„Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. febrúar 2025 21:51 Dwayne Lautier-Ogunleye var mættur á ný á gólfið í Njarðvík í kvöld. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79. „Þetta var gott, það er aldrei skemmtilegt að vera frá vegna meiðsla og þurfa að horfa á. Ég fékk mikinn stuðning frá liðinu og núna að vera mættur aftur á gólfið með þeim er frábær tilfinning og að geta hjálpað liðinu eftir hvernig fór síðast gegn KR í bikarnum, “ sagði Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Dwayne hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og var að koma til baka og spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga síðan í lok nóvember. „Ég er himinlifandi. Það var ömurlegt að vera frá svona lengi en ég er að koma aftur núna fyrir skemmtilegasta hlutan. Það eru nokkrir leikir eftir fram að úrslitakeppni svo við verðum að styrkja stöðu okkar í deildinni með hverjum leiknum og verða betri þannig að við verðum að toppa þegar við förum inn í úrslitakeppnina og getum sýnt hversu hættulegir við erum. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum fullmannaðir,“ sagði Dwayne. Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstur í kvöld með 24 stig og spilaði að auki tæpar 28 mínútur sem er ótrúlegt miðað við mann sem er að koma til baka eftir meiðsli. „Það er enn smá ryð í mér. Ég á ennþá eitthvað í land, það eru enn hlutir sem ég veit ég get gert betur. Þetta snýst bara um að hjálpa liðinu hvernig sem ég get og hjálpað þeim að vinna eins og við gerðum í kvöld sem skiptir höfuð máli,“ sagði Dwayne.Njarðvíkingar eru í flottri stöðu í þriðja sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Aðspurður um mikilvægi þess að ná að halda í allavega þriðja sætið og ná heimavallar réttinum sagði Dwayne að það væri klárt markmið. „Það er markmiðið. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að enda í topp fjórum og ná heimavallar réttinum í fyrstu umferð allavega. Við erum á réttri leið með það en það er enn nóg eftir og við vitum hversu stutt er í þéttan pakka fyrir neðan okkur. Sigurinn í kvöld var frábær því KR var rétt fyrir neðan okkur og við náðum aðeins að skilja okkur frá en það eru fimm leikir eftir og allir geta unnið alla í þessari deild svo við megum ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ Njarðvíkingar hafa litið vel út í vetur og margir spekingar jafnvel gengið það langt að segja þá eiga raunhæfa möguleika um að keppast um þann stóra í vor. „Markmið allra er að vinna meistaratitilinn, enginn okkar kom með önnur markmið en við skiljum að við þurfum að taka þetta einn dag í einu. Um leið og við komumst í úrslitakeppnina þá erum við með frábært íþróttahús og allir stuðningsmennirnir munu mæta með læti og þetta verður erfiðasti heimavöllur í deildinni. Við tökum þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og það á enn margt eftir að gerast. Passið ykkur bara á okkur þegar úrslitakeppnin byrjar,“ Sagði Dwayne Lautier-Ogunleye. Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Þetta var gott, það er aldrei skemmtilegt að vera frá vegna meiðsla og þurfa að horfa á. Ég fékk mikinn stuðning frá liðinu og núna að vera mættur aftur á gólfið með þeim er frábær tilfinning og að geta hjálpað liðinu eftir hvernig fór síðast gegn KR í bikarnum, “ sagði Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Dwayne hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og var að koma til baka og spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga síðan í lok nóvember. „Ég er himinlifandi. Það var ömurlegt að vera frá svona lengi en ég er að koma aftur núna fyrir skemmtilegasta hlutan. Það eru nokkrir leikir eftir fram að úrslitakeppni svo við verðum að styrkja stöðu okkar í deildinni með hverjum leiknum og verða betri þannig að við verðum að toppa þegar við förum inn í úrslitakeppnina og getum sýnt hversu hættulegir við erum. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum fullmannaðir,“ sagði Dwayne. Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstur í kvöld með 24 stig og spilaði að auki tæpar 28 mínútur sem er ótrúlegt miðað við mann sem er að koma til baka eftir meiðsli. „Það er enn smá ryð í mér. Ég á ennþá eitthvað í land, það eru enn hlutir sem ég veit ég get gert betur. Þetta snýst bara um að hjálpa liðinu hvernig sem ég get og hjálpað þeim að vinna eins og við gerðum í kvöld sem skiptir höfuð máli,“ sagði Dwayne.Njarðvíkingar eru í flottri stöðu í þriðja sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Aðspurður um mikilvægi þess að ná að halda í allavega þriðja sætið og ná heimavallar réttinum sagði Dwayne að það væri klárt markmið. „Það er markmiðið. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að enda í topp fjórum og ná heimavallar réttinum í fyrstu umferð allavega. Við erum á réttri leið með það en það er enn nóg eftir og við vitum hversu stutt er í þéttan pakka fyrir neðan okkur. Sigurinn í kvöld var frábær því KR var rétt fyrir neðan okkur og við náðum aðeins að skilja okkur frá en það eru fimm leikir eftir og allir geta unnið alla í þessari deild svo við megum ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ Njarðvíkingar hafa litið vel út í vetur og margir spekingar jafnvel gengið það langt að segja þá eiga raunhæfa möguleika um að keppast um þann stóra í vor. „Markmið allra er að vinna meistaratitilinn, enginn okkar kom með önnur markmið en við skiljum að við þurfum að taka þetta einn dag í einu. Um leið og við komumst í úrslitakeppnina þá erum við með frábært íþróttahús og allir stuðningsmennirnir munu mæta með læti og þetta verður erfiðasti heimavöllur í deildinni. Við tökum þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og það á enn margt eftir að gerast. Passið ykkur bara á okkur þegar úrslitakeppnin byrjar,“ Sagði Dwayne Lautier-Ogunleye.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira