Hættir sem formaður Siðmenntar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 14:05 Inga Auðbjörg hefur verið athafnastjóri hjá Siðmennt í mörg ár og formaður félagsins frá 2019. Karítas Guðjóns Inga Auðbjörg Straumland hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Siðmenntar. Hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðustu sex ár. Inga greinir frá þessu í Facebook-færslu. Þar segir hún að eftir sléttan mánuð verði ýmislegt öðruvísi í lífi hennar. „Í fyrsta lagi verð ég nýskriðin yfir 39 ára afmælisdaginn minn, og þar af leiðandi árinu eldri og vitrari. En stærsta breytingin verður vafalaust sú að ég verð ekki formaður Siðmenntar, félagsins sem hefur átt systurpartinn af orku minni og áhuga síðustu sex árin,“ segir hún. Upphaflega hafi ekki verið langur aðdragandi að því að hún bauð sig fyrst fram í embættið. Hvorki hvítur reykur né stórfelld kosningabarátta. „Ég hafði bara hugmyndir um það hvert mig langaði að félagið stefndi og fékk stuðning til að veita því forystu,“ segir hún í færslunni. „Þegar ég bauð mig fram til endurkjörs síðast, hét ég því svo að það yrði mitt síðasta kjörtímabil — allavega í þessari atrennu — og nú stend ég við það, tveimur árum síðar. Á afmælisdaginn minn, 1. mars, verður formaður Siðmenntar kjörinn enn á ný, og það verður allavega ekki ég,“ segir hún. Inga segir ákvörðunina vera rétta fyrir sig og sína örsmáu fjölskyldu. Álagið sé mikið og formennskan hafi oft tekið á. „Ég skulda syni mínum það að setja hann efst í forgangsröðina. En ég finn líka að þetta er rétt fyrir félagið. Ég tel mig hafa gert félaginu gott á þessum árum, þó oft hafi færðin verið erfið, en ég er handviss um að nú þurfi að skipta um kaptein á þessu skipi,“ segir hún í færslunni. Hún telur Siðmennt þurfa öðruvísi formann á því þroskastigi sem félagið er statt á núna. Hún hlakkar til að sjá hver það verður. Þá segist hún afar þakklát fyrir traustið og tækifærin. Hún hafi gert mörg mistök og það hafi kannski verið lærdómsríkast af öllu. „Formennska í svona félagi fellst að mörgu leyti í slökkviliðsstörfum og það er alveg merkilegt, að eftir því sem eldarnir verða fleiri, því færari verður man í að takast á við þá,“ segir hún í færslunni. Formennska felist þó líka í því að velja kúrs og fylgja honum. Telur hún sig hafa fylgt sinni stefnu í samstarfi við marga aðra. Loks tekur Inga fram að hún sé auðvitað ekki hætt í Siðmennt. Ef eitthvað er hafi hún nú meiri tíma til þess að nefna, ferma, gifta og jarða. Færslu Ingu má lesa í heild sinni hér að neðan. Tímamót Trúmál Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Inga greinir frá þessu í Facebook-færslu. Þar segir hún að eftir sléttan mánuð verði ýmislegt öðruvísi í lífi hennar. „Í fyrsta lagi verð ég nýskriðin yfir 39 ára afmælisdaginn minn, og þar af leiðandi árinu eldri og vitrari. En stærsta breytingin verður vafalaust sú að ég verð ekki formaður Siðmenntar, félagsins sem hefur átt systurpartinn af orku minni og áhuga síðustu sex árin,“ segir hún. Upphaflega hafi ekki verið langur aðdragandi að því að hún bauð sig fyrst fram í embættið. Hvorki hvítur reykur né stórfelld kosningabarátta. „Ég hafði bara hugmyndir um það hvert mig langaði að félagið stefndi og fékk stuðning til að veita því forystu,“ segir hún í færslunni. „Þegar ég bauð mig fram til endurkjörs síðast, hét ég því svo að það yrði mitt síðasta kjörtímabil — allavega í þessari atrennu — og nú stend ég við það, tveimur árum síðar. Á afmælisdaginn minn, 1. mars, verður formaður Siðmenntar kjörinn enn á ný, og það verður allavega ekki ég,“ segir hún. Inga segir ákvörðunina vera rétta fyrir sig og sína örsmáu fjölskyldu. Álagið sé mikið og formennskan hafi oft tekið á. „Ég skulda syni mínum það að setja hann efst í forgangsröðina. En ég finn líka að þetta er rétt fyrir félagið. Ég tel mig hafa gert félaginu gott á þessum árum, þó oft hafi færðin verið erfið, en ég er handviss um að nú þurfi að skipta um kaptein á þessu skipi,“ segir hún í færslunni. Hún telur Siðmennt þurfa öðruvísi formann á því þroskastigi sem félagið er statt á núna. Hún hlakkar til að sjá hver það verður. Þá segist hún afar þakklát fyrir traustið og tækifærin. Hún hafi gert mörg mistök og það hafi kannski verið lærdómsríkast af öllu. „Formennska í svona félagi fellst að mörgu leyti í slökkviliðsstörfum og það er alveg merkilegt, að eftir því sem eldarnir verða fleiri, því færari verður man í að takast á við þá,“ segir hún í færslunni. Formennska felist þó líka í því að velja kúrs og fylgja honum. Telur hún sig hafa fylgt sinni stefnu í samstarfi við marga aðra. Loks tekur Inga fram að hún sé auðvitað ekki hætt í Siðmennt. Ef eitthvað er hafi hún nú meiri tíma til þess að nefna, ferma, gifta og jarða. Færslu Ingu má lesa í heild sinni hér að neðan.
Tímamót Trúmál Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira