Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar 7. febrúar 2025 09:02 Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir yfir stuðningi við leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og þá kröfu að störf þeirra verði metin að verðleikum. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn íslenskt leikverk árið 1903, Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, hafa listsköpun, velferð og hagsmunir íslenskra rithöfunda og sviðslistafólks farið saman. Leiklist og dans eru mikilvægar og verðmætar listgreinar sem krefjast menntunar, fórna og vinnu við að gæða sígild og ný listaverk lífi, vekja áhorfendur til umhugsunar, samkenndar og djúpra tilfinninga, sýna samfélag okkar og menningu stöðugt í nýju ljósi, og viðhalda siðmenningu í landinu. Stjórn RSÍ álítur með öllu ólíðandi að fagfólkið sem stendur bókstaflega í fremstu línu hins listræna starfs Borgarleikhússins skuli vera á lægri launum en sem nemur meðallaunum starfsfólks á skrifstofu Borgarleikhússins , enda er það í hróplegu ósamræmi við þann grundvöll sem starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hefur byggst á frá upphafi. Fólk sem starfar við listir og skapandi greinar á sífellt erfiðara með að fá störf sín metin til launa. Mörg okkar hafa þurft að sjá á eftir stórum hluta tekjumöguleikanna í hendur milliliða og streymisveitna. Rithöfundar þekkja þetta af eigin raun, þar sem hljóðbækur hafa tekið yfir stóran hluta bókamarkaðarins. Höfundarréttargreiðslur af prentuðum bókum dragast saman á meðan streymisveitur á borð við Storytel eru reknar með stórgróða, en greiðslur til höfunda af hljóðbókahlustun eru skammarlega lágar. Stjórn RSÍ álítur að allar skapandi stéttir standi frammi fyrir sömu áskoruninni; að berjast fyrir tilvist sinni og afkomu gagnvart milliliðum, hvort sem þeir starfa hjá alþjóðlegum streymisveitum eða á skrifstofu Borgarleikhússins. Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært. Stjórn RSÍ hvetur stjórn Leikfélags Reykjavíkur til að rifja upp til hvers leikfélagið er starfrækt, og í hvaða tilgangi Borgarleikhúsið var byggt. Án listamanna væri þar lítið að sjá. Reykjavík 4. febrúar 2025 F.h. Stjórnar Rithöfundasambands Íslands Margrét Tryggvadóttir formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir yfir stuðningi við leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og þá kröfu að störf þeirra verði metin að verðleikum. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn íslenskt leikverk árið 1903, Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, hafa listsköpun, velferð og hagsmunir íslenskra rithöfunda og sviðslistafólks farið saman. Leiklist og dans eru mikilvægar og verðmætar listgreinar sem krefjast menntunar, fórna og vinnu við að gæða sígild og ný listaverk lífi, vekja áhorfendur til umhugsunar, samkenndar og djúpra tilfinninga, sýna samfélag okkar og menningu stöðugt í nýju ljósi, og viðhalda siðmenningu í landinu. Stjórn RSÍ álítur með öllu ólíðandi að fagfólkið sem stendur bókstaflega í fremstu línu hins listræna starfs Borgarleikhússins skuli vera á lægri launum en sem nemur meðallaunum starfsfólks á skrifstofu Borgarleikhússins , enda er það í hróplegu ósamræmi við þann grundvöll sem starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hefur byggst á frá upphafi. Fólk sem starfar við listir og skapandi greinar á sífellt erfiðara með að fá störf sín metin til launa. Mörg okkar hafa þurft að sjá á eftir stórum hluta tekjumöguleikanna í hendur milliliða og streymisveitna. Rithöfundar þekkja þetta af eigin raun, þar sem hljóðbækur hafa tekið yfir stóran hluta bókamarkaðarins. Höfundarréttargreiðslur af prentuðum bókum dragast saman á meðan streymisveitur á borð við Storytel eru reknar með stórgróða, en greiðslur til höfunda af hljóðbókahlustun eru skammarlega lágar. Stjórn RSÍ álítur að allar skapandi stéttir standi frammi fyrir sömu áskoruninni; að berjast fyrir tilvist sinni og afkomu gagnvart milliliðum, hvort sem þeir starfa hjá alþjóðlegum streymisveitum eða á skrifstofu Borgarleikhússins. Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært. Stjórn RSÍ hvetur stjórn Leikfélags Reykjavíkur til að rifja upp til hvers leikfélagið er starfrækt, og í hvaða tilgangi Borgarleikhúsið var byggt. Án listamanna væri þar lítið að sjá. Reykjavík 4. febrúar 2025 F.h. Stjórnar Rithöfundasambands Íslands Margrét Tryggvadóttir formaður
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun