Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2025 22:20 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í viðtali á Loftleiðahótelinu síðdegis. Bjarni Einarsson Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. Landsmenn horfa fram á verulega skert rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar næstu mánuði eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði í gærkvöldi lokun austur/vestur-brautar vallarins frá og með laugardegi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fundi Flugmálafélags Íslands á Loftleiðahótelinu síðdegis þar sem málefni flugvallarins voru rædd. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í ræðustól.kmu Það lýsti stemmningunni á fundinum að Eyjólfur Ármannsson hlaut dynjandi lófaklapp þegar hann í ávarpi sínu sagði nýja ríkisstjórn einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í erindum framsögumanna var borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík gagnrýndur vegna framgöngu sinnar í málefnum flugvallarins. Gagnrýni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlands, var sérstaklega hörð gagnvart þeim áformum borgarinnar að taka svæði flugvallarins í Skerjafirði undir íbúðabyggð rétt við brautamót vallarins og kallaði hún þau galin. Séð yfir austur/vestur braut flugvallarins. Henni verður lokað vegna þess að tré í aðflugslínu eru vaxin upp í hindranaflöt brautarinnar.Bjarni Einarsson Hæst var þó á fundinum nýjustu tíðindin frá því í dag; tilskipun Samgöngustofu um að loka skuli annarri flugbraut vallarins á laugardag. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson. „Þetta er á grundvelli nýs öryggismats sem fór fram og þá þarf að loka brautinni.“ Frá pallborðsumræðum á fundi Flugmálafélagsins.KMU -En hvernig á að bregðast við? „Ja, það er sáraeinfalt mál. Reykjavíkurborg þarf að skera niður þessi tré, fella trén, svo þau fari ekki upp í öryggisfletina, hindrunarfletina í kringum Reykjavíkurflugvöll.“ -Hefurðu áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins og sjúkrafluginu til dæmis? „Já, ég hef miklar áhyggjur af þessu. Og ég bara skil ekki Reykjavíkurborg, hvað þau eru að hugsa með því að haga sér svona. Að fara ekki að réttum skipulagslögum og saga niður trén,“ svarar ráðherrann. Hverju Einar Þorsteinsson borgarstjóri svaraði má heyra í frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Landsmenn horfa fram á verulega skert rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar næstu mánuði eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði í gærkvöldi lokun austur/vestur-brautar vallarins frá og með laugardegi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fundi Flugmálafélags Íslands á Loftleiðahótelinu síðdegis þar sem málefni flugvallarins voru rædd. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í ræðustól.kmu Það lýsti stemmningunni á fundinum að Eyjólfur Ármannsson hlaut dynjandi lófaklapp þegar hann í ávarpi sínu sagði nýja ríkisstjórn einhuga um að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í erindum framsögumanna var borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík gagnrýndur vegna framgöngu sinnar í málefnum flugvallarins. Gagnrýni Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlands, var sérstaklega hörð gagnvart þeim áformum borgarinnar að taka svæði flugvallarins í Skerjafirði undir íbúðabyggð rétt við brautamót vallarins og kallaði hún þau galin. Séð yfir austur/vestur braut flugvallarins. Henni verður lokað vegna þess að tré í aðflugslínu eru vaxin upp í hindranaflöt brautarinnar.Bjarni Einarsson Hæst var þó á fundinum nýjustu tíðindin frá því í dag; tilskipun Samgöngustofu um að loka skuli annarri flugbraut vallarins á laugardag. „Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson. „Þetta er á grundvelli nýs öryggismats sem fór fram og þá þarf að loka brautinni.“ Frá pallborðsumræðum á fundi Flugmálafélagsins.KMU -En hvernig á að bregðast við? „Ja, það er sáraeinfalt mál. Reykjavíkurborg þarf að skera niður þessi tré, fella trén, svo þau fari ekki upp í öryggisfletina, hindrunarfletina í kringum Reykjavíkurflugvöll.“ -Hefurðu áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins og sjúkrafluginu til dæmis? „Já, ég hef miklar áhyggjur af þessu. Og ég bara skil ekki Reykjavíkurborg, hvað þau eru að hugsa með því að haga sér svona. Að fara ekki að réttum skipulagslögum og saga niður trén,“ svarar ráðherrann. Hverju Einar Þorsteinsson borgarstjóri svaraði má heyra í frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48