Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 07:31 Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Væntanlega er það hugsað í því skyni að allir þingmenn sitji við sama borð þegar kemur að því að kynna sér yfirlit þingmála og umræðan geti hafist þegar við upphaf þings. Nú skyldi maður ætla að margs konar nýlundu væri að finna á þingmálaskránni góðu í samræmi við umstangið og sviðsetninguna en sú er alls ekki raunin. Flest málin hér eru ýmist EES-mál eða endurflutt mál frá síðustu þingmálaskrá sem birtist í september síðastliðnum. Ánægjulegt að sjá mál sem á rætur að rekja í vinnu sem fór fram á síðasta kjörtímabili í matvælaráðuneytinu undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Málið er hluti af þeirri heildarendurskoðun sem þar fór fram og varðar gagnsæi í sjávarútvegi. Vonandi líta fleiri frumvörp úr þeirri vinnu dagsins ljós enda sjálfsagt að ný ríkisstjórn geti byggt á grunni góðrar vinnu fyrri ráðherra. Við allar kynningar á þessum málum hefur farist fyrir að geta þess að ný ríkisstjórn er ekki að finna upp hjólið. Til að mynda eru áform um sölu á Íslandsbanka nákvæmlega eins og áformað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Vert að nefnamál sem felur í sér skýra pólitíska stefnumörkun sem er mál umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og snýr sérstaklega að því að bregðast við dómi vegna Hvammsvirkjunar. Sérlög um einn virkjanakost hljóta alltaf að teljast varhugaverð og vega að almennum römmum um ferlið. Sjónarmið náttúruverndar verða að líkindum fyrir borð borin í þinglegri meðferð enda slíkar raddir vart að finna í þinginu. Einnig er vert að halda því til haga að dómstólar hafa ekki lokið sinni umfjöllun um málið. Þetta er málið sem ríkisstjórnin telur liggja mest á og verður að líkindum rætt í þinginu á fyrstu dögum þess. Náttúruverndarsinnar landsins verða því að halda vöku sinni til þess að veita stjórnvöldum aðhald. Rétt er líka að nefna nokkur mál sem voru á þingmálaskrá fyrri stjórnar en ekki er að finna á þeirri nýju. Athygli vekur að frumvarp um rýni á beinum erlendum fjárfestingum í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi er ekki að finna á þingmálaskránni. Það frumvarp á rætur að rekja í vinnu um langt skeið í því skyni að tryggja heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir á Íslandi og í samræmi við löggjöf annars staðar á Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Umræða um mikilvægi þess að stjórnvöld geti haft yfirsýn yfir hverskonar aðilar standa að kaupum á mikilvægum innviðum hefur orðið hávær í löndunum í kringum okkur, ekki síst í kjölfar stríðs í Evrópu og afleiðinga þeirra. Frumvarp til heildarlaga um almenningssamgöngur er heldur ekki að finna lengur á þingmálaskrá. Slíkt frumvarp er mikilvæg forsenda þess að gera umbætur á almenningssamgöngum, en áhugi ráðherra virðist liggja annars staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur boðað samgönguáætlun með haustinu og ástæða er til að fylgjast grannt með hvernig þeirri vinnu vindur fram þegar samgönguáætlun fer í samráðsgátt stjórnvalda eins og lög mæla fyrir um, það ætti að verða í síðasta lagi seint í vetur eða með vorinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar verður þó helst að finna í fjármálaáætlun á vordögum sem og í málflutningi einstakra ráðherra á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar ber hæst sá grundvallartónn sem liggur í öllum málflutningi forsætisráðherrans og lýtur að því að nú skuli „hagræða“ fyrir öllum viðbótarútgjöldum. Miðað við umfang kosningaloforða má ætla að fyrir liggi að fara í niðurskurð sem mun koma niður á almenningi í landinu í gegnum skerta þjónustu og aukið álag á opinbera starfsmenn. Fyrri yfirlýsingar í kosningabaráttunni um tekjuaukningu eru fyrir bí og í raun má segja að þessi ríkisstjórn sé hægrisinnaðri í sínum málflutningi varðandi ríkisfjármál en sú sem síðast var við völd. Lýst er eftir niðurskurðartillögum hvarvetna og forgangsröðun tillagnanna síðan útvistað til handvalinna einstaklinga og enginn þingmaður kemur þar nærri. Slík nálgun er með ólíkindum. Í þeirri stöðu í þinginu að ekkert aðhald sé að finna frá vinstri og ekkert náttúruverndarviðnám verður rödd VG enn brýnni þótt hana verði helst að finna utan þinghússins. Um sinn. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinstri græn Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Væntanlega er það hugsað í því skyni að allir þingmenn sitji við sama borð þegar kemur að því að kynna sér yfirlit þingmála og umræðan geti hafist þegar við upphaf þings. Nú skyldi maður ætla að margs konar nýlundu væri að finna á þingmálaskránni góðu í samræmi við umstangið og sviðsetninguna en sú er alls ekki raunin. Flest málin hér eru ýmist EES-mál eða endurflutt mál frá síðustu þingmálaskrá sem birtist í september síðastliðnum. Ánægjulegt að sjá mál sem á rætur að rekja í vinnu sem fór fram á síðasta kjörtímabili í matvælaráðuneytinu undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Málið er hluti af þeirri heildarendurskoðun sem þar fór fram og varðar gagnsæi í sjávarútvegi. Vonandi líta fleiri frumvörp úr þeirri vinnu dagsins ljós enda sjálfsagt að ný ríkisstjórn geti byggt á grunni góðrar vinnu fyrri ráðherra. Við allar kynningar á þessum málum hefur farist fyrir að geta þess að ný ríkisstjórn er ekki að finna upp hjólið. Til að mynda eru áform um sölu á Íslandsbanka nákvæmlega eins og áformað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Vert að nefnamál sem felur í sér skýra pólitíska stefnumörkun sem er mál umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og snýr sérstaklega að því að bregðast við dómi vegna Hvammsvirkjunar. Sérlög um einn virkjanakost hljóta alltaf að teljast varhugaverð og vega að almennum römmum um ferlið. Sjónarmið náttúruverndar verða að líkindum fyrir borð borin í þinglegri meðferð enda slíkar raddir vart að finna í þinginu. Einnig er vert að halda því til haga að dómstólar hafa ekki lokið sinni umfjöllun um málið. Þetta er málið sem ríkisstjórnin telur liggja mest á og verður að líkindum rætt í þinginu á fyrstu dögum þess. Náttúruverndarsinnar landsins verða því að halda vöku sinni til þess að veita stjórnvöldum aðhald. Rétt er líka að nefna nokkur mál sem voru á þingmálaskrá fyrri stjórnar en ekki er að finna á þeirri nýju. Athygli vekur að frumvarp um rýni á beinum erlendum fjárfestingum í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi er ekki að finna á þingmálaskránni. Það frumvarp á rætur að rekja í vinnu um langt skeið í því skyni að tryggja heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir á Íslandi og í samræmi við löggjöf annars staðar á Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Umræða um mikilvægi þess að stjórnvöld geti haft yfirsýn yfir hverskonar aðilar standa að kaupum á mikilvægum innviðum hefur orðið hávær í löndunum í kringum okkur, ekki síst í kjölfar stríðs í Evrópu og afleiðinga þeirra. Frumvarp til heildarlaga um almenningssamgöngur er heldur ekki að finna lengur á þingmálaskrá. Slíkt frumvarp er mikilvæg forsenda þess að gera umbætur á almenningssamgöngum, en áhugi ráðherra virðist liggja annars staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur boðað samgönguáætlun með haustinu og ástæða er til að fylgjast grannt með hvernig þeirri vinnu vindur fram þegar samgönguáætlun fer í samráðsgátt stjórnvalda eins og lög mæla fyrir um, það ætti að verða í síðasta lagi seint í vetur eða með vorinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar verður þó helst að finna í fjármálaáætlun á vordögum sem og í málflutningi einstakra ráðherra á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar ber hæst sá grundvallartónn sem liggur í öllum málflutningi forsætisráðherrans og lýtur að því að nú skuli „hagræða“ fyrir öllum viðbótarútgjöldum. Miðað við umfang kosningaloforða má ætla að fyrir liggi að fara í niðurskurð sem mun koma niður á almenningi í landinu í gegnum skerta þjónustu og aukið álag á opinbera starfsmenn. Fyrri yfirlýsingar í kosningabaráttunni um tekjuaukningu eru fyrir bí og í raun má segja að þessi ríkisstjórn sé hægrisinnaðri í sínum málflutningi varðandi ríkisfjármál en sú sem síðast var við völd. Lýst er eftir niðurskurðartillögum hvarvetna og forgangsröðun tillagnanna síðan útvistað til handvalinna einstaklinga og enginn þingmaður kemur þar nærri. Slík nálgun er með ólíkindum. Í þeirri stöðu í þinginu að ekkert aðhald sé að finna frá vinstri og ekkert náttúruverndarviðnám verður rödd VG enn brýnni þótt hana verði helst að finna utan þinghússins. Um sinn. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar