Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 08:03 Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir. Krabbameinsfélagið deilir framtíðarsýn með mörgum öðrum krabbameinsfélögum, að færri fái krabbamein, fleiri lifi þau af og geti lifað góðu lífi, með krabbamein og eftir að meðferð lýkur. En þrátt fyrir sameiginlega sýn er sérstaða Íslands talsverð. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er frábrugðin samsetningunni í Evrópu. Í árslok 2022 voru 15% þjóðarinnar eldri en 65 ára en 21% að meðaltali í Evrópu. Þetta breytist mjög hratt. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks og fjölgar þegar þjóðin eldist. Spáð er að árið 2040 verði krabbameinstilvikin orðin um 3.000 en eru um 2.000 í dag. Miklar framfarir eru í greiningu og meðferð krabbameina. Það gefur tækifæri til að gefa aukinn gaum að lífsgæðum fólks sem hefur lokið krabbameinsmeðferð eða lifir með langvinn krabbamein. Áskoranir dagsins í dag og fram á veginn felast ekki bara í þessari gríðarmiklu fjölgun heldur líka því að íslenskt samfélag verður sífellt fjölbreyttara. Íslendingar eru forréttindaþjóð. Það á líka við um heilsu og krabbamein eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu OECD um ójöfnuð tengdan krabbameinum. En blikur eru á lofti og margt sem huga þarf að. Ísland er í dag í fremstu röð varðandi árangur tengdan krabbameinum. Til að viðhalda þeim árangri og ná enn lengra þarf að takast á við ofangreindar áskoranir af festu og með skipulögðum hætti. Vítin eru til að varast þau og eitt af því sem læra má af öðrum þjóðum er mikilvægi þess að ójöfnuður varðandi krabbamein vaxi ekki hér á landi. Við þurfum að beita öllum leiðum til að tryggja að allir sitji við sama borð, þegar kemur að krabbameinum, burtséð frá til dæmis uppruna, búsetu eða menntun. Í stefnu Krabbameinsfélagsins er mikil áhersla á jöfnuð. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, stöðluð ferli fyrir alla allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, gæðastýrð þjónusta og fleira miðar allt að því að tryggja að enginn falli á milli skips og bryggju og allir fái þjónustu við hæfi. Segja má að þessi áhersla sé kjarninn í tillögum um aðgerðir í krabbameinsmálum sem samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor. Afar ánægjulegt er að samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar mun heilbrigðisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málaflokknum til fimm ára. Það verður stór áfangi fyrir íslenskt samfélag. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar krabbameina, hvetja til forvarna og aðgerða sem geta dregið úr hinum víðtæku, neikvæðu áhrifum þeirra. Á Íslandi greinast að meðaltali fimm einstaklingar með krabbamein á hverjum degi, allt árið um kring. Reynsla þeirra er sameiginleg á margan hátt en á sama tíma á hver og einn sína einstöku sögu og upplifun. Sögurnar eru jafnmargar og einstaklingarnir að baki þeim og djúpar og miklar tilfinningar eins og kvíði, seigla, sorg, von, ótti og léttir oft allsráðandi í þeim. Í krabbameinsþjónustu sem byggir á skýrri áætlun og markmiðum sem sett eru fram í ofangreindum tillögum skapast ráðrúm til að mæta þörfum hvers og eins. Með sameiginlegum markmiðum og skilningi á ólíkum þörfum næst árangur. Fjöldi fólks hefur sagt sína sögu í átaksmánuðum Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Sögurnar sýna betur en annað hversu einstök reynsla og upplifun hvers og eins er. Hér er hægt kynna sér frásagnir fólks sem hefur greinst með krabbamein eða átt ástvin með krabbamein Hlekkur á reynslusögusafn Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs Sigurður Gylfi Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir. Krabbameinsfélagið deilir framtíðarsýn með mörgum öðrum krabbameinsfélögum, að færri fái krabbamein, fleiri lifi þau af og geti lifað góðu lífi, með krabbamein og eftir að meðferð lýkur. En þrátt fyrir sameiginlega sýn er sérstaða Íslands talsverð. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er frábrugðin samsetningunni í Evrópu. Í árslok 2022 voru 15% þjóðarinnar eldri en 65 ára en 21% að meðaltali í Evrópu. Þetta breytist mjög hratt. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks og fjölgar þegar þjóðin eldist. Spáð er að árið 2040 verði krabbameinstilvikin orðin um 3.000 en eru um 2.000 í dag. Miklar framfarir eru í greiningu og meðferð krabbameina. Það gefur tækifæri til að gefa aukinn gaum að lífsgæðum fólks sem hefur lokið krabbameinsmeðferð eða lifir með langvinn krabbamein. Áskoranir dagsins í dag og fram á veginn felast ekki bara í þessari gríðarmiklu fjölgun heldur líka því að íslenskt samfélag verður sífellt fjölbreyttara. Íslendingar eru forréttindaþjóð. Það á líka við um heilsu og krabbamein eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu OECD um ójöfnuð tengdan krabbameinum. En blikur eru á lofti og margt sem huga þarf að. Ísland er í dag í fremstu röð varðandi árangur tengdan krabbameinum. Til að viðhalda þeim árangri og ná enn lengra þarf að takast á við ofangreindar áskoranir af festu og með skipulögðum hætti. Vítin eru til að varast þau og eitt af því sem læra má af öðrum þjóðum er mikilvægi þess að ójöfnuður varðandi krabbamein vaxi ekki hér á landi. Við þurfum að beita öllum leiðum til að tryggja að allir sitji við sama borð, þegar kemur að krabbameinum, burtséð frá til dæmis uppruna, búsetu eða menntun. Í stefnu Krabbameinsfélagsins er mikil áhersla á jöfnuð. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, stöðluð ferli fyrir alla allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, gæðastýrð þjónusta og fleira miðar allt að því að tryggja að enginn falli á milli skips og bryggju og allir fái þjónustu við hæfi. Segja má að þessi áhersla sé kjarninn í tillögum um aðgerðir í krabbameinsmálum sem samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor. Afar ánægjulegt er að samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar mun heilbrigðisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málaflokknum til fimm ára. Það verður stór áfangi fyrir íslenskt samfélag. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar krabbameina, hvetja til forvarna og aðgerða sem geta dregið úr hinum víðtæku, neikvæðu áhrifum þeirra. Á Íslandi greinast að meðaltali fimm einstaklingar með krabbamein á hverjum degi, allt árið um kring. Reynsla þeirra er sameiginleg á margan hátt en á sama tíma á hver og einn sína einstöku sögu og upplifun. Sögurnar eru jafnmargar og einstaklingarnir að baki þeim og djúpar og miklar tilfinningar eins og kvíði, seigla, sorg, von, ótti og léttir oft allsráðandi í þeim. Í krabbameinsþjónustu sem byggir á skýrri áætlun og markmiðum sem sett eru fram í ofangreindum tillögum skapast ráðrúm til að mæta þörfum hvers og eins. Með sameiginlegum markmiðum og skilningi á ólíkum þörfum næst árangur. Fjöldi fólks hefur sagt sína sögu í átaksmánuðum Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Sögurnar sýna betur en annað hversu einstök reynsla og upplifun hvers og eins er. Hér er hægt kynna sér frásagnir fólks sem hefur greinst með krabbamein eða átt ástvin með krabbamein Hlekkur á reynslusögusafn Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun