Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:10 Kristófer Már Maronsson, Jón Pétur Zimsen, Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ragnheiður Stephensen. Vísir/Vilhelm Kjaradeila grunnskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Engir formlegir samningafundir hafa verið boðaðir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um verkföll verður ljós klukkan tvö í dag. Framhaldsskólakennarar hafa síðan á mánudag greitt atkvæði um ótímabundin verkföll og verður niðurstaðan ljós í kringum tvö í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hvaða framhaldsskóla er verið að greiða atkvæði. Upptöku frá umræðunum má sjá að neðan. Kjaradeila grunnskólakennara til umræðu í Pallborði Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Nú standa yfir ótímabundnar verkfallsaðgerði kennarar í fjórtán leikskólum og tímabundnar í sjö grunnskólum. Verkföllin standa þar til 21. til 26. febrúar. Um fimm þúsund börn sitja heima í þrettán sveitarfélögum á landinu. Deilt hefur verið um um samning frá árinu 2016 um jöfnun kjara kennara við laun á almenna markaðnum allt frá því lífeyriskjör voru samræmd milli markaða árið 2016, án mikils árangurs. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu fyrir helgi sem ígildi kjarasamnings. Þar var að hans sögn tryggð innágreiðsla á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningnum. Fram kom að munur á milli markaða væri viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist á að greiða inn á þessa vegferð. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga samþykkti tillöguna en kennarar vildu gera breytingar og lögðu m.a. fram tillögu um launahækkun árið 2026. Fram hefur komið að kennarar töldu að þeir væru að fara að skrifa undir kjarasamning á sunnudagskvöldið þegar viðræðum var slitið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að 20 prósenta launahækkun hafi stoðið kennurum til boða en þeir hafa hafnað því. Þessi mál verða rædd við þau Ragnheiði Stephensen grunnskólakennara í Garðaskóla í Garðabæ, Kristófer Má Maronsson í málsóknarfélagi barna og formann fræðslunefndar í Skagafirði og Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennara og skólastjóra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa óskaði eftir því að formaður Kennarasambandsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til að ræða deiluna í Pallborði. Ríkissáttasemjari fór fram á það við deiluaðila að þeir ræddu ekki við fjölmiðla á þessu stigi. Pallborðið Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hafa síðan á mánudag greitt atkvæði um ótímabundin verkföll og verður niðurstaðan ljós í kringum tvö í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hvaða framhaldsskóla er verið að greiða atkvæði. Upptöku frá umræðunum má sjá að neðan. Kjaradeila grunnskólakennara til umræðu í Pallborði Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Nú standa yfir ótímabundnar verkfallsaðgerði kennarar í fjórtán leikskólum og tímabundnar í sjö grunnskólum. Verkföllin standa þar til 21. til 26. febrúar. Um fimm þúsund börn sitja heima í þrettán sveitarfélögum á landinu. Deilt hefur verið um um samning frá árinu 2016 um jöfnun kjara kennara við laun á almenna markaðnum allt frá því lífeyriskjör voru samræmd milli markaða árið 2016, án mikils árangurs. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu fyrir helgi sem ígildi kjarasamnings. Þar var að hans sögn tryggð innágreiðsla á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningnum. Fram kom að munur á milli markaða væri viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist á að greiða inn á þessa vegferð. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga samþykkti tillöguna en kennarar vildu gera breytingar og lögðu m.a. fram tillögu um launahækkun árið 2026. Fram hefur komið að kennarar töldu að þeir væru að fara að skrifa undir kjarasamning á sunnudagskvöldið þegar viðræðum var slitið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að 20 prósenta launahækkun hafi stoðið kennurum til boða en þeir hafa hafnað því. Þessi mál verða rædd við þau Ragnheiði Stephensen grunnskólakennara í Garðaskóla í Garðabæ, Kristófer Má Maronsson í málsóknarfélagi barna og formann fræðslunefndar í Skagafirði og Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennara og skólastjóra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa óskaði eftir því að formaður Kennarasambandsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til að ræða deiluna í Pallborði. Ríkissáttasemjari fór fram á það við deiluaðila að þeir ræddu ekki við fjölmiðla á þessu stigi.
Pallborðið Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira