Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 12:13 Frá Stöðvarfirði í morgun. Garðar Harðar Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. Eftir aftakaveðrið í gær gengur nú nýr hvellur yfir landið. Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um allt land nema á Vestfjörðum, langflestar rauðar. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir verkefni viðbragðsaðila hafa verið fjölbreytt síðastliðinn sólarhring. „Ég held að það sé foktjónið sem er helst. Vatnið finnur sér líka leið, það er ljóst. Það er örugglega mikið tjón hjá einhverjum sem hafa lent í því,“ segir Hjördís. Hefur þetta að einhverju leyti farið betur en þið bjuggust við? „Það er aldrei hægt að segja að tjónið sé lítið. Þetta er spurning sem er erfitt að svara því fullt af fólki hefur lent í tjóni. En engin slys á fólki sem skiptir öllu máli.“ Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir nóttina þar hafa verið langa. „Það urðu töluverðar skemmdir þegar stór þök af tveimur iðnaðarhúsum fuku upp og fuku í gegnum bæinn. Hurðirnar að aðalinngangum á Siglufjarðarkirkju sprungu upp. Vinnan okkar í nótt var aðallega við að fergja þessar þakplötur. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist,“ segir Jóhann. Jóhann K Jóhannsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Það á að hvessa verulega um allt Norðurland nú eftir hádegi. „Verktakar eru hér um bæinn að tryggja það sem hægt er að tryggja áður en næsta lægð gengur yfir okkur,“ segir Jóhann. Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, hefur einnig staðið í ströngu síðastliðinn sólarhring. Í nótt og í morgun hafa fjölmargir hans manna verið á Stöðvarfirði, þar sem veðrið er gífurlega slæmt. Ingvar Georg Georgsson er slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.Vísir/Einar „Þar hafa skemmst allavega tíu, tólf hús. Þakplötur hafa fokið út um allt, rúður brotnað, rúður brotnað í bílum. Minn mannskapur er búinn að vera þarna úti í alla nótt og er enn að. Það er bara verið að bíða eftir að veður lægi þannig við getum sent meiri bjargir þarna út eftir,“ segir Ingvar. Mikið tjón er í bænum. Slökkviliðsstöðin í Breiðdalsvík fékk líka að finna fyrir því. „Þakið var að fara að fjúka af henni. Þannig mínir menn redduðu því. Það er alveg nóg að gera hjá mínum mönnum,“ segir Ingvar. Tré hafa brotnað í hamaganginum.Garðar Harðar Slökkvilið Björgunarsveitir Veður Fjallabyggð Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Eftir aftakaveðrið í gær gengur nú nýr hvellur yfir landið. Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um allt land nema á Vestfjörðum, langflestar rauðar. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir verkefni viðbragðsaðila hafa verið fjölbreytt síðastliðinn sólarhring. „Ég held að það sé foktjónið sem er helst. Vatnið finnur sér líka leið, það er ljóst. Það er örugglega mikið tjón hjá einhverjum sem hafa lent í því,“ segir Hjördís. Hefur þetta að einhverju leyti farið betur en þið bjuggust við? „Það er aldrei hægt að segja að tjónið sé lítið. Þetta er spurning sem er erfitt að svara því fullt af fólki hefur lent í tjóni. En engin slys á fólki sem skiptir öllu máli.“ Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir nóttina þar hafa verið langa. „Það urðu töluverðar skemmdir þegar stór þök af tveimur iðnaðarhúsum fuku upp og fuku í gegnum bæinn. Hurðirnar að aðalinngangum á Siglufjarðarkirkju sprungu upp. Vinnan okkar í nótt var aðallega við að fergja þessar þakplötur. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist,“ segir Jóhann. Jóhann K Jóhannsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Það á að hvessa verulega um allt Norðurland nú eftir hádegi. „Verktakar eru hér um bæinn að tryggja það sem hægt er að tryggja áður en næsta lægð gengur yfir okkur,“ segir Jóhann. Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, hefur einnig staðið í ströngu síðastliðinn sólarhring. Í nótt og í morgun hafa fjölmargir hans manna verið á Stöðvarfirði, þar sem veðrið er gífurlega slæmt. Ingvar Georg Georgsson er slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.Vísir/Einar „Þar hafa skemmst allavega tíu, tólf hús. Þakplötur hafa fokið út um allt, rúður brotnað, rúður brotnað í bílum. Minn mannskapur er búinn að vera þarna úti í alla nótt og er enn að. Það er bara verið að bíða eftir að veður lægi þannig við getum sent meiri bjargir þarna út eftir,“ segir Ingvar. Mikið tjón er í bænum. Slökkviliðsstöðin í Breiðdalsvík fékk líka að finna fyrir því. „Þakið var að fara að fjúka af henni. Þannig mínir menn redduðu því. Það er alveg nóg að gera hjá mínum mönnum,“ segir Ingvar. Tré hafa brotnað í hamaganginum.Garðar Harðar
Slökkvilið Björgunarsveitir Veður Fjallabyggð Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37