Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson og Baldur Borgþórsson skrifa 10. nóvember 2025 07:15 Á fyrri hluta árs 2024, skaut upp kollinum frétt um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM Tryggingar af Kvikubanka. Umsamið kaupverð var 28,6 milljarðar. Þetta var sannarlega óvænt því nokkrum mánuðum áður hafði slitnað upp úr samningsviðræðum milli Íslandsbanka og Kviku um sama félag, TM. Þar hafði Kvika sett TM fram í sameiningarviðræðum á verðinu 21 milljarðar. Það þótti of hátt og sameiningarviðræðum hætt vegna þess og annarra þátta. Hvernig má það vera að aðeins fáum mánuðum síðar geri Landsbankinn tilboð upp á 28,6 milljarða í TM? Félag sem Íslandsbanki vildi ekki fyrir 21 milljarð? Svarið er einfalt. Kaupverðið var stillt af með tilliti til eiginfjárstöðu LÍ og var 9,5% af eigin fé bankans á þeim tímapunkti. Hvers vegna? Vegna þess að stjórnendur bankans þurfa ekki samþykki eiganda, þjóðarinnar, ef kaupverðið er undir 10,0% af eiginfjárstöðu. En þar með er sagan aldeilis ekki öll. Þegar kaupin eru loks gerð upp í febrúar 2025 er kaupverðið ekki lengur 28,6 milljarðar heldur 32,3 sem er 10,66% af eiginfjárstöðu LÍ þegar kaupin voru gerð og því ætti skylda um leyfi eiganda að gilda! Þrjú þúsund og sjö hundruð milljónum hærra en umsamið kaupverð! Hvers vegna? Svarið er einfalt – 32,3 milljarðar eru 9,94% af ,,nýrri´´ eiginfjárstöðu LÍ og: Þá þurfa stjórnendur bankans ekki samþykki eiganda bankans, þjóðarinnar. Þetta var útskýrt sem ,,aðlagað kaupverð.´´ Eigendur Kvikubanka héldu auðvitað mikla veislu í kjölfarið og tilkynntu um útgreiðslu íturvaxinna arðgreiðslna upp á 23 milljarða til hluthafa þann 23.mars 2025 (heimild Viðskiptablaðið). Auðvitað. Það er svo ekki sé meira sagt, áhugavert að skoða þann hóp og sjá hverjir þar leynast og hvaða stjórnmálaflokkum þeir tilheyra. Það er ærið verkefni sem við leggjum í hendur blaðamanna með dug. Við vitum ekki með ykkur en okkur er ekki skemmt. Er ekki kominn tími á breytingar? Höfundar eru forsvarsmenn Okkar Borg – Þvert á Flokka, framboð til borgarstjórnar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Baldur Borgþórsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á fyrri hluta árs 2024, skaut upp kollinum frétt um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM Tryggingar af Kvikubanka. Umsamið kaupverð var 28,6 milljarðar. Þetta var sannarlega óvænt því nokkrum mánuðum áður hafði slitnað upp úr samningsviðræðum milli Íslandsbanka og Kviku um sama félag, TM. Þar hafði Kvika sett TM fram í sameiningarviðræðum á verðinu 21 milljarðar. Það þótti of hátt og sameiningarviðræðum hætt vegna þess og annarra þátta. Hvernig má það vera að aðeins fáum mánuðum síðar geri Landsbankinn tilboð upp á 28,6 milljarða í TM? Félag sem Íslandsbanki vildi ekki fyrir 21 milljarð? Svarið er einfalt. Kaupverðið var stillt af með tilliti til eiginfjárstöðu LÍ og var 9,5% af eigin fé bankans á þeim tímapunkti. Hvers vegna? Vegna þess að stjórnendur bankans þurfa ekki samþykki eiganda, þjóðarinnar, ef kaupverðið er undir 10,0% af eiginfjárstöðu. En þar með er sagan aldeilis ekki öll. Þegar kaupin eru loks gerð upp í febrúar 2025 er kaupverðið ekki lengur 28,6 milljarðar heldur 32,3 sem er 10,66% af eiginfjárstöðu LÍ þegar kaupin voru gerð og því ætti skylda um leyfi eiganda að gilda! Þrjú þúsund og sjö hundruð milljónum hærra en umsamið kaupverð! Hvers vegna? Svarið er einfalt – 32,3 milljarðar eru 9,94% af ,,nýrri´´ eiginfjárstöðu LÍ og: Þá þurfa stjórnendur bankans ekki samþykki eiganda bankans, þjóðarinnar. Þetta var útskýrt sem ,,aðlagað kaupverð.´´ Eigendur Kvikubanka héldu auðvitað mikla veislu í kjölfarið og tilkynntu um útgreiðslu íturvaxinna arðgreiðslna upp á 23 milljarða til hluthafa þann 23.mars 2025 (heimild Viðskiptablaðið). Auðvitað. Það er svo ekki sé meira sagt, áhugavert að skoða þann hóp og sjá hverjir þar leynast og hvaða stjórnmálaflokkum þeir tilheyra. Það er ærið verkefni sem við leggjum í hendur blaðamanna með dug. Við vitum ekki með ykkur en okkur er ekki skemmt. Er ekki kominn tími á breytingar? Höfundar eru forsvarsmenn Okkar Borg – Þvert á Flokka, framboð til borgarstjórnar 2026.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar