Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. febrúar 2025 16:03 Þótt Framsóknarflokkurinn sé í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefur hann í því samstarfi skapað sitt eigið fangelsi. Þetta kemur hvergi betur fram en í flugvallarmálinu. Leikþátturinn í ágúst 2023 Í ágúst 2023 setti þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar upp leikþátt um þær kröfur Isavia innanlandsflugvalla að tré yrðu grisjuð í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Þótt þær kröfur styddust við gildandi samninga Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins var látið að því liggja af hálfu þáverandi borgarstjóra að málið snerist um stórfellt skógarhögg. Framsóknarflokkurinn, sem segist hliðhollur veru flugvallarins í Vatnsmýri, studdi að setja málið í umsagnarferli innan borgarkerfisins. Svæfingardeildin og skortur á forystu Síðan þá, eða í 18 mánuði, hefur málið verið í svæfingardeildinni hjá umhverfis- og skipulagsráði. Engar umsagnir hafa verið lagðar fram. Engin skýrslugerð liggur fyrir en af hálfu borgarinnar hafa skýrslur verið samdar af minna tilefni. Upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa um málið hefur verið í lágmarki. Forysta Framsóknarflokksins í málinu hefur því engin verið. Svo virðist sem að fulltrúar flokksins sætti sig við að aðrir flokkar í meirihlutasamstarfinu láti draga sig á asnaeyrunum. Samt er það framsóknarmaður sem er borgarstjóri og búinn að vera það í rúmt ár. Loka á annarri flugbrautinni að óbreyttu Fram hefur komið í fréttum hinn 6. febrúar 2025 að Samgöngustofa hafi gefið út fyrirmæli um að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þar eð mælingar „Isavia innanlandsflugvalla frá október sl. staðfesta að trjágróður hefur vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því er ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á flugbraut 13/31“. Með öðrum orðum, á borgarstjórnarvakt Framsóknarflokksins hefur trjágróður í Öskjuhlíð vaxið upp í hindranafleti sem eiga að vera hindranalausir. Verði þetta niðurstaðan er lítið orðið eftir af rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Hvernig á að losna úr prísundinni? Í viðtali hjá Spursmálum Morgunblaðsins, sem birt var 5. febrúar 2025, var Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, spurður út í flugvallarmálið og í framhaldinu lét hann svohljóðandi ummæli falla: „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í, í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar.“ Vissulega er hreinskilni þessi til eftirbreytni en er ekki meira um vert að Framsóknarflokkurinn reki af sér slyðruorðið og losi sig úr þeirri prísund sem núverandi meirihlutasamstarf í borgarstjórn er? Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þótt Framsóknarflokkurinn sé í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefur hann í því samstarfi skapað sitt eigið fangelsi. Þetta kemur hvergi betur fram en í flugvallarmálinu. Leikþátturinn í ágúst 2023 Í ágúst 2023 setti þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar upp leikþátt um þær kröfur Isavia innanlandsflugvalla að tré yrðu grisjuð í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Þótt þær kröfur styddust við gildandi samninga Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins var látið að því liggja af hálfu þáverandi borgarstjóra að málið snerist um stórfellt skógarhögg. Framsóknarflokkurinn, sem segist hliðhollur veru flugvallarins í Vatnsmýri, studdi að setja málið í umsagnarferli innan borgarkerfisins. Svæfingardeildin og skortur á forystu Síðan þá, eða í 18 mánuði, hefur málið verið í svæfingardeildinni hjá umhverfis- og skipulagsráði. Engar umsagnir hafa verið lagðar fram. Engin skýrslugerð liggur fyrir en af hálfu borgarinnar hafa skýrslur verið samdar af minna tilefni. Upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa um málið hefur verið í lágmarki. Forysta Framsóknarflokksins í málinu hefur því engin verið. Svo virðist sem að fulltrúar flokksins sætti sig við að aðrir flokkar í meirihlutasamstarfinu láti draga sig á asnaeyrunum. Samt er það framsóknarmaður sem er borgarstjóri og búinn að vera það í rúmt ár. Loka á annarri flugbrautinni að óbreyttu Fram hefur komið í fréttum hinn 6. febrúar 2025 að Samgöngustofa hafi gefið út fyrirmæli um að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þar eð mælingar „Isavia innanlandsflugvalla frá október sl. staðfesta að trjágróður hefur vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því er ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á flugbraut 13/31“. Með öðrum orðum, á borgarstjórnarvakt Framsóknarflokksins hefur trjágróður í Öskjuhlíð vaxið upp í hindranafleti sem eiga að vera hindranalausir. Verði þetta niðurstaðan er lítið orðið eftir af rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Hvernig á að losna úr prísundinni? Í viðtali hjá Spursmálum Morgunblaðsins, sem birt var 5. febrúar 2025, var Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, spurður út í flugvallarmálið og í framhaldinu lét hann svohljóðandi ummæli falla: „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í, í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar.“ Vissulega er hreinskilni þessi til eftirbreytni en er ekki meira um vert að Framsóknarflokkurinn reki af sér slyðruorðið og losi sig úr þeirri prísund sem núverandi meirihlutasamstarf í borgarstjórn er? Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun