Erlent

Kín­verjar grípa til að­gerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tollarnir gagnvart Bandaríkjunum taka gildi 10. febrúar næstkomandi.
Tollarnir gagnvart Bandaríkjunum taka gildi 10. febrúar næstkomandi. Getty/Thomas Peter

Stjórnvöld í Kína hafa tilkynnt að þau hyggist leggja 15 prósent toll á kol og náttúrugas frá Bandaríkjunum og 10 prósent á hráolíu, landbúnaðartæki og sumar bifreiðar.

Ákvörðunin var tilkynnt nokkrum mínútum eftir að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjanna um að leggja 10 prósent toll á allan innflutning frá Kína tók gildi í nótt.

Yfirvöld í Kína hafa einnig tilkynnt að þau hyggist leggja útfluningstakmarkanir á steinefni og málma á borð við volfram, tellúr, rúþen og mólýbden. Efnin eru fágæt og mikilvæg, meðal annars í þróun hreinna orkugjafa.

Þá hefur einnig verið tilkynnt um opinbera rannsókn á tæknirisanum Google.

Trump ákvað í gær að fresta tollum gagnvart Mexíkó og Kanada um 30 daga, gegn fyrirheitum um aðgerðir á landamærum ríkjanna. Kínverjum var hins vegar ekki veittur neinn slíkur frestur.

Bandaríkjaforseti er sagður munu ræða við Xi Jinping, forseta Kína, síðar í vikunni.


Tengdar fréttir

Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta umfangsmiklum tollum á Mexíkó. Í staðinn munu yfirvöld þar senda tíu þúsund hermenn að landamærum ríkjanna og auka þar eftirlit.

Hvað gengur Trump til með tollum?

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×