Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2025 07:04 Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Stofnun samtakanna árið 1950 markaði upphaf þeirrar baráttu sem enn er til staðar, að efla og styrkja starf leikskóla og um leið að vekja athygli á mikilvægi hans. Á Degi leikskólans gefst tækifæri til að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og heiðra kennara og annað starfsfólk skólana fyrir það faglega og metnaðarfulla starf sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Um leið minnir dagurinn á að leikskólinn er undirstaða þess að börn og ungmenni þroskist og dafni á allri sinni skólagöngu. Þar er lagður mikilvægur grunnur að félags-, tilfinninga-, vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna. Þar fá börn tækifæri til að þroskast í gegnum leik og öðlast færni sem fylgir þeim allt lífið. Í leikskóla þróa börn með sér félagslega færni, þau læra að eiga í samskiptum við aðra, leika sér með öðrum, deila, taka tillit til annarra og leysa ágreining. Í leikskóla læra börn að skilja og tjá tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Með öðrum orðum hjálpar leikskólastarf börnum að byggja upp heilbrigð tengsl og sambönd við aðra. Leikskólinn er einnig vettvangur fyrir börn til að kynnast menningu og því samfélagi sem þau búa í auk þess sem þau kynnast mikilvægi inngildingar og jafnréttis. Í leikskóla fá börn tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og sjálfstraust. Þau kynnast nýjum áskorunum og öðlast nýja færni; þroska og efla ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu og þjálfast í lausnaleit og ákvarðanatöku sem styrkir þau og gerir þau öruggari við að takast á við nýjar aðstæður. Það gefur auga leið að allt þetta þroskaferli og lærdómur verður ekki til í tómarúmi. Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn. Starf kennara er afar fjölbreytt og gegnir það lykilhlutverki í uppvexti, þroska og námi barna. Það er kennarinn sem skipuleggur og leiðbeinir í gegnum leik, listsköpun, tónlist, útiveru og hreyfingu. Það er kennarinn sem fylgist með þroska hvers barns og veitir stuðning við þau sem þurfa á því að halda og hvetur áfram. Það er kennarinn sem vinnur náið með foreldrum til að tryggja samfelldan stuðning við barnið. Það er kennarinn sem tengir leikskólann við samfélagið í kringum sig. Það er kennarinn sem er í stöðugri þróun og kynnir sér nýjar kennsluaðferðir og hugmyndafræði til að mæta þörfum allra barna sem best. Svo öll börn fái notið gæða menntunar þarf að tryggja þeim aðgang að góðum leikskólum þar sem kennarar starfa með fagmennsku að leiðarljósi. Því verða rekstraraðilar að fjárfesta í skólakerfinu, tryggja kennurum samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði. Það þarf stórsókn í menntamálum svo þetta raungerist því í dag eru einungis um 25% þeirra sem starfa við kennslu og umönnun í leikskólum kennarar, þvert á lög sem kveða á um 67% lágmark. Nýtum daginn til að fagna því sem vel er gert og krefjast um leið fjárfestingar í kennurum til að tryggja öllum börnum fagmennsku og stöðugleika. Til hamingju öll með dag leikskólans. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Skóla- og menntamál Jónína Hauksdóttir Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Stofnun samtakanna árið 1950 markaði upphaf þeirrar baráttu sem enn er til staðar, að efla og styrkja starf leikskóla og um leið að vekja athygli á mikilvægi hans. Á Degi leikskólans gefst tækifæri til að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og heiðra kennara og annað starfsfólk skólana fyrir það faglega og metnaðarfulla starf sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Um leið minnir dagurinn á að leikskólinn er undirstaða þess að börn og ungmenni þroskist og dafni á allri sinni skólagöngu. Þar er lagður mikilvægur grunnur að félags-, tilfinninga-, vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna. Þar fá börn tækifæri til að þroskast í gegnum leik og öðlast færni sem fylgir þeim allt lífið. Í leikskóla þróa börn með sér félagslega færni, þau læra að eiga í samskiptum við aðra, leika sér með öðrum, deila, taka tillit til annarra og leysa ágreining. Í leikskóla læra börn að skilja og tjá tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Með öðrum orðum hjálpar leikskólastarf börnum að byggja upp heilbrigð tengsl og sambönd við aðra. Leikskólinn er einnig vettvangur fyrir börn til að kynnast menningu og því samfélagi sem þau búa í auk þess sem þau kynnast mikilvægi inngildingar og jafnréttis. Í leikskóla fá börn tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og sjálfstraust. Þau kynnast nýjum áskorunum og öðlast nýja færni; þroska og efla ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu og þjálfast í lausnaleit og ákvarðanatöku sem styrkir þau og gerir þau öruggari við að takast á við nýjar aðstæður. Það gefur auga leið að allt þetta þroskaferli og lærdómur verður ekki til í tómarúmi. Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn. Starf kennara er afar fjölbreytt og gegnir það lykilhlutverki í uppvexti, þroska og námi barna. Það er kennarinn sem skipuleggur og leiðbeinir í gegnum leik, listsköpun, tónlist, útiveru og hreyfingu. Það er kennarinn sem fylgist með þroska hvers barns og veitir stuðning við þau sem þurfa á því að halda og hvetur áfram. Það er kennarinn sem vinnur náið með foreldrum til að tryggja samfelldan stuðning við barnið. Það er kennarinn sem tengir leikskólann við samfélagið í kringum sig. Það er kennarinn sem er í stöðugri þróun og kynnir sér nýjar kennsluaðferðir og hugmyndafræði til að mæta þörfum allra barna sem best. Svo öll börn fái notið gæða menntunar þarf að tryggja þeim aðgang að góðum leikskólum þar sem kennarar starfa með fagmennsku að leiðarljósi. Því verða rekstraraðilar að fjárfesta í skólakerfinu, tryggja kennurum samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði. Það þarf stórsókn í menntamálum svo þetta raungerist því í dag eru einungis um 25% þeirra sem starfa við kennslu og umönnun í leikskólum kennarar, þvert á lög sem kveða á um 67% lágmark. Nýtum daginn til að fagna því sem vel er gert og krefjast um leið fjárfestingar í kennurum til að tryggja öllum börnum fagmennsku og stöðugleika. Til hamingju öll með dag leikskólans. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun