Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 09:04 Þið eruð klikkuð, sagði Dagur Sigurðsson uppi á sviði í beinni útsendingu RTL í gær. Skjáskot/RTL Dagur Sigurðsson flutti stutt og skýr skilaboð til þeirra tugþúsunda króatískra aðdáenda sem í gær hópuðust saman á torgi í miðborg Zagreb til að fagna Degi og hans mönnum eftir silfurverðlaunin á HM í handbolta. „Hvernig líður þér?“ var Dagur spurður áður en hann tók til máls uppi á sviðinu. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur í bragði og þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Dagur Sigurðsson had only one message for the croatian people. 😂🇭🇷 pic.twitter.com/bFoqnNZB3D— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Dagur sagði ekki mikið fleira en bætti þó við: „Ég vil bara segja að ég elska ykkur öll. Ég elska liðið mitt en ég elska Pesic mest,“ sagði Dagur léttur og faðmaði síðan hinn 35 ára gamla markvörð Ivan Pesic sem mun hafa verið að spila sína síðustu landsleiki, líkt og goðsögnin Domagoj Duvnjak. Dagur varð fyrir tæpu ári síðan fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við króatíska landsliðinu, sem svo lengi var í allra fremstu röð í heiminum en hafði ekki unnið verðlaun á stórmóti síðan á EM 2016. Ýmsar gagnrýnisraddir heyrðust en króatískir miðlar lýsa því hvernig Dagur náði fljótt að vinna menn á sitt band. Hann hafi til að mynda strax lært króatíska þjóðsönginn og lagt sig fram við að aðlagast króatískri menningu. Frammistaðan á HM tók svo af allan vafa og Dagur er kominn á spjöld sögunnar hjá króatíska liðinu. GREATEST SPORTING NATION IN THE WORLD🇭🇷🇭🇷Croatia welcomed world silver medalists like HEROESTens of thousands have gathered on the Jelačić-plac, Zagreb is one fire🔥WORLD CHAMPIONS IN CELEBRATIONS🏆 pic.twitter.com/rmcA3B8Qwt— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Króatar unnu frækna sigra á heimavelli sínum á HM en flugu svo til Noregs í úrslitaleikinn við Danmörku þar sem liðið beið lægri hlut. Dagur hafði á orði eftir þann leik að fróðlegt hefði verið að sjá þann leik fara fram í Zagreb, greinilega fullviss um mikilvægi króatískra stuðningsmanna sem eins og fyrr segir fjölmenntu til að fagna Degi og hans mönnum við heimkomuna í gær. Dagur, sem er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á HM karla í handbolta, hefur gefið út að hann muni áfram þjálfa Króatíu og er þegar farinn að horfa til þess að móta lið sem náð gæti árangri á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
„Hvernig líður þér?“ var Dagur spurður áður en hann tók til máls uppi á sviðinu. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur í bragði og þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Dagur Sigurðsson had only one message for the croatian people. 😂🇭🇷 pic.twitter.com/bFoqnNZB3D— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Dagur sagði ekki mikið fleira en bætti þó við: „Ég vil bara segja að ég elska ykkur öll. Ég elska liðið mitt en ég elska Pesic mest,“ sagði Dagur léttur og faðmaði síðan hinn 35 ára gamla markvörð Ivan Pesic sem mun hafa verið að spila sína síðustu landsleiki, líkt og goðsögnin Domagoj Duvnjak. Dagur varð fyrir tæpu ári síðan fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við króatíska landsliðinu, sem svo lengi var í allra fremstu röð í heiminum en hafði ekki unnið verðlaun á stórmóti síðan á EM 2016. Ýmsar gagnrýnisraddir heyrðust en króatískir miðlar lýsa því hvernig Dagur náði fljótt að vinna menn á sitt band. Hann hafi til að mynda strax lært króatíska þjóðsönginn og lagt sig fram við að aðlagast króatískri menningu. Frammistaðan á HM tók svo af allan vafa og Dagur er kominn á spjöld sögunnar hjá króatíska liðinu. GREATEST SPORTING NATION IN THE WORLD🇭🇷🇭🇷Croatia welcomed world silver medalists like HEROESTens of thousands have gathered on the Jelačić-plac, Zagreb is one fire🔥WORLD CHAMPIONS IN CELEBRATIONS🏆 pic.twitter.com/rmcA3B8Qwt— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Króatar unnu frækna sigra á heimavelli sínum á HM en flugu svo til Noregs í úrslitaleikinn við Danmörku þar sem liðið beið lægri hlut. Dagur hafði á orði eftir þann leik að fróðlegt hefði verið að sjá þann leik fara fram í Zagreb, greinilega fullviss um mikilvægi króatískra stuðningsmanna sem eins og fyrr segir fjölmenntu til að fagna Degi og hans mönnum við heimkomuna í gær. Dagur, sem er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á HM karla í handbolta, hefur gefið út að hann muni áfram þjálfa Króatíu og er þegar farinn að horfa til þess að móta lið sem náð gæti árangri á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni