Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 07:36 Dagur Sigurðsson er afskaplega hrifinn af króatísku þjóðinni og aðdáunin er gagnkvæm eins og króatíski herinn undirstrikaði. Skjáskot/RTL/Króatíska varnarmálaráðuneytið Á meðal þeirra sem lýst hafa mikilli ánægju sinni með störf Dags Sigurðssonar sem þjálfara króatíska handboltalandsliðsins er króatíski herinn sem sendi honum fallega kveðju. Dagur, sem er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra króatíska handboltalandsliðinu, stýrði liðinu til silfurverðlauna á HM en þessi magnaða íþróttaþjóð hafði þá verið án verðlauna á stórmótum í handbolta síðan 2016. Lúðrasveit króatíska hersins lét ekki sitt eftir liggja, í fögnuði yfir árangrinum, og spilaði íslenska þjóðsönginn í kveðju sem króatíska varnarmálaráðuneytið hefur birt á samfélagsmiðlum. Með myndbandinu á Facebook stendur: „Við færum króatíska handboltalandsliðinu og hinum frábæra þjálfara Degi Sigurðssyni okkar bestu þakkir fyrir að gera okkur stolt að nýju! Króatíski herinn þakkar fyrir sig með því að spila íslenska þjóðsönginn til heiðurs þjálfaranum okkar.“ Dagur Sigurðsson🇮🇸♥️🇭🇷Čovjek koji je više Hrvat🇭🇷 od barem 20% onih koji drže hrvatsku putovnicu. Gospodinu Sigurðssonu i ponosnom narodu Islanda🇮🇸 HRVATSKA VOJSKA ukazala je posebnu čast izvođenjem himne🎼 Islanda! SAMBAND OKKAR ER SÉRSTÖK!♥️@PresidentISL pic.twitter.com/59z1XFT4EP— Amor Patriae 🇭🇷🦅◻️🟥◻️ (@RegnumCroatorum) February 3, 2025 Blásið var til mikillar hátíðar í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hinar hetjurnar sneru heim frá Noregi eftir úrslitaleikinn við Danmörku - annan af aðeins tveimur leikjum sem Króatía tapaði á HM. Þotur frá króatíska hernum fylgdu hópnum síðasta spölinn til Zagreb. Samkvæmt króatískum miðlum voru um 40.000 manns á torginu auk þess sem bein sjónvarpsútsending var frá hátíðinni. Dagur ávarpaði fjöldann og sagðist elska alla og sagði einnig léttur: „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ Þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Á samfélagsmiðlum má einnig sjá mikla ánægju með Dag og kallað hefur verið eftir því að hann fái króatískan ríkisborgararétt sem fyrst. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu og nefnt að liðið þurfi að vera upp á sitt besta þegar kemur að næstu Ólympíuleikum, sem haldnir verða í Los Angeles árið 2028. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Dagur, sem er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra króatíska handboltalandsliðinu, stýrði liðinu til silfurverðlauna á HM en þessi magnaða íþróttaþjóð hafði þá verið án verðlauna á stórmótum í handbolta síðan 2016. Lúðrasveit króatíska hersins lét ekki sitt eftir liggja, í fögnuði yfir árangrinum, og spilaði íslenska þjóðsönginn í kveðju sem króatíska varnarmálaráðuneytið hefur birt á samfélagsmiðlum. Með myndbandinu á Facebook stendur: „Við færum króatíska handboltalandsliðinu og hinum frábæra þjálfara Degi Sigurðssyni okkar bestu þakkir fyrir að gera okkur stolt að nýju! Króatíski herinn þakkar fyrir sig með því að spila íslenska þjóðsönginn til heiðurs þjálfaranum okkar.“ Dagur Sigurðsson🇮🇸♥️🇭🇷Čovjek koji je više Hrvat🇭🇷 od barem 20% onih koji drže hrvatsku putovnicu. Gospodinu Sigurðssonu i ponosnom narodu Islanda🇮🇸 HRVATSKA VOJSKA ukazala je posebnu čast izvođenjem himne🎼 Islanda! SAMBAND OKKAR ER SÉRSTÖK!♥️@PresidentISL pic.twitter.com/59z1XFT4EP— Amor Patriae 🇭🇷🦅◻️🟥◻️ (@RegnumCroatorum) February 3, 2025 Blásið var til mikillar hátíðar í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hinar hetjurnar sneru heim frá Noregi eftir úrslitaleikinn við Danmörku - annan af aðeins tveimur leikjum sem Króatía tapaði á HM. Þotur frá króatíska hernum fylgdu hópnum síðasta spölinn til Zagreb. Samkvæmt króatískum miðlum voru um 40.000 manns á torginu auk þess sem bein sjónvarpsútsending var frá hátíðinni. Dagur ávarpaði fjöldann og sagðist elska alla og sagði einnig léttur: „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ Þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Á samfélagsmiðlum má einnig sjá mikla ánægju með Dag og kallað hefur verið eftir því að hann fái króatískan ríkisborgararétt sem fyrst. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu og nefnt að liðið þurfi að vera upp á sitt besta þegar kemur að næstu Ólympíuleikum, sem haldnir verða í Los Angeles árið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira