Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 14:36 Von er á veseni á Keflavíkurflugvelli næstu tvo daga sökum veðurs. vísir/vilhelm Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en seinkun verður á flugi til Tenerife. Flugi frá Evrópu til Íslands eftir hádegið á morgun verður hins vegar seinkað um 24 tíma. Þá verður öllu flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis á morgun aflýst. Innanlandsflug er enn sem komið er á áætlun en mögulegt er að komi til raskana á því. Áfram verður búist við röskunum á fimmtudaginn. Alls hefur 38 flugferðum Icelandair til og frá landinu á miðvikudag og fimmtudag verið aflýst. „Farþegar sem áttu bókað með flugi sem nú hefur verið aflýst verða endurbókaðir og munu fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar má búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt sé að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki sé þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu. Uppfærðar upplýsingar um breytingar á flugi má finna á heimasíðu Icelandair. Play aflýsir öllum nema þremur Play aflýsir öllum áætlunarferðum sínum frá Keflavíkurflugvelli á morgun nema þremur vegna óveðursins. PLAY gerir ráð fyrir að áætlunarferðir til Tenerife, Fuerteventura og Las Palmas verði farnar nærri hádegi á morgun en búið er að aflýsa öllum öðrum ferðum sökum veðurs. Í tilkynningu frá Play segir að farþegar sem eigi bókað í áætlunarferð sem hafi verið aflýst á morgun séu beðnir um að fylgjast vel með tölvupóstum frá flugfélaginu þar sem þeir geta sjálfir valið um næstu skref. „Ef farþegum berast ekki upplýsingar vegna breytinga á flugi eru þeir beðnir um að kanna hvort tengliðaupplýsingar eru rétt skráðar í bókuninni á MyPLAY. Þá getur einnig verið að tengiliðaupplýsingar séu ekki rétt skráðar ef farþegar keyptu ferðina í gegnum þriðja aðila. Er þá best að heyra í þjónustuveri PLAY og fá það leiðrétt,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að Play geri ráð fyrir því að flugáætlun verði óbreytt á fimmtudag. „Fylgst verður vel með gangi mála og farþegar látnir vita ef veðurspár horfa til verri vegar,“ segir að lokum. Veður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en seinkun verður á flugi til Tenerife. Flugi frá Evrópu til Íslands eftir hádegið á morgun verður hins vegar seinkað um 24 tíma. Þá verður öllu flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis á morgun aflýst. Innanlandsflug er enn sem komið er á áætlun en mögulegt er að komi til raskana á því. Áfram verður búist við röskunum á fimmtudaginn. Alls hefur 38 flugferðum Icelandair til og frá landinu á miðvikudag og fimmtudag verið aflýst. „Farþegar sem áttu bókað með flugi sem nú hefur verið aflýst verða endurbókaðir og munu fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar má búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt sé að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki sé þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu. Uppfærðar upplýsingar um breytingar á flugi má finna á heimasíðu Icelandair. Play aflýsir öllum nema þremur Play aflýsir öllum áætlunarferðum sínum frá Keflavíkurflugvelli á morgun nema þremur vegna óveðursins. PLAY gerir ráð fyrir að áætlunarferðir til Tenerife, Fuerteventura og Las Palmas verði farnar nærri hádegi á morgun en búið er að aflýsa öllum öðrum ferðum sökum veðurs. Í tilkynningu frá Play segir að farþegar sem eigi bókað í áætlunarferð sem hafi verið aflýst á morgun séu beðnir um að fylgjast vel með tölvupóstum frá flugfélaginu þar sem þeir geta sjálfir valið um næstu skref. „Ef farþegum berast ekki upplýsingar vegna breytinga á flugi eru þeir beðnir um að kanna hvort tengliðaupplýsingar eru rétt skráðar í bókuninni á MyPLAY. Þá getur einnig verið að tengiliðaupplýsingar séu ekki rétt skráðar ef farþegar keyptu ferðina í gegnum þriðja aðila. Er þá best að heyra í þjónustuveri PLAY og fá það leiðrétt,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að Play geri ráð fyrir því að flugáætlun verði óbreytt á fimmtudag. „Fylgst verður vel með gangi mála og farþegar látnir vita ef veðurspár horfa til verri vegar,“ segir að lokum.
Veður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira