Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar 3. febrúar 2025 11:33 Framfarirnar hefjast fyrir utan þægindarammann. Ef þú ert sammála þessari fullyrðingu ættir þú ekki að hafa áhyggjur af börnunum þínum, vinum eða vinnufélögum sem eru að verða fyrir tímabundnum óþægindum vegna þess að þau eru að læra eitthvað nýtt. Í starfi mínu sem fyrirtækjaráðgjafi í mannauðsmálum mæti ég stundum þeirri skoðun stjórnenda að best sé að setja símenntun í hendur hvers og eins starfsmanns frekar en að ýta einhverjum í aðstæður sem viðkomandi hefur sjálfur ekki óskað eftir. Þessi hugsun er falleg að því leiti að auðvitað ætti fólk að vilja vaxa án þess að einhver annar ýti við því. Vandinn byrjar þegar fólk vill ekki vaxa. Þá þarf leiðtoginn í fyrirtækinu eða stofnuninni að taka ákvörðun um hvort að í boði sé að staðna. Ef viðkomandi fyrirtæki er á markaði þar sem lítið er að gerast, samkeppnin lítil, litlar sem engar tæknibreytingar og afkoman góð, gæti tímabundin stöðnun mögulega átt rétt á sér. En ef fyrirtækið er á samkeppnismarkaði má gera ráð fyrir að miklar breytingar séu í umhverfinu og stöðnun sé ekki góður kostur. Leiðtogar hjálpa öðrum að vaxa. Þeir sætta sig ekki við stöðnun heldur taka þátt í að þróa umhverfi sitt, nýta tæknibreytingar og varða veginn fram á við. Þegar kemur að starfsþróun spyrja leiðtogar ekki hvort þú ætlir að þróast heldur hvernig þú viljir þróast. Vöxtur er góður, þó hann geti verið krefjandi í stutta stund. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Framfarirnar hefjast fyrir utan þægindarammann. Ef þú ert sammála þessari fullyrðingu ættir þú ekki að hafa áhyggjur af börnunum þínum, vinum eða vinnufélögum sem eru að verða fyrir tímabundnum óþægindum vegna þess að þau eru að læra eitthvað nýtt. Í starfi mínu sem fyrirtækjaráðgjafi í mannauðsmálum mæti ég stundum þeirri skoðun stjórnenda að best sé að setja símenntun í hendur hvers og eins starfsmanns frekar en að ýta einhverjum í aðstæður sem viðkomandi hefur sjálfur ekki óskað eftir. Þessi hugsun er falleg að því leiti að auðvitað ætti fólk að vilja vaxa án þess að einhver annar ýti við því. Vandinn byrjar þegar fólk vill ekki vaxa. Þá þarf leiðtoginn í fyrirtækinu eða stofnuninni að taka ákvörðun um hvort að í boði sé að staðna. Ef viðkomandi fyrirtæki er á markaði þar sem lítið er að gerast, samkeppnin lítil, litlar sem engar tæknibreytingar og afkoman góð, gæti tímabundin stöðnun mögulega átt rétt á sér. En ef fyrirtækið er á samkeppnismarkaði má gera ráð fyrir að miklar breytingar séu í umhverfinu og stöðnun sé ekki góður kostur. Leiðtogar hjálpa öðrum að vaxa. Þeir sætta sig ekki við stöðnun heldur taka þátt í að þróa umhverfi sitt, nýta tæknibreytingar og varða veginn fram á við. Þegar kemur að starfsþróun spyrja leiðtogar ekki hvort þú ætlir að þróast heldur hvernig þú viljir þróast. Vöxtur er góður, þó hann geti verið krefjandi í stutta stund. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar