Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 13:09 Fjölmörg tré brotnuðu á Stöðvarfirði. Aðsend Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið Veðrið sem gekk yfir landið í gær og fyrradag lék íbúa á Stöðvarfirði sérstaklega grátt. Miklar skemmdir urðu þar á húsum og var bærinn allur á floti. Veðrið gekk niður um miðjan dag í gær þó svæðið hafi verið á hættustigi fram á kvöld. Hreinsunarstarf hófst í morgun á sama tíma og fór að snjóa. Mikið verk er fyrir höndum í Fjarðabyggð.Aðsend „Það var nú ekki það sem menn vonuðust til að fá ofan í þetta, snjó yfir allt. En að öðru leyti er mjög stillt veður og fínt,“ segir Margeir Margeirsson varðstjóri hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mest hreinsunarstarf bíður í Stöðvarfirði og á Vatnsnesi. „Nú erum við komnir með mikið af starfsfólki frá Fjarðabyggð, tækjum og búnaði til að hreinsa upp. Það er bara verið að hreinsa upp tré, járnplötur, hús og annað sem fauk.“ Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum.Aðsend Margeir telur líklegt að hreinsunarstarf klárist að mestu í dag, enda mikill mannskapur á staðnum. „Þetta er mikið tjón, það er eitt hús sem verður ekki búið í á næstunni. Þar fóru járnplötur af þakinu, lak inn og það er allt ónýtt þar inni í þeim hluta hússins sem þakið fór. Svo er að leka inn í önnur hús sem rifnaði af. Næstu dagar fara í að loka því og koma í veg fyrir að það leki inn í húsin,“ segir Margeir. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, urðu engin slys á fólki fyrr en í gærkvöldi, þegar veðrið var gengið yfir. Vegur í Berufirði hafði rofnað vegna vatnavaxta og var bíl ekið ofan í sprunguna í veginum. Hann segir tvo hafa slasast lítillega og voru viðkomanid fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Veður Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Tengdar fréttir „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Veðrið sem gekk yfir landið í gær og fyrradag lék íbúa á Stöðvarfirði sérstaklega grátt. Miklar skemmdir urðu þar á húsum og var bærinn allur á floti. Veðrið gekk niður um miðjan dag í gær þó svæðið hafi verið á hættustigi fram á kvöld. Hreinsunarstarf hófst í morgun á sama tíma og fór að snjóa. Mikið verk er fyrir höndum í Fjarðabyggð.Aðsend „Það var nú ekki það sem menn vonuðust til að fá ofan í þetta, snjó yfir allt. En að öðru leyti er mjög stillt veður og fínt,“ segir Margeir Margeirsson varðstjóri hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mest hreinsunarstarf bíður í Stöðvarfirði og á Vatnsnesi. „Nú erum við komnir með mikið af starfsfólki frá Fjarðabyggð, tækjum og búnaði til að hreinsa upp. Það er bara verið að hreinsa upp tré, járnplötur, hús og annað sem fauk.“ Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum.Aðsend Margeir telur líklegt að hreinsunarstarf klárist að mestu í dag, enda mikill mannskapur á staðnum. „Þetta er mikið tjón, það er eitt hús sem verður ekki búið í á næstunni. Þar fóru járnplötur af þakinu, lak inn og það er allt ónýtt þar inni í þeim hluta hússins sem þakið fór. Svo er að leka inn í önnur hús sem rifnaði af. Næstu dagar fara í að loka því og koma í veg fyrir að það leki inn í húsin,“ segir Margeir. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, urðu engin slys á fólki fyrr en í gærkvöldi, þegar veðrið var gengið yfir. Vegur í Berufirði hafði rofnað vegna vatnavaxta og var bíl ekið ofan í sprunguna í veginum. Hann segir tvo hafa slasast lítillega og voru viðkomanid fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað.
Veður Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Tengdar fréttir „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
„Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34
Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21