Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2025 11:49 Haraldur telur stjórnsýsluna, sem á að veita umsögn um verkefnið, snarbrenglaða; starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar sumir hafi þegar hafið störf hjá Röst. vísir/aðsend/arnar Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu, telur stjórnsýsluna á afar furðulegu róli er varðar leyfisveitingar til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar sem Haraldur segir að vilji sturta 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð. Haraldur telur einsýnt að þarna sé umhverfisslys í uppsiglingu sem mun hafa áhrif á „umhverfi, dýralíf og manlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar“. Haraldur rekur, í grein sem hann birtir á Vísi, það hvernig fyrirtækið vilji auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins. Davíð og Kjartan raunverulegir eigendur Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir skrifaði frétt síðastliðið sumar um rannsóknir þess. Haraldur segir hins vegar að raunverulegir eigendur félagsins séu þeir Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson sem teljast til helstu auðmanna Íslands. „Að baki félaginu standa að hluta til sömu aðilar og sökktu trjákurli innan lögsögunnar fyrir skemmstu, en því máli hafa verið gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri.“ Það sem Haraldur setur ekki síst út á í grein sinni er hvernig hið opinbera kemur að málum. Eða svo vitnað sé í greinina: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka.“ Hlutdræg stjórnsýsla Uppá síðkastið segir Haraldur svo nokkra aðilar úr röðum Hafrannsóknastofnunar hafi flutt sig alfarið um set, og einfaldlega hafið störf hjá fyrirtækinu. „Aðkoma stofnunarinnar að verkefninu er á margan hátt athygliverð. Ekki síst fyrir þær sakir að stofnunin er einn umsagnaraðila í leyfisveitingu Utanríkisráðuneytisins og situr því beggja vegna borðsins. Út á við er Hafrannsóknastofnun ráðleggjandi í flestu því sem viðkemur bæði hafsjó og ferskvatni innan íslensku lögsögunnar, og það að fara í eitranir á Hvalfirði setur öll verk hennar hreinlega í annað samhengi. Í annan fótinn setur stofnunin aðilum skorður í umgengni sinni um auðlindina, en með hinum ætlar hún að vera milligöngumaður um að hella 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð.“ Þá hefur oddvita Hvalfjarðar verið boðin stjórnarseta í Röst. „Og eins furðulega og það hljómar, þá þáði viðkomandi boðið. Þetta gerði oddvitinn án þess að gera athugasemd við að fulltrúum Kjósarhrepps væri ekki boðið að borðinu. Kjósarhreppur, sem einnig á strandlengju að Hvalfirði, var ekki upplýstur um rannsóknina og máttu kjörnir fulltrúar þeim megin fjarðarins gera sér að góðu að frétta af verkefninu af tilviljun löngu eftir að það var hafið.“ Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Haraldur telur einsýnt að þarna sé umhverfisslys í uppsiglingu sem mun hafa áhrif á „umhverfi, dýralíf og manlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar“. Haraldur rekur, í grein sem hann birtir á Vísi, það hvernig fyrirtækið vilji auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins. Davíð og Kjartan raunverulegir eigendur Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir skrifaði frétt síðastliðið sumar um rannsóknir þess. Haraldur segir hins vegar að raunverulegir eigendur félagsins séu þeir Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson sem teljast til helstu auðmanna Íslands. „Að baki félaginu standa að hluta til sömu aðilar og sökktu trjákurli innan lögsögunnar fyrir skemmstu, en því máli hafa verið gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri.“ Það sem Haraldur setur ekki síst út á í grein sinni er hvernig hið opinbera kemur að málum. Eða svo vitnað sé í greinina: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka.“ Hlutdræg stjórnsýsla Uppá síðkastið segir Haraldur svo nokkra aðilar úr röðum Hafrannsóknastofnunar hafi flutt sig alfarið um set, og einfaldlega hafið störf hjá fyrirtækinu. „Aðkoma stofnunarinnar að verkefninu er á margan hátt athygliverð. Ekki síst fyrir þær sakir að stofnunin er einn umsagnaraðila í leyfisveitingu Utanríkisráðuneytisins og situr því beggja vegna borðsins. Út á við er Hafrannsóknastofnun ráðleggjandi í flestu því sem viðkemur bæði hafsjó og ferskvatni innan íslensku lögsögunnar, og það að fara í eitranir á Hvalfirði setur öll verk hennar hreinlega í annað samhengi. Í annan fótinn setur stofnunin aðilum skorður í umgengni sinni um auðlindina, en með hinum ætlar hún að vera milligöngumaður um að hella 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð.“ Þá hefur oddvita Hvalfjarðar verið boðin stjórnarseta í Röst. „Og eins furðulega og það hljómar, þá þáði viðkomandi boðið. Þetta gerði oddvitinn án þess að gera athugasemd við að fulltrúum Kjósarhrepps væri ekki boðið að borðinu. Kjósarhreppur, sem einnig á strandlengju að Hvalfirði, var ekki upplýstur um rannsóknina og máttu kjörnir fulltrúar þeim megin fjarðarins gera sér að góðu að frétta af verkefninu af tilviljun löngu eftir að það var hafið.“
Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði