Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2025 14:49 Kristrún, Ásthildur Lóa og ráðherrar í ríkisstjórninni á leið til guðsþjónustu við þingsetningu á þriðjudaginn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja krefja forsætisráðherra um svör hvort menntamálaráðherra eða starfsmaður á hennar vegum hafi skipt sér af kjaraviðræðum kennara við sveitarfélögin liðna helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokksformönnunum Hildi Sverrisdóttur í Sjálfstæðisflokki, Bergþóri Ólasyni hjá Miðflokknum og Ingibjörgu Isaksen úr Framsóknarflokknum. Þar segir að vegna frestunar á stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra vegna óveðurs sem leiddi til frestunar fyrsta þingfundar, sem fara átti fram í dag, hafi þremenningarnir sent Kristrúnu skriflega fyrirspurn. Þar sé óskað svara á meintum afskiptum Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra eða starfsmanns á hennar vegum á kjaraviðræðum Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög. „Fregnir herma að hæstvirtur Mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, hafi boðið tveggja prósentu launahækkun til viðbótar við það sem þá var á borðinu. Þetta var kostnaður sem ríkissjóður átti að taka á sig til einhvers tíma í þeim tilgangi að liðka fyrir deilunni,“ segir í fyrirspurninni til Kristrúnar. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd Kennarasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að honum hefði sýnst sem tækist að semja. Hann vildi þó ekki útskýra hvað hann teldi að hefði komið upp. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að það var eitthvað annað en peningar sem réðu þarna úrslitum. Ég held að pólitík sé að spila þarna alltof mikinn þátt í þessari deilu. Það séu einhverjir út í samfélaginu sem berjst gegn því að það verði farið af stað í þetta verkefni sem við höfum verið að vinna að með viðsemjendum okkar,“ segir Þorsteinn. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði á móti að 20 prósenta launahækkun hefði staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. „Ráðherra hefur enga beina aðkomu að samningum sem þessum sem er alls ekki að ástæðulausu og er vart hægt að segja að þarna hafi verið að tryggja samstöðu á meðal aðila vinnumarkaðarins þegar boðin er launahækkun umfram aðra hópa.“ Þingflokksformennirnir þrír óska svara enda séu miklir hagsmunir í húfi. Þeir vilja að forsætisráðhera lýsi með afdráttarlausum hætti afstöðu sinni til pólitískra afskipta af yfirstandandi kjaradeilu. Fyrirspurnina í heild sinni má sjá að neðan. Ekki náðist í Ásthildi Lóu við vinnslu fréttarinnar. Hún áréttaði í samtali við fréttastofu á þriðjudag að hún væri ekki aðili að deilunni. „Ég er í rauninni ekki aðili að deilunni. Ég er fagráðherra en ekki samningsaðili. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Ásthildur Lóa aðspurð um hvort hún sæi lausn í kortunum varðandi deiluna. Samningsaðilar í kjaradeilu kennara sitja þessa stundina á samningafundi í Karphúsinu í Borgartúni. Hæstvirtur forsætisráðherra, Óundirbúinn fyrirspurnartími sem var á dagskrá þingfundar í dag var felldur niður. Til stóð að bæði hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra, meðal annarra, skyldu standa fyrir svörum. Yfirstandandi er kjaradeila kennara við ríki og sveitarfélög. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að pólitísk afskipti hafi staðið í vegi fyrir því að samningar náist. Skemmst er að minnast ummæla forsætisráðherra í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins þann 31. janúar síðastliðinn á þá leið að ríkisstjórnin styðji heilshugar hugmyndir um hækkun launa kennara umfram aðra, í nafni virðismats, og komi til með að gera allt til að hjálpa til við að slíkt verði að veruleika. Síðustu daga hafa svo undirrituðum borist samhljóða fregnir úr nokkrum áttum af meintum afskiptum hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra af deilunni. Hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, er sagður hafa boðið, fyrir hönd ríkisins, 2% hækkun til viðbótar við það sem þegar var á borðinu. Ríkissjóður tæki á sig þann kostnað, að minnsta kosti til að byrja með, til að liðka fyrir deilunni, þrátt fyrir að ráðherra hafi enga beina aðkomu að samningum sem þessum, og er það ekki að ástæðulausu. Vart verður séð að ráðherra hafi tryggt samstöðu meðal aðila vinnumarkaðarins um hækkun launa tiltekins hóps umfram aðra, án þess að aðrir hópar fylgi í humátt á eftir. Án slíkrar samstöðu er efnahagslegum stöðugleika ógnað. Ætla má að samningar af þessu tagi hafi áhrif bæði á kjarasamninga sem þegar hafa verið undirritaðir og þá sem á eftir koma. Höfrungahlaup er sett af stað og markmið um efnahagslegan stöðugleika höfð að engu. Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi telja undirrituð brýnt að forsætisráðherra upplýsi um málavexti sem allra fyrst. Þá er rétt að forsætisráðherra lýsi með afdráttarlausum hætti afstöðu sinni til pólitískra afskipta af yfirstandandi kjaradeilu, sem og öðrum deilum á sama vettvangi. Ekki er unnt að bíða þess að hægt verði að taka málið fyrir á þingfundi sem verður ekki á dagskrá fyrr en á þriðjudag í næstu viku. Í ljósi þess að óundirbúinn fyrirspurnartími var felldur niður óska undirrituð eftir því að eftirfarandi spurningum, er varða meint afskipti hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra af kjaraviðræðum kennara, verði svarað eins fljótt og verða má. 1. Er rétt að mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, hafi boðið samningsaðilum, í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög, 2% hækkun ofan á það sem þegar lá fyrir? Ef ekki, var aðkoma ráðherrans með öðrum hætti en hér er tilgreind, og hver þá? 2. Er rétt að ráðuneytisstjórar í forsætis- og fjármálaráðuneyti, eða aðrir starfsmenn þeirra ráðuneyta, hafi mætt í húsakynni ríkissáttasemjara á þessum tíma, og ef svo er, í hvaða erindagjörðum? 3. Ef svo er, var það með vitund og samþykki forsætisráðherra og/eða fjármálaráðherra? 4. Ef rétt er, liggja fyrir fjárheimildir vegna þessa? 5. Ef rétt er, lítur forsætisráðherra svo á að eðlilegt sé að mennta- og barnamálaráðherra stigi inn í kjaradeiluna með þessum hætti? Lítur forsætisráðherra almennt svo á að afskipti ráðherra af kjaradeilum séu eðlileg? Virðingarfyllst,Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins og Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kjaraviðræður 2023-25 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokksformönnunum Hildi Sverrisdóttur í Sjálfstæðisflokki, Bergþóri Ólasyni hjá Miðflokknum og Ingibjörgu Isaksen úr Framsóknarflokknum. Þar segir að vegna frestunar á stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra vegna óveðurs sem leiddi til frestunar fyrsta þingfundar, sem fara átti fram í dag, hafi þremenningarnir sent Kristrúnu skriflega fyrirspurn. Þar sé óskað svara á meintum afskiptum Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra eða starfsmanns á hennar vegum á kjaraviðræðum Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög. „Fregnir herma að hæstvirtur Mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, hafi boðið tveggja prósentu launahækkun til viðbótar við það sem þá var á borðinu. Þetta var kostnaður sem ríkissjóður átti að taka á sig til einhvers tíma í þeim tilgangi að liðka fyrir deilunni,“ segir í fyrirspurninni til Kristrúnar. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd Kennarasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að honum hefði sýnst sem tækist að semja. Hann vildi þó ekki útskýra hvað hann teldi að hefði komið upp. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að það var eitthvað annað en peningar sem réðu þarna úrslitum. Ég held að pólitík sé að spila þarna alltof mikinn þátt í þessari deilu. Það séu einhverjir út í samfélaginu sem berjst gegn því að það verði farið af stað í þetta verkefni sem við höfum verið að vinna að með viðsemjendum okkar,“ segir Þorsteinn. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði á móti að 20 prósenta launahækkun hefði staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. „Ráðherra hefur enga beina aðkomu að samningum sem þessum sem er alls ekki að ástæðulausu og er vart hægt að segja að þarna hafi verið að tryggja samstöðu á meðal aðila vinnumarkaðarins þegar boðin er launahækkun umfram aðra hópa.“ Þingflokksformennirnir þrír óska svara enda séu miklir hagsmunir í húfi. Þeir vilja að forsætisráðhera lýsi með afdráttarlausum hætti afstöðu sinni til pólitískra afskipta af yfirstandandi kjaradeilu. Fyrirspurnina í heild sinni má sjá að neðan. Ekki náðist í Ásthildi Lóu við vinnslu fréttarinnar. Hún áréttaði í samtali við fréttastofu á þriðjudag að hún væri ekki aðili að deilunni. „Ég er í rauninni ekki aðili að deilunni. Ég er fagráðherra en ekki samningsaðili. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Ásthildur Lóa aðspurð um hvort hún sæi lausn í kortunum varðandi deiluna. Samningsaðilar í kjaradeilu kennara sitja þessa stundina á samningafundi í Karphúsinu í Borgartúni. Hæstvirtur forsætisráðherra, Óundirbúinn fyrirspurnartími sem var á dagskrá þingfundar í dag var felldur niður. Til stóð að bæði hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra, meðal annarra, skyldu standa fyrir svörum. Yfirstandandi er kjaradeila kennara við ríki og sveitarfélög. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að pólitísk afskipti hafi staðið í vegi fyrir því að samningar náist. Skemmst er að minnast ummæla forsætisráðherra í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins þann 31. janúar síðastliðinn á þá leið að ríkisstjórnin styðji heilshugar hugmyndir um hækkun launa kennara umfram aðra, í nafni virðismats, og komi til með að gera allt til að hjálpa til við að slíkt verði að veruleika. Síðustu daga hafa svo undirrituðum borist samhljóða fregnir úr nokkrum áttum af meintum afskiptum hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra af deilunni. Hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, er sagður hafa boðið, fyrir hönd ríkisins, 2% hækkun til viðbótar við það sem þegar var á borðinu. Ríkissjóður tæki á sig þann kostnað, að minnsta kosti til að byrja með, til að liðka fyrir deilunni, þrátt fyrir að ráðherra hafi enga beina aðkomu að samningum sem þessum, og er það ekki að ástæðulausu. Vart verður séð að ráðherra hafi tryggt samstöðu meðal aðila vinnumarkaðarins um hækkun launa tiltekins hóps umfram aðra, án þess að aðrir hópar fylgi í humátt á eftir. Án slíkrar samstöðu er efnahagslegum stöðugleika ógnað. Ætla má að samningar af þessu tagi hafi áhrif bæði á kjarasamninga sem þegar hafa verið undirritaðir og þá sem á eftir koma. Höfrungahlaup er sett af stað og markmið um efnahagslegan stöðugleika höfð að engu. Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi telja undirrituð brýnt að forsætisráðherra upplýsi um málavexti sem allra fyrst. Þá er rétt að forsætisráðherra lýsi með afdráttarlausum hætti afstöðu sinni til pólitískra afskipta af yfirstandandi kjaradeilu, sem og öðrum deilum á sama vettvangi. Ekki er unnt að bíða þess að hægt verði að taka málið fyrir á þingfundi sem verður ekki á dagskrá fyrr en á þriðjudag í næstu viku. Í ljósi þess að óundirbúinn fyrirspurnartími var felldur niður óska undirrituð eftir því að eftirfarandi spurningum, er varða meint afskipti hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra af kjaraviðræðum kennara, verði svarað eins fljótt og verða má. 1. Er rétt að mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, hafi boðið samningsaðilum, í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög, 2% hækkun ofan á það sem þegar lá fyrir? Ef ekki, var aðkoma ráðherrans með öðrum hætti en hér er tilgreind, og hver þá? 2. Er rétt að ráðuneytisstjórar í forsætis- og fjármálaráðuneyti, eða aðrir starfsmenn þeirra ráðuneyta, hafi mætt í húsakynni ríkissáttasemjara á þessum tíma, og ef svo er, í hvaða erindagjörðum? 3. Ef svo er, var það með vitund og samþykki forsætisráðherra og/eða fjármálaráðherra? 4. Ef rétt er, liggja fyrir fjárheimildir vegna þessa? 5. Ef rétt er, lítur forsætisráðherra svo á að eðlilegt sé að mennta- og barnamálaráðherra stigi inn í kjaradeiluna með þessum hætti? Lítur forsætisráðherra almennt svo á að afskipti ráðherra af kjaradeilum séu eðlileg? Virðingarfyllst,Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins og Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar
Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kjaraviðræður 2023-25 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira