Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 14:55 Stjórnmálaflokkurinn Vinir Kópavogs spratt upp úr samnefndum grasrótarsamtökum árið 2022. Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. Í byrjun janúar kom í ljós að Flokkur fólksins var ekki skráður sem stjórnmálaflokkur þrátt fyrir að þiggja styrki sem slíkur. Eftir frekari fréttaflutning um málið kom í ljós að fleiri flokkar höfðu gert sömu mistök, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistar höfðu öll þegið styrki án réttrar skráningar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, óskaði eftir því á bæjarráðsfundi 30. janúar síðastliðnum að teknar yrðu saman upplýsingar um styrki sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka og hvort styrkþegar uppfylltu skilyrði til laganna. Samantektin átti að taka til yfirstandandi kjörtímabils. Bæjarráð vísaði fyrirspurninni áfram til bæjarritarans Pálma Þórs Mássonar sem skilaði umsögn sinni á næsta bæjarráðsfundi 4. febrúar. Enn skráð sem félagasamtök Í umsögn bæjarritara kom fram að öll stjórnmálasamtök sem eru með bæjarfulltrúa í Kópavogi væru á lista ríkisskattstjóra yfir skráð stjórnmálasamtök nema eitt, Vinir Kópavogs. Sá flokkur væri enn skráður sem félagasamtök. Enn fremur kom fram að allir stjórnmálaflokkar með bæjarfulltrúa hefðu uppfyllt upplýsingaskyldu sína um reikningsskil nema Vinir Kópavogs. Árið 2022 hefði flokkurinn ekki staðið við nein skil og árið 2023 hefðu skilin verið ófullnægjandi. Bæjarstjórn Kópavogs en í henni sitja fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Vinum Kópavogs, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. Styrkir til stjórnmálasamtaka úr bæjarsjóði Kópavogs eru greiddir út í tvennu lagi í upphafi og lok kjörtímabils, annars vegar í upphafi árs og hins vegar á miðju ári. Á öðru og þriðja ári kjörtímabils eru styrkir greiddir út í einu lagi á miðju ári. Styrkirnir dreifast eftir atkvæðamagni og þar sem Vinir Kópavogs fengur 15,3 prósent hefur flokkurinn fengið 2.394.524 krónur. Árið 2022 fékk flokkurinn 462.799 krónur, árið 2023 fékk hann 925.599 krónur og í fyrra fékk hann 1.006.126 krónur. Enn á eftir að greiða styrki fyrir árið í ár. Hafi gert ráðstafanir Á sama bæjarstjórnarfundi lögðu þau Ásdís Kristjánsdóttir, Orri V. Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson og Andri S. Hilmarsson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihlutans: „Þeir flokkar sem sitja í bæjarstjórn Kópavogs bera ábyrgð á því að uppfylla lagaskilyrði um starfsemi stjórnmálaflokka. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi. Kópavogsbær mun jafnframt endurskoða verklagið hjá sér til að tryggja að styrkir séu greiddir í samræmi við lög og reglur.“ Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, segir flokkinn hafa gert ráðstafanir til að breyta skráningunni.Stöð 2 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, lagði fram gagnbókun þar sem sagði að Kópavogsbær bæri ábyrgð á framkvæmd laganna, engin leiðsögn hefði fylgt greiðslum bæjarins um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda og að Vinir Kópavogs hefðu gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti. Bókun Helgu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Kópavogsbær ber ábyrgð á framkvæmd laga nr.162/2006 um starfsemi stjórnmálaflokka. Kópavogsbær greiðir á grundvelli laganna út styrki til þeirra sem fullnægja lagaskilyrðum án þess að umsóknir berist frá flokkunum. Engin leiðsögn hefur fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda. Vinir Kópavogs brugðust við um leið og umræða hófst um þessi mál og hafa gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti.“ Kópavogur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sveitarstjórnarmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í byrjun janúar kom í ljós að Flokkur fólksins var ekki skráður sem stjórnmálaflokkur þrátt fyrir að þiggja styrki sem slíkur. Eftir frekari fréttaflutning um málið kom í ljós að fleiri flokkar höfðu gert sömu mistök, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistar höfðu öll þegið styrki án réttrar skráningar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, óskaði eftir því á bæjarráðsfundi 30. janúar síðastliðnum að teknar yrðu saman upplýsingar um styrki sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka og hvort styrkþegar uppfylltu skilyrði til laganna. Samantektin átti að taka til yfirstandandi kjörtímabils. Bæjarráð vísaði fyrirspurninni áfram til bæjarritarans Pálma Þórs Mássonar sem skilaði umsögn sinni á næsta bæjarráðsfundi 4. febrúar. Enn skráð sem félagasamtök Í umsögn bæjarritara kom fram að öll stjórnmálasamtök sem eru með bæjarfulltrúa í Kópavogi væru á lista ríkisskattstjóra yfir skráð stjórnmálasamtök nema eitt, Vinir Kópavogs. Sá flokkur væri enn skráður sem félagasamtök. Enn fremur kom fram að allir stjórnmálaflokkar með bæjarfulltrúa hefðu uppfyllt upplýsingaskyldu sína um reikningsskil nema Vinir Kópavogs. Árið 2022 hefði flokkurinn ekki staðið við nein skil og árið 2023 hefðu skilin verið ófullnægjandi. Bæjarstjórn Kópavogs en í henni sitja fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Vinum Kópavogs, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. Styrkir til stjórnmálasamtaka úr bæjarsjóði Kópavogs eru greiddir út í tvennu lagi í upphafi og lok kjörtímabils, annars vegar í upphafi árs og hins vegar á miðju ári. Á öðru og þriðja ári kjörtímabils eru styrkir greiddir út í einu lagi á miðju ári. Styrkirnir dreifast eftir atkvæðamagni og þar sem Vinir Kópavogs fengur 15,3 prósent hefur flokkurinn fengið 2.394.524 krónur. Árið 2022 fékk flokkurinn 462.799 krónur, árið 2023 fékk hann 925.599 krónur og í fyrra fékk hann 1.006.126 krónur. Enn á eftir að greiða styrki fyrir árið í ár. Hafi gert ráðstafanir Á sama bæjarstjórnarfundi lögðu þau Ásdís Kristjánsdóttir, Orri V. Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson og Andri S. Hilmarsson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihlutans: „Þeir flokkar sem sitja í bæjarstjórn Kópavogs bera ábyrgð á því að uppfylla lagaskilyrði um starfsemi stjórnmálaflokka. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi. Kópavogsbær mun jafnframt endurskoða verklagið hjá sér til að tryggja að styrkir séu greiddir í samræmi við lög og reglur.“ Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, segir flokkinn hafa gert ráðstafanir til að breyta skráningunni.Stöð 2 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, lagði fram gagnbókun þar sem sagði að Kópavogsbær bæri ábyrgð á framkvæmd laganna, engin leiðsögn hefði fylgt greiðslum bæjarins um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda og að Vinir Kópavogs hefðu gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti. Bókun Helgu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Kópavogsbær ber ábyrgð á framkvæmd laga nr.162/2006 um starfsemi stjórnmálaflokka. Kópavogsbær greiðir á grundvelli laganna út styrki til þeirra sem fullnægja lagaskilyrðum án þess að umsóknir berist frá flokkunum. Engin leiðsögn hefur fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda. Vinir Kópavogs brugðust við um leið og umræða hófst um þessi mál og hafa gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti.“
Kópavogur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sveitarstjórnarmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira