Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar 10. nóvember 2025 15:02 Umræðan um klukkuna er sígilt þrætumál hér á landi. Rökin með og á móti hafa að mestu leyti ekkert breyst frá árinu 1968 þega ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ákvað að færa klukkuna fram um eina klukkustund og miða hana allt árið við Greenwich Mean Time (UTC). Breytingin var gerð á viðskiptalegum forsendum, rökstudd með því að Ísland yrði þá á sama tímabelti og Bretland og flest ríki Evrópu. Það merkilega gerðist skömmu síðar að Bretar og Evrópuríkin tóku upp vor- og hausttíma, breyttu klukkunni tvisvar á ári. Meginrökin frá 1968 voru því markleysa nánast frá upphafi! Við höfum hvorki notið þess hagræðis eða samræmis sem stefnt var að né lifað í takt við náttúrulegan sólartíma. Rökin fyrir breytingu á klukkunni hafa sífellt orðið veigameiri með ítarlegri rannsóknum á lífsgæðum og lýðheilsu. En Íslandsklukkan stendur í stað. Óbreytt ár frá ári. Tregðulögmálið er illskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að rök og rannsóknir liggja á borðinu. Auðvitað kostar eitthvað fyrir ríki og atvinnulíf að samstilla tölvukerfi við slíka breytingu en ef þjóðir álfunnar geta staðið fyrir slíkum breytingum tvisvar á ári ætti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja út fyrir þeim kostnaði, í eitt skipti. Því við erum ekki að tala um tilfærslur að vori og hausti heldur að færa klukkuna aftur í það sem hún var fyrir árið 1968, í UTC-1. Þá værum við sem þjóð í betri samhljómi við sól og líkamsklukku. Þegar sól er hæst á lofti í Kópavogi er klukkan ekki tólf eins og hún ætti að vera. Hún er að verða hálftvö! Við erum því nánast hálfum öðrum tíma á undan náttúrunni. Gott að vera fremstur meðal jafningja en að þessu leyti er það ekki aðeins óheppilegt heldur skaðlegt. Fræðafólk kallar þetta samfélagslega flugþreytu (social jet lag) og afleiðingarnar eru þekktar: fólk sefur minna, vaknar þreyttara og nær síður að hvílast. Íslenskar rannsóknir sýna að ungmenni sofa að jafnaði einum til tveimur klukkustundum of lítið á virkum dögum. Það hefur áhrif á einbeitingu, námsárangur og almenna líðan. Ef klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund kæmi dagsbirtan fyrr á morgnana og rökkva tæki fyrr á kvöldin. Það er endalaust hægt að deila um það hvað ávinnst, hvað glatast, en meginrökin hljóta að vera þau að klukkan á veggnum og líkamsklukkan ganga ekki í takt. Til þess að okkur líði vel þurfa þær báðar að slá í takt, líkamsklukkan og Íslandsklukkan. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Klukkan á Íslandi Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðan um klukkuna er sígilt þrætumál hér á landi. Rökin með og á móti hafa að mestu leyti ekkert breyst frá árinu 1968 þega ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ákvað að færa klukkuna fram um eina klukkustund og miða hana allt árið við Greenwich Mean Time (UTC). Breytingin var gerð á viðskiptalegum forsendum, rökstudd með því að Ísland yrði þá á sama tímabelti og Bretland og flest ríki Evrópu. Það merkilega gerðist skömmu síðar að Bretar og Evrópuríkin tóku upp vor- og hausttíma, breyttu klukkunni tvisvar á ári. Meginrökin frá 1968 voru því markleysa nánast frá upphafi! Við höfum hvorki notið þess hagræðis eða samræmis sem stefnt var að né lifað í takt við náttúrulegan sólartíma. Rökin fyrir breytingu á klukkunni hafa sífellt orðið veigameiri með ítarlegri rannsóknum á lífsgæðum og lýðheilsu. En Íslandsklukkan stendur í stað. Óbreytt ár frá ári. Tregðulögmálið er illskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að rök og rannsóknir liggja á borðinu. Auðvitað kostar eitthvað fyrir ríki og atvinnulíf að samstilla tölvukerfi við slíka breytingu en ef þjóðir álfunnar geta staðið fyrir slíkum breytingum tvisvar á ári ætti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja út fyrir þeim kostnaði, í eitt skipti. Því við erum ekki að tala um tilfærslur að vori og hausti heldur að færa klukkuna aftur í það sem hún var fyrir árið 1968, í UTC-1. Þá værum við sem þjóð í betri samhljómi við sól og líkamsklukku. Þegar sól er hæst á lofti í Kópavogi er klukkan ekki tólf eins og hún ætti að vera. Hún er að verða hálftvö! Við erum því nánast hálfum öðrum tíma á undan náttúrunni. Gott að vera fremstur meðal jafningja en að þessu leyti er það ekki aðeins óheppilegt heldur skaðlegt. Fræðafólk kallar þetta samfélagslega flugþreytu (social jet lag) og afleiðingarnar eru þekktar: fólk sefur minna, vaknar þreyttara og nær síður að hvílast. Íslenskar rannsóknir sýna að ungmenni sofa að jafnaði einum til tveimur klukkustundum of lítið á virkum dögum. Það hefur áhrif á einbeitingu, námsárangur og almenna líðan. Ef klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund kæmi dagsbirtan fyrr á morgnana og rökkva tæki fyrr á kvöldin. Það er endalaust hægt að deila um það hvað ávinnst, hvað glatast, en meginrökin hljóta að vera þau að klukkan á veggnum og líkamsklukkan ganga ekki í takt. Til þess að okkur líði vel þurfa þær báðar að slá í takt, líkamsklukkan og Íslandsklukkan. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar