Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 15:03 Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Tilvalið tækifæri fyrir þig. En hvað með mig? Ég er kennari, með nám og námslán eftir því. Ég valdi starf í leikskóla af því það er skemmtilegasta, flóknasta, erfiðasta og eina starfið sem ég get hugsað mér. GAT hugsað mér. Ég hef unnið með fólki sem tekur að sér liðveislu barna í leikskólanum, þau gera þetta af ánægju og til að styðja fjölskyldur sem þurfa á því að halda. Ég starfa með fólki sem sækir námskeið í frítíma sínum til þess að auka þekkingu sína á þroska og umönnun barna, ég er ein af þeim. Þetta fólk/ég á fjölskyldur, börn, metnaðurinn fyrir starfinu er mikill. Samskipti, ég er deildarstjóri, ég þarf að hafa umsjón með starfinu sem á sér stað á deildinni. Fræða starfsfólk um það sem skiptir máli OG hvers vegna það skiptir máli. Ég svara foreldrum sem eru ósátt, sátt, í vandræðum með hegðun barns eða veikindi, langvarandi eða ekki. Skerðingar á líkama eða þroska, ef ég hef ekki svörin þá leita ég til sérfæðinga eða rannsókna um efnið. Ég geri mitt besta til að finna lausnir eða útbúa efni sem nýtist heima, heima hjá barninu fyrir foreldrana, ekki mig, þig. Ég geri þetta af ánægju. Gerði/geri?/mun gera?. Eurodyce gaf út skýrslu nú á dögunum þar sem borin eru saman gæði leikskólastarfs í löndum Evrópu. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt greiningu skýrslunnar stendur íslenska leikskólakerfið styrkum fótum í evrópskum samanburði. Þar ber hæst að Ísland er með heildstæða námskrá fyrir leikskólastigið, góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Að auki er þátttökuhlutfall barna hér á landi hátt í evrópskum samanburði, sérstaklega í eldri aldurshópum, og aðgengi barna í viðkvæmri stöðu að leikskóla er tryggt“. Ísland er með heildstæða námskrá, sem var yfirfarin nú á síðasta ári. Þetta er ekki að finna allstaðar. Þáttökuhlutfall hátt og börn í viðkvæmri stöðu með tryggt aðgengi. Og ég endurtek: „góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara“ við komum vel út miðað við mörg önnur lönd… á pappír. En við auglýsum eftir fólki með hreint sakavottorð. Ég veit að samband íslenskra sveitafélaga stendur ekki uppi af fólki sem vill mér illt. Ég veit að það er flókið að reka bæjarfélög, ekki langar mig að gera það. En ég veit líka að það sem ég tekst á við daglega byggir upp fólkið sem mun sinna þessum störfum og byggja landið. „Á sandi byggði heimskur maður hús“ söng ég sem barn, ég vil ekki byggja á sandi en stundum eru möguleikarnir sem ég hef fáir. Auglýsendur, stjórnendur sveitafélaga gera lítið úr starfinu sem ég hef valið mér og mínum metnaði og minni umhyggju með því að neita að standa við gefin loforð. Meðal annars með því að halda í þá staðreynd að fólk með álíka menntun og ég fái betur greitt fyrir störf sín OG eru metin sem sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum öll vera metin að verðleikum fyrir okkar starf. Í dag er ég ekki stolt af mínu sveitafélagi eða landi. En ég er stolt af leikskólanum mínum og því starfi sem við vinnum. Til hamingju með dag leikskólans kæra þjóð. Vilt þú vinna með framtíðinni? Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Hafnarfjörður Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Tilvalið tækifæri fyrir þig. En hvað með mig? Ég er kennari, með nám og námslán eftir því. Ég valdi starf í leikskóla af því það er skemmtilegasta, flóknasta, erfiðasta og eina starfið sem ég get hugsað mér. GAT hugsað mér. Ég hef unnið með fólki sem tekur að sér liðveislu barna í leikskólanum, þau gera þetta af ánægju og til að styðja fjölskyldur sem þurfa á því að halda. Ég starfa með fólki sem sækir námskeið í frítíma sínum til þess að auka þekkingu sína á þroska og umönnun barna, ég er ein af þeim. Þetta fólk/ég á fjölskyldur, börn, metnaðurinn fyrir starfinu er mikill. Samskipti, ég er deildarstjóri, ég þarf að hafa umsjón með starfinu sem á sér stað á deildinni. Fræða starfsfólk um það sem skiptir máli OG hvers vegna það skiptir máli. Ég svara foreldrum sem eru ósátt, sátt, í vandræðum með hegðun barns eða veikindi, langvarandi eða ekki. Skerðingar á líkama eða þroska, ef ég hef ekki svörin þá leita ég til sérfæðinga eða rannsókna um efnið. Ég geri mitt besta til að finna lausnir eða útbúa efni sem nýtist heima, heima hjá barninu fyrir foreldrana, ekki mig, þig. Ég geri þetta af ánægju. Gerði/geri?/mun gera?. Eurodyce gaf út skýrslu nú á dögunum þar sem borin eru saman gæði leikskólastarfs í löndum Evrópu. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt greiningu skýrslunnar stendur íslenska leikskólakerfið styrkum fótum í evrópskum samanburði. Þar ber hæst að Ísland er með heildstæða námskrá fyrir leikskólastigið, góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Að auki er þátttökuhlutfall barna hér á landi hátt í evrópskum samanburði, sérstaklega í eldri aldurshópum, og aðgengi barna í viðkvæmri stöðu að leikskóla er tryggt“. Ísland er með heildstæða námskrá, sem var yfirfarin nú á síðasta ári. Þetta er ekki að finna allstaðar. Þáttökuhlutfall hátt og börn í viðkvæmri stöðu með tryggt aðgengi. Og ég endurtek: „góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara“ við komum vel út miðað við mörg önnur lönd… á pappír. En við auglýsum eftir fólki með hreint sakavottorð. Ég veit að samband íslenskra sveitafélaga stendur ekki uppi af fólki sem vill mér illt. Ég veit að það er flókið að reka bæjarfélög, ekki langar mig að gera það. En ég veit líka að það sem ég tekst á við daglega byggir upp fólkið sem mun sinna þessum störfum og byggja landið. „Á sandi byggði heimskur maður hús“ söng ég sem barn, ég vil ekki byggja á sandi en stundum eru möguleikarnir sem ég hef fáir. Auglýsendur, stjórnendur sveitafélaga gera lítið úr starfinu sem ég hef valið mér og mínum metnaði og minni umhyggju með því að neita að standa við gefin loforð. Meðal annars með því að halda í þá staðreynd að fólk með álíka menntun og ég fái betur greitt fyrir störf sín OG eru metin sem sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum öll vera metin að verðleikum fyrir okkar starf. Í dag er ég ekki stolt af mínu sveitafélagi eða landi. En ég er stolt af leikskólanum mínum og því starfi sem við vinnum. Til hamingju með dag leikskólans kæra þjóð. Vilt þú vinna með framtíðinni? Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar