Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2025 10:46 Sigurður Ragnar Kristinsson er meðal þeirra sem handteknir voru vegna málsins. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu og dómstóla. Vísir/Vilhelm Allir sakborningar í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar hér á landi neita sök. Einn þeirra ber fyrir sig skort á sakhæfi, sem er harla óalgengt í fíkniefnabrotamálum. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Samkvæmt ákæru eru þeir Sigurður Ragnar Kristinsson, Sigfús Bergmann Svavarsson, Baldur Þór Sigurðarson og Agurim Xixa ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem þeir hafi sammælst um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,7 kílóum af metamfetamín kristöllum, með 81 prósenta styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent af amfetamínklóríði, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Tvö ákærð fyrir hlutdeild Efnin hafi verið falin í bifreið sem kom til landsins þann 11. október í fyrra með flutningaskipi frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla hafi lagt hald á fíkniefnin og skipt þeim út fyrir gerviefni áður en bifreiðin var afhent þeim Sigfúsi, Baldri og manni sem ákærður er fyrir hlutdeild í málinu þann 24. október og þeir fært Agurim bifreiðina. Hann hafi reynt árangurslaust að fjarlægja efnin en fært bifreiðina ásamt Sigurði að ótilgreindum stað þar sem Sigurður hafi fjarlægt efnin úr bifreiðinni. Hann hafi rétt þeim Agurim og konu, sem ákærð er fyrir hlutdeild, efnin sem hafi borið þau inni í nærliggjandi hesthús. Öll neituðu sök og einn olli uppnámi með matsbeiðni Sem áður segir neituðu allir sakborningar sök í málinu. Fjórir þeirra sæta gæsluvarðhaldi, þeir mættu ekki í dómsal heldur fylgdust með gangi mála með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Tveir hlutdeildarmenn mættu í dómsal Flestir tjáðu sig ekkert frekar en verjandi ákærða Sigfúss óskaði eftir því að leggja fram matsbeiðni, sem kom nokkuð flatt upp á dómara, sækjanda og aðra verjendur. Verjandi hans óskaði eftir mati á andlegri heilsu hans og tjáði dómara að hann myndi halda uppi vörnum á grundvelli skorts á sakhæfi. Dómari virtist ekki ánægður með beiðnina enda myndi matsgerð tefja málið verulega á meðan fjórir sakborninga sitja í gæsluvarðhaldi. Sigurður á sakaferil að baki Sigurður Ragnar var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Ári áður hlaut hann 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs sem skal greiðast innan fjögurra vikna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Samkvæmt ákæru eru þeir Sigurður Ragnar Kristinsson, Sigfús Bergmann Svavarsson, Baldur Þór Sigurðarson og Agurim Xixa ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem þeir hafi sammælst um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,7 kílóum af metamfetamín kristöllum, með 81 prósenta styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent af amfetamínklóríði, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Tvö ákærð fyrir hlutdeild Efnin hafi verið falin í bifreið sem kom til landsins þann 11. október í fyrra með flutningaskipi frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla hafi lagt hald á fíkniefnin og skipt þeim út fyrir gerviefni áður en bifreiðin var afhent þeim Sigfúsi, Baldri og manni sem ákærður er fyrir hlutdeild í málinu þann 24. október og þeir fært Agurim bifreiðina. Hann hafi reynt árangurslaust að fjarlægja efnin en fært bifreiðina ásamt Sigurði að ótilgreindum stað þar sem Sigurður hafi fjarlægt efnin úr bifreiðinni. Hann hafi rétt þeim Agurim og konu, sem ákærð er fyrir hlutdeild, efnin sem hafi borið þau inni í nærliggjandi hesthús. Öll neituðu sök og einn olli uppnámi með matsbeiðni Sem áður segir neituðu allir sakborningar sök í málinu. Fjórir þeirra sæta gæsluvarðhaldi, þeir mættu ekki í dómsal heldur fylgdust með gangi mála með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Tveir hlutdeildarmenn mættu í dómsal Flestir tjáðu sig ekkert frekar en verjandi ákærða Sigfúss óskaði eftir því að leggja fram matsbeiðni, sem kom nokkuð flatt upp á dómara, sækjanda og aðra verjendur. Verjandi hans óskaði eftir mati á andlegri heilsu hans og tjáði dómara að hann myndi halda uppi vörnum á grundvelli skorts á sakhæfi. Dómari virtist ekki ánægður með beiðnina enda myndi matsgerð tefja málið verulega á meðan fjórir sakborninga sitja í gæsluvarðhaldi. Sigurður á sakaferil að baki Sigurður Ragnar var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Ári áður hlaut hann 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs sem skal greiðast innan fjögurra vikna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira