Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar 10. nóvember 2025 10:30 Vissirðu að á fyrri hluta þessa árs dróst raforkuframleiðsla úr kolum saman hvorttveggja í Kína og á Indlandi? Sú var raunin og það þrátt fyrir að raforkuvinnslan í löndunum í heild hafi aukist frá fyrra ári. Að orkukerfi tveggja fjölmennustu ríkja heims hafi þróast með þessum hætti vegur þyngst í því að á fyrri hluta ársins var raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti meiri en með því að brenna kolum. Í fyrsta skipti í meira en öld sótti mannkynið innan við þriðjung raforkuþarfar sinnar í kolabrennslu. Það eru ánægjuleg tímamót. Á fyrri hluta þessa árs jókst rafmagnsnotkun í heiminum frá árinu áður þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagsvexti. Það sem drífur þennan vöxt er aukin eftirspurn og á bak við hana er iðnaður af ýmsu tagi, raftækjum í notkun fjölgar, gagnaver kalla á orku og svo orkuskipti yfir í rafmagn. Vindur og sól í sókn Þessu erum við mannfólkið að svara í síauknu mæli með endurnýjanlegri orku og aukningin er mjög hressileg sérstaklega í nýtingu vinds og sólar. Samanlagt er reiknað með því að orkugjafarnir tveir standi undir um 20% raforkuvinnslu heimsins á næsta ári. Hlutdeild þeirra var 4% fyrir áratug. Kína og Indland eru í 1. og 3. sæti yfir þær þjóðir sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Þetta eru tvær fjölmennustu þjóðir heimsins og langt í frá að losa mest á hvern íbúa. Þar eru Vesturlönd – við þeirra á meðal – sporþyngri. Það er kannski ekki síst fyrir framtak Kínverja og Indverja í orkumálum að mannkyninu í heild er farið að miða í rétta átt í loftslagsmálum. (Í það minnsta jókst raforkuframleiðsla úr kolum hvorttveggja innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna frá í fyrra.) Höfum tekið stór skref – tökum fleiri Stærsta skref okkar Íslendinga í loftslagsmálum var að hagnýta jarðhita til húshitunar. Á höfuðborgarsvæðinu tók sú aðgerð um hálfa öld. Gróflega frá 1930 til 1980, en síðan þá hefur nánast hvert hús á svæðinu notið hitaveitu. Það hefur verið talsvert átak að fylgja þessu eftir því íbúafjöldi hefur meira en tvöfaldast frá því átakinu lauk og umfang húsnæðis aukist enn meira. Það er eiginlega skondið að jarðhitinn stendur líka á bak við helsta átak okkar í loftslagsmálum frá hitaveituvæðingunni. Orka náttúrunnar, sem hefur verið öðrum fyrirtækjum duglegra að byggja upp hleðslustöðvar, sækir nánast allt sitt rafmagn í jarðhitann á Hengilssvæðinu, sem líka skaffar okkur meira en helminginn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að boðlegir rafmagnsbílar komu á markað, fyrir rúmum áratug, hefur okkur gengið sæmilega að skipta út bílum. Af einstökum orkugjöfum nýskráðra bíla er rafmagn algengast nú í ár en það var dísill í fyrra. Aftur rafmagn árin tvö þar á undan, það er 2022 og 2023. 2021 var tengiltvinnárið mikla og svona höfum við verið svolítið rokkandi í þessu síðustu árin. Það stefnir þó í rétta átt og útreikningar ON benda til að bara rafmagnið sem það fyrirtæki hefur selt í gegnum hleðslukerfin sín hafi sparað 21 milljón lítra af eldsneyti sem kostað hefðu 5½ milljarð króna. Losun á tæpum 50 þúsund tonn af koldíoxíði spöruðust. Áhugaverð ráðstefna Í fyrramálið gengst Orka náttúrunnar fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem brýningin er skýr – klárum orkuskiptin á Íslandi. Þar tekur þátt lykilfólk í að stilla okkur þannig saman að orkuskipti í samgöngum geti tekið eitthvað færri áratugi en útbreiðsla hitaveitunnar. Nú þegar er einn að baki og við erum farin að sjá árangurinn því bráðabirgðatölur sýna að kolefnislosun vegna vegasamgangna dróst saman um 2,5% milli áranna 2023 og 2024. Það er einmitt í þessa átt sem við verðum að stefna – með Indverjum og Kínverjum. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Vissirðu að á fyrri hluta þessa árs dróst raforkuframleiðsla úr kolum saman hvorttveggja í Kína og á Indlandi? Sú var raunin og það þrátt fyrir að raforkuvinnslan í löndunum í heild hafi aukist frá fyrra ári. Að orkukerfi tveggja fjölmennustu ríkja heims hafi þróast með þessum hætti vegur þyngst í því að á fyrri hluta ársins var raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti meiri en með því að brenna kolum. Í fyrsta skipti í meira en öld sótti mannkynið innan við þriðjung raforkuþarfar sinnar í kolabrennslu. Það eru ánægjuleg tímamót. Á fyrri hluta þessa árs jókst rafmagnsnotkun í heiminum frá árinu áður þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagsvexti. Það sem drífur þennan vöxt er aukin eftirspurn og á bak við hana er iðnaður af ýmsu tagi, raftækjum í notkun fjölgar, gagnaver kalla á orku og svo orkuskipti yfir í rafmagn. Vindur og sól í sókn Þessu erum við mannfólkið að svara í síauknu mæli með endurnýjanlegri orku og aukningin er mjög hressileg sérstaklega í nýtingu vinds og sólar. Samanlagt er reiknað með því að orkugjafarnir tveir standi undir um 20% raforkuvinnslu heimsins á næsta ári. Hlutdeild þeirra var 4% fyrir áratug. Kína og Indland eru í 1. og 3. sæti yfir þær þjóðir sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Þetta eru tvær fjölmennustu þjóðir heimsins og langt í frá að losa mest á hvern íbúa. Þar eru Vesturlönd – við þeirra á meðal – sporþyngri. Það er kannski ekki síst fyrir framtak Kínverja og Indverja í orkumálum að mannkyninu í heild er farið að miða í rétta átt í loftslagsmálum. (Í það minnsta jókst raforkuframleiðsla úr kolum hvorttveggja innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna frá í fyrra.) Höfum tekið stór skref – tökum fleiri Stærsta skref okkar Íslendinga í loftslagsmálum var að hagnýta jarðhita til húshitunar. Á höfuðborgarsvæðinu tók sú aðgerð um hálfa öld. Gróflega frá 1930 til 1980, en síðan þá hefur nánast hvert hús á svæðinu notið hitaveitu. Það hefur verið talsvert átak að fylgja þessu eftir því íbúafjöldi hefur meira en tvöfaldast frá því átakinu lauk og umfang húsnæðis aukist enn meira. Það er eiginlega skondið að jarðhitinn stendur líka á bak við helsta átak okkar í loftslagsmálum frá hitaveituvæðingunni. Orka náttúrunnar, sem hefur verið öðrum fyrirtækjum duglegra að byggja upp hleðslustöðvar, sækir nánast allt sitt rafmagn í jarðhitann á Hengilssvæðinu, sem líka skaffar okkur meira en helminginn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að boðlegir rafmagnsbílar komu á markað, fyrir rúmum áratug, hefur okkur gengið sæmilega að skipta út bílum. Af einstökum orkugjöfum nýskráðra bíla er rafmagn algengast nú í ár en það var dísill í fyrra. Aftur rafmagn árin tvö þar á undan, það er 2022 og 2023. 2021 var tengiltvinnárið mikla og svona höfum við verið svolítið rokkandi í þessu síðustu árin. Það stefnir þó í rétta átt og útreikningar ON benda til að bara rafmagnið sem það fyrirtæki hefur selt í gegnum hleðslukerfin sín hafi sparað 21 milljón lítra af eldsneyti sem kostað hefðu 5½ milljarð króna. Losun á tæpum 50 þúsund tonn af koldíoxíði spöruðust. Áhugaverð ráðstefna Í fyrramálið gengst Orka náttúrunnar fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem brýningin er skýr – klárum orkuskiptin á Íslandi. Þar tekur þátt lykilfólk í að stilla okkur þannig saman að orkuskipti í samgöngum geti tekið eitthvað færri áratugi en útbreiðsla hitaveitunnar. Nú þegar er einn að baki og við erum farin að sjá árangurinn því bráðabirgðatölur sýna að kolefnislosun vegna vegasamgangna dróst saman um 2,5% milli áranna 2023 og 2024. Það er einmitt í þessa átt sem við verðum að stefna – með Indverjum og Kínverjum. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar