Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 08:02 Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa að mati Geirs allir mátt þola ósanngjarna meðferð af hálfu HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson hættir sem formaður HSÍ í vor eftir tólf ár í starfi. Samsett/Getty/Vísir Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu. Eftir framgöngu Króatíu á nýafstöðnu HM, þar sem liðið endaði á að vinna silfurverðlaun undir stjórn Dags, hefur verið nokkuð rætt um þá staðreynd að Dagur stóð HSÍ til boða fyrir tveimur árum, eftir að þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar lauk. Dagur var þó á þeim tíma landsliðsþjálfari Japans en eins og frægt er orðið fundaði hann með forráðamönnum HSÍ og heyrði svo ekki meira í þeim næstu fimm vikurnar. Dagur steig þá fram í viðtali við Vísi og sagðist strax hafa skynjað að „það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig“ og lýsti fundinum með HSÍ sem vísi að leikriti. Í Framlengingunni á RÚV í vikunni ræddu svo fyrrverandi landsliðmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson um þetta og hörmuðu framkomu HSÍ gagnvart Degi á sínum tíma, áður en Snorri Steinn Guðjónsson var svo ráðinn. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ sagði Ólafur og félagar hans í settinu tóku undir: „Við höfum ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki,“ sagði Kári Kristján. Geir Sveinsson tjáði sig um framkomu HSÍ gagnvart Degi sigurðssyni og nefndi fjölda þjálfara sem hann telur hafa þurft að eiga við sams konar framkomu.Skjáskot/@GSveinsson Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og svo landsliðsþjálfari á árunum 2016-18, vitnaði í þessi ummæli úr Framlengingunni í skrifum á Twitter og skrifar: „Þessi framkoma HSÍ er langt í frá ný af nálinni. Þetta hefur verið við lýði til fjölda ára og margir upplifað hana í gegnum tíðina. Dæmi um þá sem hafa upplifað þetta eru Aron Kristjánsson, Mattías Andersson, undirritaður, Óskar Bjarni Óskarsson, Axel Stefánsson, Guðmundur Þórður, Gunni Magg, Dagur Sigurðsson auk fjölda annarra,“ skrifar Geir og vísar til fyrrverandi landsliðsþjálfara karla og kvenna, og aðstoðarþjálfara. „Á þessum bæ breytist lítið,“ endar Geir á að skrifa. Fráfarandi formaður: Réttar ákvarðanir í öllum þjálfaramálum Breytingar eru þó framundan í æðstu stöðum hjá HSÍ því formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í vor, eftir tólf ára starf. „Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur í samtali við RÚV og tjáir sig einnig stuttlega um gagnrýnina á hans störf varðandi þjálfaramál: „Þó að maður horfi til baka þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum. Við eigum bara að gefa ungum þjálfara eins og Snorra, sem við völdum, tækifæri til að þroskast í starfi. Ég held að hann eigi eftir að ná góðum árangri með liðið.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Eftir framgöngu Króatíu á nýafstöðnu HM, þar sem liðið endaði á að vinna silfurverðlaun undir stjórn Dags, hefur verið nokkuð rætt um þá staðreynd að Dagur stóð HSÍ til boða fyrir tveimur árum, eftir að þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar lauk. Dagur var þó á þeim tíma landsliðsþjálfari Japans en eins og frægt er orðið fundaði hann með forráðamönnum HSÍ og heyrði svo ekki meira í þeim næstu fimm vikurnar. Dagur steig þá fram í viðtali við Vísi og sagðist strax hafa skynjað að „það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig“ og lýsti fundinum með HSÍ sem vísi að leikriti. Í Framlengingunni á RÚV í vikunni ræddu svo fyrrverandi landsliðmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson um þetta og hörmuðu framkomu HSÍ gagnvart Degi á sínum tíma, áður en Snorri Steinn Guðjónsson var svo ráðinn. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ sagði Ólafur og félagar hans í settinu tóku undir: „Við höfum ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki,“ sagði Kári Kristján. Geir Sveinsson tjáði sig um framkomu HSÍ gagnvart Degi sigurðssyni og nefndi fjölda þjálfara sem hann telur hafa þurft að eiga við sams konar framkomu.Skjáskot/@GSveinsson Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og svo landsliðsþjálfari á árunum 2016-18, vitnaði í þessi ummæli úr Framlengingunni í skrifum á Twitter og skrifar: „Þessi framkoma HSÍ er langt í frá ný af nálinni. Þetta hefur verið við lýði til fjölda ára og margir upplifað hana í gegnum tíðina. Dæmi um þá sem hafa upplifað þetta eru Aron Kristjánsson, Mattías Andersson, undirritaður, Óskar Bjarni Óskarsson, Axel Stefánsson, Guðmundur Þórður, Gunni Magg, Dagur Sigurðsson auk fjölda annarra,“ skrifar Geir og vísar til fyrrverandi landsliðsþjálfara karla og kvenna, og aðstoðarþjálfara. „Á þessum bæ breytist lítið,“ endar Geir á að skrifa. Fráfarandi formaður: Réttar ákvarðanir í öllum þjálfaramálum Breytingar eru þó framundan í æðstu stöðum hjá HSÍ því formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í vor, eftir tólf ára starf. „Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur í samtali við RÚV og tjáir sig einnig stuttlega um gagnrýnina á hans störf varðandi þjálfaramál: „Þó að maður horfi til baka þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum. Við eigum bara að gefa ungum þjálfara eins og Snorra, sem við völdum, tækifæri til að þroskast í starfi. Ég held að hann eigi eftir að ná góðum árangri með liðið.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira