Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2025 11:36 Feðgarnir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon eru stærstu einkafjárfestarnir í eigendahópi Eyris Invest. Vísir Í kjölfar samruna Marel hf. og John Bean Technologies Corporation er Eyrir Invest hf. einn stærsti hluthafi í JBT Marel Corporation með 6,6 prósenta eignarhlut, sem er um 62 milljarða króna virði. Eyrir Invest hefur gert upp allar skuldbindingar við lánveitendur og er nú skuldlaus. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Eyri segir að félagið standi á tímamótum og skuldleysið undirstriki styrk félagsins á þeim tímamótum. Samruni Marel og JBT, sem studdur hafi verið af Eyri Invest, leggi traustan grunn að framtíðarvexti sameinaðs félags. JBT Marel sé leiðandi alþjóðlegur framleiðandi á búnaði, samþættri tækni og þjónustu fyrir matvæla- og drykkjarvöruiðnaðinn. Markmið félagsins sé að umbreyta framtíð matvælaframleiðslu. Starfsmenn um tólf þúsund Tekjur JBT Marel síðustu tólf mánuði hafi numið um 3,5 milljörðum bandaríkjadala og starfsmenn séu um tólf þúsund í yfir þrjátíu löndum. Hlutabréf félagsins séu skráð í kauphöllinni í New York og tvískráð hér á landi. „Þetta eru spennandi tímamót fyrir Eyri Invest, Marel og JBT. Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessari einstöku vegferð sem hefur skilað þessari farsælu niðurstöðu og við hlökkum til að fylgjast með framtíð þessa öfluga félags,“ er haft eftir Friðriki Jóhannssyni, stjórnarformanni Eyris Invest. Meginþorri eigna bundinn í JBT Marel Þá segir í tilkynningu að Eyrir Invest hafi verið kjölfestufjárfestir í Marel frá árinu 2005 og hafi með aðkomu sinni átt stóran þátt í vexti og þróun félagsins. Á síðustu tveimur áratugum hafu tekjur Marels aukist úr 129 milljónum evra í yfir 1.700 milljónir evra og starfsmannafjöldi aukist úr 800 í yfir 7.000 starfsmenn í yfir þrjátíu löndum. Á sama tímabili hafi Marel skilað ávöxtun til hluthafa sem hafi verið sambærileg við bestu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu. Samruni Marel og JBT sé í samræmi við langtímasýn Eyris Invest fyrir vöxt og viðgang Marel. Hluthafahópur Eyris Invest samanstandi af fjársterkum einstaklingum og stofnanafjárfestum sem hafi stutt félagið dyggilega í gegnum tíðina. Til að tryggja áframhaldandi gagnsæi og samráð við hluthafa muni Eyrir Invest halda hluthafafund í febrúar. Á fundinum verði farið yfir stöðu félagsins og tillögur stjórnar um framhaldið kynntar. Um níutíu prósent af eignum félagsins séu hlutabréf í JBT Marel. Markaðsvirði sameinaðs félags JBT og Marel er þegar þessi frétt er skrifuð um það bil 940 milljarðar króna. 6,6 prósenta hlutur Eyris er því um 62 milljarða króna virði. Feðgarnir stærstu eigendurnir Stærstu eigendur félagsins eru feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson og tengdir fjárfestar. Þeir fara samanlagt með 39 prósenta hlut í félaginu. Árni Oddur var stjórnarformaður Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi sinnti hann í tíu ár. Þórður var um árabil stjórnarformaður Eyris en þeir feðgar stofnuðu félagið fyrir rúmum tveimur áratugum. JBT Marel Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Yfirtaka JBT á Marel hafði talsverð áhrif á gengi krónunnar árið 2024, sem hækkaði um fjögur prósent á árinu. Krónan hefur ekki verið stöðugri frá árinu 2015. 20. janúar 2025 11:02 Fékk yfir þrjú hundruð milljóna bónus þegar samruni JBT og Marel kláraðist Árni Sigurðsson, sem er núna tekinn við sem aðstoðarforstjóri JBT-Marel, fékk í sinn hlut sérstaka bónusgreiðslu upp á samanlagt meira en þrjú hundruð milljónir króna þegar risasamruni félaganna formlega kláraðist í byrjun þessa árs. Til viðbótar fær Árni einnig umtalsverðan árangurstengdan kaupauka vegna ársins 2024 og samkvæmt nýjum ráðningarsamningi innihalda launakjör hans hjá sameinuðu fyrirtæki margvíslegar hvatatengdar greiðslur, meðal annars umfangsmikla kauprétti og annars konar bónusgreiðslur. 13. janúar 2025 13:14 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Eyri segir að félagið standi á tímamótum og skuldleysið undirstriki styrk félagsins á þeim tímamótum. Samruni Marel og JBT, sem studdur hafi verið af Eyri Invest, leggi traustan grunn að framtíðarvexti sameinaðs félags. JBT Marel sé leiðandi alþjóðlegur framleiðandi á búnaði, samþættri tækni og þjónustu fyrir matvæla- og drykkjarvöruiðnaðinn. Markmið félagsins sé að umbreyta framtíð matvælaframleiðslu. Starfsmenn um tólf þúsund Tekjur JBT Marel síðustu tólf mánuði hafi numið um 3,5 milljörðum bandaríkjadala og starfsmenn séu um tólf þúsund í yfir þrjátíu löndum. Hlutabréf félagsins séu skráð í kauphöllinni í New York og tvískráð hér á landi. „Þetta eru spennandi tímamót fyrir Eyri Invest, Marel og JBT. Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessari einstöku vegferð sem hefur skilað þessari farsælu niðurstöðu og við hlökkum til að fylgjast með framtíð þessa öfluga félags,“ er haft eftir Friðriki Jóhannssyni, stjórnarformanni Eyris Invest. Meginþorri eigna bundinn í JBT Marel Þá segir í tilkynningu að Eyrir Invest hafi verið kjölfestufjárfestir í Marel frá árinu 2005 og hafi með aðkomu sinni átt stóran þátt í vexti og þróun félagsins. Á síðustu tveimur áratugum hafu tekjur Marels aukist úr 129 milljónum evra í yfir 1.700 milljónir evra og starfsmannafjöldi aukist úr 800 í yfir 7.000 starfsmenn í yfir þrjátíu löndum. Á sama tímabili hafi Marel skilað ávöxtun til hluthafa sem hafi verið sambærileg við bestu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu. Samruni Marel og JBT sé í samræmi við langtímasýn Eyris Invest fyrir vöxt og viðgang Marel. Hluthafahópur Eyris Invest samanstandi af fjársterkum einstaklingum og stofnanafjárfestum sem hafi stutt félagið dyggilega í gegnum tíðina. Til að tryggja áframhaldandi gagnsæi og samráð við hluthafa muni Eyrir Invest halda hluthafafund í febrúar. Á fundinum verði farið yfir stöðu félagsins og tillögur stjórnar um framhaldið kynntar. Um níutíu prósent af eignum félagsins séu hlutabréf í JBT Marel. Markaðsvirði sameinaðs félags JBT og Marel er þegar þessi frétt er skrifuð um það bil 940 milljarðar króna. 6,6 prósenta hlutur Eyris er því um 62 milljarða króna virði. Feðgarnir stærstu eigendurnir Stærstu eigendur félagsins eru feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson og tengdir fjárfestar. Þeir fara samanlagt með 39 prósenta hlut í félaginu. Árni Oddur var stjórnarformaður Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi sinnti hann í tíu ár. Þórður var um árabil stjórnarformaður Eyris en þeir feðgar stofnuðu félagið fyrir rúmum tveimur áratugum.
JBT Marel Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Yfirtaka JBT á Marel hafði talsverð áhrif á gengi krónunnar árið 2024, sem hækkaði um fjögur prósent á árinu. Krónan hefur ekki verið stöðugri frá árinu 2015. 20. janúar 2025 11:02 Fékk yfir þrjú hundruð milljóna bónus þegar samruni JBT og Marel kláraðist Árni Sigurðsson, sem er núna tekinn við sem aðstoðarforstjóri JBT-Marel, fékk í sinn hlut sérstaka bónusgreiðslu upp á samanlagt meira en þrjú hundruð milljónir króna þegar risasamruni félaganna formlega kláraðist í byrjun þessa árs. Til viðbótar fær Árni einnig umtalsverðan árangurstengdan kaupauka vegna ársins 2024 og samkvæmt nýjum ráðningarsamningi innihalda launakjör hans hjá sameinuðu fyrirtæki margvíslegar hvatatengdar greiðslur, meðal annars umfangsmikla kauprétti og annars konar bónusgreiðslur. 13. janúar 2025 13:14 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Yfirtaka JBT á Marel hafði talsverð áhrif á gengi krónunnar árið 2024, sem hækkaði um fjögur prósent á árinu. Krónan hefur ekki verið stöðugri frá árinu 2015. 20. janúar 2025 11:02
Fékk yfir þrjú hundruð milljóna bónus þegar samruni JBT og Marel kláraðist Árni Sigurðsson, sem er núna tekinn við sem aðstoðarforstjóri JBT-Marel, fékk í sinn hlut sérstaka bónusgreiðslu upp á samanlagt meira en þrjú hundruð milljónir króna þegar risasamruni félaganna formlega kláraðist í byrjun þessa árs. Til viðbótar fær Árni einnig umtalsverðan árangurstengdan kaupauka vegna ársins 2024 og samkvæmt nýjum ráðningarsamningi innihalda launakjör hans hjá sameinuðu fyrirtæki margvíslegar hvatatengdar greiðslur, meðal annars umfangsmikla kauprétti og annars konar bónusgreiðslur. 13. janúar 2025 13:14