Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 09:04 Þið eruð klikkuð, sagði Dagur Sigurðsson uppi á sviði í beinni útsendingu RTL í gær. Skjáskot/RTL Dagur Sigurðsson flutti stutt og skýr skilaboð til þeirra tugþúsunda króatískra aðdáenda sem í gær hópuðust saman á torgi í miðborg Zagreb til að fagna Degi og hans mönnum eftir silfurverðlaunin á HM í handbolta. „Hvernig líður þér?“ var Dagur spurður áður en hann tók til máls uppi á sviðinu. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur í bragði og þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Dagur Sigurðsson had only one message for the croatian people. 😂🇭🇷 pic.twitter.com/bFoqnNZB3D— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Dagur sagði ekki mikið fleira en bætti þó við: „Ég vil bara segja að ég elska ykkur öll. Ég elska liðið mitt en ég elska Pesic mest,“ sagði Dagur léttur og faðmaði síðan hinn 35 ára gamla markvörð Ivan Pesic sem mun hafa verið að spila sína síðustu landsleiki, líkt og goðsögnin Domagoj Duvnjak. Dagur varð fyrir tæpu ári síðan fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við króatíska landsliðinu, sem svo lengi var í allra fremstu röð í heiminum en hafði ekki unnið verðlaun á stórmóti síðan á EM 2016. Ýmsar gagnrýnisraddir heyrðust en króatískir miðlar lýsa því hvernig Dagur náði fljótt að vinna menn á sitt band. Hann hafi til að mynda strax lært króatíska þjóðsönginn og lagt sig fram við að aðlagast króatískri menningu. Frammistaðan á HM tók svo af allan vafa og Dagur er kominn á spjöld sögunnar hjá króatíska liðinu. GREATEST SPORTING NATION IN THE WORLD🇭🇷🇭🇷Croatia welcomed world silver medalists like HEROESTens of thousands have gathered on the Jelačić-plac, Zagreb is one fire🔥WORLD CHAMPIONS IN CELEBRATIONS🏆 pic.twitter.com/rmcA3B8Qwt— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Króatar unnu frækna sigra á heimavelli sínum á HM en flugu svo til Noregs í úrslitaleikinn við Danmörku þar sem liðið beið lægri hlut. Dagur hafði á orði eftir þann leik að fróðlegt hefði verið að sjá þann leik fara fram í Zagreb, greinilega fullviss um mikilvægi króatískra stuðningsmanna sem eins og fyrr segir fjölmenntu til að fagna Degi og hans mönnum við heimkomuna í gær. Dagur, sem er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á HM karla í handbolta, hefur gefið út að hann muni áfram þjálfa Króatíu og er þegar farinn að horfa til þess að móta lið sem náð gæti árangri á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
„Hvernig líður þér?“ var Dagur spurður áður en hann tók til máls uppi á sviðinu. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur í bragði og þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Dagur Sigurðsson had only one message for the croatian people. 😂🇭🇷 pic.twitter.com/bFoqnNZB3D— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Dagur sagði ekki mikið fleira en bætti þó við: „Ég vil bara segja að ég elska ykkur öll. Ég elska liðið mitt en ég elska Pesic mest,“ sagði Dagur léttur og faðmaði síðan hinn 35 ára gamla markvörð Ivan Pesic sem mun hafa verið að spila sína síðustu landsleiki, líkt og goðsögnin Domagoj Duvnjak. Dagur varð fyrir tæpu ári síðan fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við króatíska landsliðinu, sem svo lengi var í allra fremstu röð í heiminum en hafði ekki unnið verðlaun á stórmóti síðan á EM 2016. Ýmsar gagnrýnisraddir heyrðust en króatískir miðlar lýsa því hvernig Dagur náði fljótt að vinna menn á sitt band. Hann hafi til að mynda strax lært króatíska þjóðsönginn og lagt sig fram við að aðlagast króatískri menningu. Frammistaðan á HM tók svo af allan vafa og Dagur er kominn á spjöld sögunnar hjá króatíska liðinu. GREATEST SPORTING NATION IN THE WORLD🇭🇷🇭🇷Croatia welcomed world silver medalists like HEROESTens of thousands have gathered on the Jelačić-plac, Zagreb is one fire🔥WORLD CHAMPIONS IN CELEBRATIONS🏆 pic.twitter.com/rmcA3B8Qwt— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Króatar unnu frækna sigra á heimavelli sínum á HM en flugu svo til Noregs í úrslitaleikinn við Danmörku þar sem liðið beið lægri hlut. Dagur hafði á orði eftir þann leik að fróðlegt hefði verið að sjá þann leik fara fram í Zagreb, greinilega fullviss um mikilvægi króatískra stuðningsmanna sem eins og fyrr segir fjölmenntu til að fagna Degi og hans mönnum við heimkomuna í gær. Dagur, sem er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á HM karla í handbolta, hefur gefið út að hann muni áfram þjálfa Króatíu og er þegar farinn að horfa til þess að móta lið sem náð gæti árangri á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30