Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar 3. febrúar 2025 07:00 Ein vinsælasta fréttin í íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið lítil leðurblaka sem fannst á förnum vegi í Reykjavík. Allsendis óljóst er hvernig leðurblakan laumaði sér til landsins, en lögregla var kölluð á staðinn. Leðurblakan náði að sleppa undan löggæslumönnum þann daginn en fannst að lokum af dýraþjónustunni tveim dögum seinna, var fönguð í net og svæfð svefninum langa. Annar laumufarþegi, lítill froskur frá Kólumbíu, fannst í lítilli blómabúð í Sheffield í norður Englandi eftir að hafa tekið sér far með afskornum blómum yfir hálfan hnöttinn. Froskurinn varð kveikja að rannsóknarverkefni um ágengar tegundir og áhættum þeim tengdum í tengslum við umhverfi, líffræðilega fjölbreytni og lífvarnir í innflutningslandi. Það er vel þekkt að óæskilegir puttalingar af ýmsu tagi ferðast með varningi og farartækjum um allan heim, þetta geta verið sjúkdómar í plöntum og dýrum, dýr með tvo, fjóra, sex, átta eða fleiri fætur, eða jafnvel enga fætur, með eða án vængja, sem síðan koma sér fyrir í nýjum heimkynnum og valda þar miklum usla. Með loftslagsbreytingum mun útbreiðsla margra skaðvalda aukast og færast norður í átt til heimskautanna að mati IPPC – milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Margir þessir skaðvaldar taka sér fram með plöntum og plöntuafurðum. Í Bretlandi eru nýleg dæmi um sjúkdóm í askartrjám (e. ash dieback) og vesputegund frá Asíu (e. asian hornet) sem hafa numið land og gert mönnum, öðrum dýrum og plöntum lífið leitt. Á Íslandi eru, með breyttu veðurfari og auknum ferðamannastraumi, að myndast tækifæri fyrir ýmsar tegundir sem slæðast með fólki og varningi til landsins að setjast að og nýta sér kjöraðstæður fyrir innrás í ný heimkynni. Ólíklegt er að stöku leðurblaka valdi miklum usla í íslensku umhverfi, en hins vegar herja birkikemba og birkiþéla, líklegir puttalingar í innfluttri mold, í auknu mæli á íslenska birkið með slæmum afleiðingum. Gulrótarflugan sem gæti hafa borist til landsins með innfluttu grænmeti er einnig farin að valda usla. Í þessu sem svo mörgu öðru er betra að birgja brunninn áður en lúsmýið dettur í hann. Þegar ágeng tegund hefur numið land og dreift sér er erfitt eða nær ómögulegt að losna við hana. Í fyrrnefndri rannsókn á innflutningi blóma til Hollands og Bretlands kom í ljós að þó utanumhald yfir skráningar væri ábótavant fundust 459 tegundir laumufarþega í Hollandi árið 2017. Á vefsíðu Defra, Umhverfis- og landbúnaðarráðuneytis Breta, eru skaðvaldar sem stöðvaðir eru í plöntusendingum skráðir vikulega og bara á einum mánuði í janúar 2025 fundust þeir í 28 sendingum. Í báðum þessum löndum voru skordýrategundir í miklum meirihluta af þeim skaðvöldum sem fundust. Matvælastofnun ber ábyrgð á eftirliti planta og plöntuafurða til Íslands. Í landsbundinni eftirlitsáætlun segir að eftirlit með innflutningi fari fram með skjalaskoðun á gögnum sem fylgja sendingum og að almennt sé ekki gerð vöruskoðun. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2000 er áætlað að einungis 4-5% plöntusendinga til Íslands séu skoðaðar. Engar uppýsingar eru aðgengilegar opinberlega um hversu oft laumufarþegar finnast eða eru stöðvaðir í sendingum og hvaða þjálfun starfsfólk fær í því að þekkja mismundandi áhættutegundir sem oft ferðast sem egg, eru falin í mold eða öðru undirlagi, eða liggja jafnvel í leyni í raufum og þarf þekkingu til að koma auga á. Í fyrrgreindri skýrslu sem er að verða 25 ára gömul segir að plönturæktendum hafi verið gert að annast og borga fyrir útrýmingu nýrra skaðvalda. Skýrslan setti fram tillögur um úrbætur á reglugerðum, betri upplýsingagjöf til almennings og ferðamanna um innflutningsreglur, aukna tíðni vöruskoðana og fé til útrýmingaraðgerða. Ekki er ljóst hvernig leðurblakan kom til landsins, en það að hún komst inn til miðborgar Reykjavíkur vekur spurningar um eftirlit á landamærum og hvort næg áhersla sé lögð á að stöðva skaðvalda sem koma til landsins sem laumufarþegar í bátum, bílum eða flugleiðis. Það þyrfti sannarlega að fjölga í liði lögreglu og dýraþjónustu landsins ef viðbrögð væru svipuð við tilkynningu um nýja skordýrategund sem væri 3 millimetrar að stærð, fjölgar sér um 20-30 einstaklinga á viku og flýgur á milli staða. Betri upplýsingagjöf af hálfu eftirlitsaðila til almennings, innflutningsfyrirtækja og ferðamanna um reglur, sem og uppfærðar fréttir af skaðvöldum sem stöðvaðir hafa verið, myndi auka meðvitund og minnka áhættu á innflutningi og landnámi ágengra tegunda. Höfundur er skordýrafræðingur og ráðgjafi í rannsóknum og nýsköpun í landbúnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ein vinsælasta fréttin í íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið lítil leðurblaka sem fannst á förnum vegi í Reykjavík. Allsendis óljóst er hvernig leðurblakan laumaði sér til landsins, en lögregla var kölluð á staðinn. Leðurblakan náði að sleppa undan löggæslumönnum þann daginn en fannst að lokum af dýraþjónustunni tveim dögum seinna, var fönguð í net og svæfð svefninum langa. Annar laumufarþegi, lítill froskur frá Kólumbíu, fannst í lítilli blómabúð í Sheffield í norður Englandi eftir að hafa tekið sér far með afskornum blómum yfir hálfan hnöttinn. Froskurinn varð kveikja að rannsóknarverkefni um ágengar tegundir og áhættum þeim tengdum í tengslum við umhverfi, líffræðilega fjölbreytni og lífvarnir í innflutningslandi. Það er vel þekkt að óæskilegir puttalingar af ýmsu tagi ferðast með varningi og farartækjum um allan heim, þetta geta verið sjúkdómar í plöntum og dýrum, dýr með tvo, fjóra, sex, átta eða fleiri fætur, eða jafnvel enga fætur, með eða án vængja, sem síðan koma sér fyrir í nýjum heimkynnum og valda þar miklum usla. Með loftslagsbreytingum mun útbreiðsla margra skaðvalda aukast og færast norður í átt til heimskautanna að mati IPPC – milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Margir þessir skaðvaldar taka sér fram með plöntum og plöntuafurðum. Í Bretlandi eru nýleg dæmi um sjúkdóm í askartrjám (e. ash dieback) og vesputegund frá Asíu (e. asian hornet) sem hafa numið land og gert mönnum, öðrum dýrum og plöntum lífið leitt. Á Íslandi eru, með breyttu veðurfari og auknum ferðamannastraumi, að myndast tækifæri fyrir ýmsar tegundir sem slæðast með fólki og varningi til landsins að setjast að og nýta sér kjöraðstæður fyrir innrás í ný heimkynni. Ólíklegt er að stöku leðurblaka valdi miklum usla í íslensku umhverfi, en hins vegar herja birkikemba og birkiþéla, líklegir puttalingar í innfluttri mold, í auknu mæli á íslenska birkið með slæmum afleiðingum. Gulrótarflugan sem gæti hafa borist til landsins með innfluttu grænmeti er einnig farin að valda usla. Í þessu sem svo mörgu öðru er betra að birgja brunninn áður en lúsmýið dettur í hann. Þegar ágeng tegund hefur numið land og dreift sér er erfitt eða nær ómögulegt að losna við hana. Í fyrrnefndri rannsókn á innflutningi blóma til Hollands og Bretlands kom í ljós að þó utanumhald yfir skráningar væri ábótavant fundust 459 tegundir laumufarþega í Hollandi árið 2017. Á vefsíðu Defra, Umhverfis- og landbúnaðarráðuneytis Breta, eru skaðvaldar sem stöðvaðir eru í plöntusendingum skráðir vikulega og bara á einum mánuði í janúar 2025 fundust þeir í 28 sendingum. Í báðum þessum löndum voru skordýrategundir í miklum meirihluta af þeim skaðvöldum sem fundust. Matvælastofnun ber ábyrgð á eftirliti planta og plöntuafurða til Íslands. Í landsbundinni eftirlitsáætlun segir að eftirlit með innflutningi fari fram með skjalaskoðun á gögnum sem fylgja sendingum og að almennt sé ekki gerð vöruskoðun. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2000 er áætlað að einungis 4-5% plöntusendinga til Íslands séu skoðaðar. Engar uppýsingar eru aðgengilegar opinberlega um hversu oft laumufarþegar finnast eða eru stöðvaðir í sendingum og hvaða þjálfun starfsfólk fær í því að þekkja mismundandi áhættutegundir sem oft ferðast sem egg, eru falin í mold eða öðru undirlagi, eða liggja jafnvel í leyni í raufum og þarf þekkingu til að koma auga á. Í fyrrgreindri skýrslu sem er að verða 25 ára gömul segir að plönturæktendum hafi verið gert að annast og borga fyrir útrýmingu nýrra skaðvalda. Skýrslan setti fram tillögur um úrbætur á reglugerðum, betri upplýsingagjöf til almennings og ferðamanna um innflutningsreglur, aukna tíðni vöruskoðana og fé til útrýmingaraðgerða. Ekki er ljóst hvernig leðurblakan kom til landsins, en það að hún komst inn til miðborgar Reykjavíkur vekur spurningar um eftirlit á landamærum og hvort næg áhersla sé lögð á að stöðva skaðvalda sem koma til landsins sem laumufarþegar í bátum, bílum eða flugleiðis. Það þyrfti sannarlega að fjölga í liði lögreglu og dýraþjónustu landsins ef viðbrögð væru svipuð við tilkynningu um nýja skordýrategund sem væri 3 millimetrar að stærð, fjölgar sér um 20-30 einstaklinga á viku og flýgur á milli staða. Betri upplýsingagjöf af hálfu eftirlitsaðila til almennings, innflutningsfyrirtækja og ferðamanna um reglur, sem og uppfærðar fréttir af skaðvöldum sem stöðvaðir hafa verið, myndi auka meðvitund og minnka áhættu á innflutningi og landnámi ágengra tegunda. Höfundur er skordýrafræðingur og ráðgjafi í rannsóknum og nýsköpun í landbúnaði
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun