Provstgaard meiddist illa þegar hann var í nítján ára liði Vejle Boldklub árið 2020. Hnémeiðslin kostuðu hann átta mánaða fjarveru frá fótboltavellinum. Mikið áfall fyrir efnilegan fótboltamanna sem ætlaði sér langt í boltanum.
Á sama tíma og hann var að ná sér af þessum erfiðu meiðslum þá fór hann að spila tölvuleiki af fullum krafti.
Hann tók í framhaldinu þátt í undankeppni Meistaradeildarinnar í tölvufótbolta árið 2021 og komst áfram.
Hann komst alla leið í úrslitakeppnina með því að vera einn af 32 efstu. Oliver gerði gott betur en það því hann fór alla leið og vann. Með því tryggði hann sér 75 þúsund dollara í verðlaunafé sem eru um 10,6 milljónir króna.
Strákurinn var þó ekki tilbúinn að gefa upp drauminn um að verða líka atvinnumaður í alvöru fótbolta. Tölvuleikirnir voru aftur settir í annað sætið og strákurinn gerði allt til þess að byggja sig upp á ný.
Hann byrjaði síðan aftur að spila með Vejle og vann sér sæti í vörn aðalliðsins.
Áður en félagsskiptagluginn lokaði í vikunni þá fór hann frá Vejle og til ítalska stórliðsins Lazio. Hann er því kominn á atvinnumannasamning í Seríu A.