Handbolti

Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Ís­landi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mathias Gidsel hefur verið óstöðvandi undanfarin ár.
Mathias Gidsel hefur verið óstöðvandi undanfarin ár. Mateusz Slodkowski/Getty Images

Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 

Danir urðu í gær heimsmeistarar í fjörða skipti í röð er liðið vann sex marka sigur gegn Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í króatíska landsliðinu.

Danska liðið hefur verið gjörsamlega óstöðvandi undanfarin ár og hefur ekki tapað einum einasta leik á síðustu fjórum heimsmeistaramótum.

Einnig er óhætt að segja að Mathias Gidsel hafi verið óstöðvandi undanfarin ár, en hann hefur nú endað sem markahæsti leikmaður HM fjögur heimsmeistaramót í röð. Þá var hann einnig valinn í úrvalslið HM og hefur nú verið valinn í úrvalslið á stómóti sjö stórmót í röð, sem er met.

Þá bætti Gidsel einnig annað met í gær, en hann er nú sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk úr opnum leik á einu heimsmeistaramóti. Það er, mörk sem eru ekki skoruð úr víti.

Gidsel skoraði 73 af 74 mörkum sínum úr opnum leik og bætti þar með met kóreska handboltamannsins Yoon Kyung-shin, sem skoraði 70 af 82 mörkum sínum úr opnum leik á HM á Íslandi fyrir sléttum 30 árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×