Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 6. febrúar 2025 14:31 Ágæta ríkisstjórn, nýir þingmenn og endurkjörnir, nú þegar vorþing hefur verið sett og kjörtímabil breytinga komið af stað er ekki úr vegi að líta aðeins í baksýnisspegilinn, svona til þess að koma auga á atriði sem betur hefðu mátt fara hjá stjórnvöldum á umliðnum árum. Við hjá Afstöðu erum í þeirri stöðu að berjast fyrir hagsmunum hópa sem almennt eiga ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálafólki og mál sem við höfum reynt að setja á oddinn hafa oftar en ekki fengið að sitja á hakanum. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þeirra mála, tékklisti kannski eða jafnvel tossalisti, og þætti okkur vænt um að þið öll mynduð renna yfir hann. Þau ykkar sem valdið hafa mættuð jafnvel taka hann til gagngerrar skoðunar. Stefna í fangelsismálum Eitt helsta baráttumál Afstöðu frá stofnun félagsins hefur verið að fá stjórnvöld til að setja heildarstefnu í fangelsismálum. Þá er fyrir fullt og allt hægt að skilja við refsistefnuna sem fylgt hefur þjóðinni frá landnámi og sett hefur margan svartan blettinn á sögu Íslands. Ekki þarf að finna upp hjólið í þessum efnum því að öll Norðurlöndin önnur hafa tekið upp betrunarstefnu (eða endurhæfingarstefnu). Það er mat Afstöðu að kyrrstaða, ef ekki afturför, mun ríkja í málaflokknum þar til heildarstefna verður mörkuð. Launamál og dagpeningar Hér um að ræða deilumál tveggja ráðuneyta sem nær allt aftur til aldamóta. Að mati Afstöðu er kominn tími til að forsætisráðuneytið taki að sér yfirstjórn fangelsismála og höggvi á þennan hnút. Föngum skulu vera greidd laun í samræmi við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu til þess að þeir geti öðlast réttinda, greitt skaðabætur, meðlög, sektir, og fangelsiskostnað. Þegar allt kemur til alls þá mun þetta hafa mjög góð áhrif á samfélagið. Þá hafa dagpeningar fanga ekki hækkað frá 1.janúar 2006 eða í næstum 20 ár. Tryggingamál Annað deilumál sem forsætisráðuneytið ætti að leysa úr. Fangar eru ekki slysatryggðir við vinnu sína sem gengur í berhögg við ákvæði Evrópsku fangelsisreglnanna. Ítrekað hefur verið bent á þetta í gegnum árin en ekki hefur verið vilji hjá stjórnvöldum til að bæta úr. Félagsþjónusta sveitarfélaga Sveitarfélögin neita föngum um fjárhagsaðstoð á þeirri forsendu að þeir séu á framfæri ríkisins. Umboðsmaður alþingis hefur verið þessu ósammála og bent á að samkvæmt lögum eigi fangar rétt á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta hefur verið sagt á gráu svæði í mörg ár og aldrei nokkuð gert til þess að rétta hlut fanga. Það er kominn tími til. Verknám Íslendingar væru mun ríkari af iðnaðarmönnum ef stjórnvöld hefðu brugðist við hinum og þessum skýrslum starfshópa undanfarin ár, alls kyns áskorunum og jafnvel tilboðum um úrbætur. Mennt er máttur og lykilþáttur í endurhæfingu er fjölbreytt námsframboð. Áhugi núll. Því þarf að breyta. Upp með skýrslurnar. Tannlækningar Tannheilsa fanga er slæm og hefur versnað mikið undanfarinn áratug. Allt til ársins 2008 gátu fangar fengið styrk til tannviðgerða en tennurnar fengu að fjúka í hinu svokallaða hruni. Sveitarfélögin veita ekki styrki, sbr. gráa svæðið, og fangar geta ekki staðið undir kostnaði sjálfir. Nauðsynlegt er að gera úttekt á tannheilsu fanga og bregðast við. Upplýsingatækni Árið 2005 notuðu 45% þjóðarinnar Textavarpið oftar en fimm sinnum í viku. Í dag eru það eingöngu um áttatíu fangar á Litla-Hrauni. Sömu fangar hafa ekki aðgang að rafrænum skilríkjum og geta ekki notað þá þjónustu sem öðrum þegnum ríkisins þykir sjálfsögð og nauðsynleg. Afstaða var langt á veg komin með verkefni sem snerist um að spjaldtölvuvæða fangelsin með aðstoða fjarskiptafyrirtækjanna. Slíkt hefur gefið góða raun í öryggisfangelsum í Bandaríkjunum en þykir of framúrstefnulegt á Eyrarbakka. Því mætti auðveldlega breyta. Hér hefur verið stiklað á stóru og er tossalistinn langt í frá tæmandi. Hann er álíka langur og biðlistinn í fangelsin. Afstaða hefur í gegnum árin átt í góðu samstarfi við stjórnvöld og munu fulltrúar félagsins funda með nýjum ráðherrum á næstu vikum og mánuðum. Það er ósk félagsins að mannúðlegra fangelsiskerfi verði rekið á Íslandi, samfélaginu öllu til heilla. Virðingarfyllst, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ágæta ríkisstjórn, nýir þingmenn og endurkjörnir, nú þegar vorþing hefur verið sett og kjörtímabil breytinga komið af stað er ekki úr vegi að líta aðeins í baksýnisspegilinn, svona til þess að koma auga á atriði sem betur hefðu mátt fara hjá stjórnvöldum á umliðnum árum. Við hjá Afstöðu erum í þeirri stöðu að berjast fyrir hagsmunum hópa sem almennt eiga ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálafólki og mál sem við höfum reynt að setja á oddinn hafa oftar en ekki fengið að sitja á hakanum. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þeirra mála, tékklisti kannski eða jafnvel tossalisti, og þætti okkur vænt um að þið öll mynduð renna yfir hann. Þau ykkar sem valdið hafa mættuð jafnvel taka hann til gagngerrar skoðunar. Stefna í fangelsismálum Eitt helsta baráttumál Afstöðu frá stofnun félagsins hefur verið að fá stjórnvöld til að setja heildarstefnu í fangelsismálum. Þá er fyrir fullt og allt hægt að skilja við refsistefnuna sem fylgt hefur þjóðinni frá landnámi og sett hefur margan svartan blettinn á sögu Íslands. Ekki þarf að finna upp hjólið í þessum efnum því að öll Norðurlöndin önnur hafa tekið upp betrunarstefnu (eða endurhæfingarstefnu). Það er mat Afstöðu að kyrrstaða, ef ekki afturför, mun ríkja í málaflokknum þar til heildarstefna verður mörkuð. Launamál og dagpeningar Hér um að ræða deilumál tveggja ráðuneyta sem nær allt aftur til aldamóta. Að mati Afstöðu er kominn tími til að forsætisráðuneytið taki að sér yfirstjórn fangelsismála og höggvi á þennan hnút. Föngum skulu vera greidd laun í samræmi við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu til þess að þeir geti öðlast réttinda, greitt skaðabætur, meðlög, sektir, og fangelsiskostnað. Þegar allt kemur til alls þá mun þetta hafa mjög góð áhrif á samfélagið. Þá hafa dagpeningar fanga ekki hækkað frá 1.janúar 2006 eða í næstum 20 ár. Tryggingamál Annað deilumál sem forsætisráðuneytið ætti að leysa úr. Fangar eru ekki slysatryggðir við vinnu sína sem gengur í berhögg við ákvæði Evrópsku fangelsisreglnanna. Ítrekað hefur verið bent á þetta í gegnum árin en ekki hefur verið vilji hjá stjórnvöldum til að bæta úr. Félagsþjónusta sveitarfélaga Sveitarfélögin neita föngum um fjárhagsaðstoð á þeirri forsendu að þeir séu á framfæri ríkisins. Umboðsmaður alþingis hefur verið þessu ósammála og bent á að samkvæmt lögum eigi fangar rétt á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta hefur verið sagt á gráu svæði í mörg ár og aldrei nokkuð gert til þess að rétta hlut fanga. Það er kominn tími til. Verknám Íslendingar væru mun ríkari af iðnaðarmönnum ef stjórnvöld hefðu brugðist við hinum og þessum skýrslum starfshópa undanfarin ár, alls kyns áskorunum og jafnvel tilboðum um úrbætur. Mennt er máttur og lykilþáttur í endurhæfingu er fjölbreytt námsframboð. Áhugi núll. Því þarf að breyta. Upp með skýrslurnar. Tannlækningar Tannheilsa fanga er slæm og hefur versnað mikið undanfarinn áratug. Allt til ársins 2008 gátu fangar fengið styrk til tannviðgerða en tennurnar fengu að fjúka í hinu svokallaða hruni. Sveitarfélögin veita ekki styrki, sbr. gráa svæðið, og fangar geta ekki staðið undir kostnaði sjálfir. Nauðsynlegt er að gera úttekt á tannheilsu fanga og bregðast við. Upplýsingatækni Árið 2005 notuðu 45% þjóðarinnar Textavarpið oftar en fimm sinnum í viku. Í dag eru það eingöngu um áttatíu fangar á Litla-Hrauni. Sömu fangar hafa ekki aðgang að rafrænum skilríkjum og geta ekki notað þá þjónustu sem öðrum þegnum ríkisins þykir sjálfsögð og nauðsynleg. Afstaða var langt á veg komin með verkefni sem snerist um að spjaldtölvuvæða fangelsin með aðstoða fjarskiptafyrirtækjanna. Slíkt hefur gefið góða raun í öryggisfangelsum í Bandaríkjunum en þykir of framúrstefnulegt á Eyrarbakka. Því mætti auðveldlega breyta. Hér hefur verið stiklað á stóru og er tossalistinn langt í frá tæmandi. Hann er álíka langur og biðlistinn í fangelsin. Afstaða hefur í gegnum árin átt í góðu samstarfi við stjórnvöld og munu fulltrúar félagsins funda með nýjum ráðherrum á næstu vikum og mánuðum. Það er ósk félagsins að mannúðlegra fangelsiskerfi verði rekið á Íslandi, samfélaginu öllu til heilla. Virðingarfyllst, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun