Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 15:41 Félagarnir hafa flogið þvert yfir hnöttinn saman og tekist á við ýmislegt. Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður betur þekktur sem Steindi jr. er ekki að flytja úr Mosfellsbænum og í Garðabæ líkt og fram kemur í nýjasta tölublaði Mosfellingsins. Þar lítur út fyrir að um viðtal við Steinda sé að ræða þegar raunin er sú að stríðnispúkinn Auðunn Blöndal heldur þar á penna. „Það hafa nokkrir verið að senda á mig í dag og spyrja mig út í þetta viðtal hérna í Mosfellingi. Ég sá þetta bara á sama tíma og þið líka, það er spurning hver sé á bakvið þetta viðtal?“ segir Steindi jr. á Instagram þar sem hann er staddur á veitingastað með þeim Audda og Agli Einarssyni sem stýra með honum FM95Blö. Þar eru þeir að undirbúa þátt dagsins sem hefst klukkan 16:00. Hálf skömmustulegur Auðunn Blöndal viðurkennir að hafa verið með í plottinu. Flutningar, kvikmyndahlutverk og pillur Í hinu meinta viðtali, sem merkt er sem kynning í blaðinu og er við hlið auglýsingar um Alheimsdrauminn, væntanlegrar þáttaraðar með strákunum, er því slengt upp að Steindi hyggi á flutninga í Garðabæinn og að fjölskyldan ætli sér að stækka við sig. Afar ósennilegt fyrir Steinda, sem er líklega mesti Mosfellingur landsins. Þá eru ýmis önnur svör sem eru ansi „ó-Steindaleg.“ Þannig segir „Steindi“ í viðtalinu það ekki vera spurningu hvor sé fyndnari, hann eða Dóri DNA. Það megi eiginlega segja að það sé honum að þakka að Dóri sé á þessum stað í dag í skemmtanabransanum. Án hans væri Dóri ábyggilega lagergómur í dag. Þá segist Steindi, eða öllu heldur Auddi, líka vera búinn að næla sér í nýtt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, spennumyndinni 2Guns2 og er ferlega góður með sig. „Ertu eitthvað ruglaður?“ Ljóst er á Instagram myndbandi Steinda að honum líst ekkert á þetta viðtal. Auðunn viðurkennir hálf skömmustulegur að hann hafi verið með í plottinu. „Ertu eitthvað ruglaður?“ spyr Steindi en Egill Einarsson er í öllu meiri stríðnisgír vegna viðtalsins en Auddi. Segist hafa gaman af því að heyra að Steindi sé að flytja í Garðabæinn. „Ég er ekki að flytja í Garðabæinn,“ segir Steindi. Í lok myndbandsins segir hann Audda að henda blaðinu í ruslið. Svo viðurkennir hann að hann hafi verið tekinn. Alheimsdraumurinn Grín og gaman Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Sjá meira
„Það hafa nokkrir verið að senda á mig í dag og spyrja mig út í þetta viðtal hérna í Mosfellingi. Ég sá þetta bara á sama tíma og þið líka, það er spurning hver sé á bakvið þetta viðtal?“ segir Steindi jr. á Instagram þar sem hann er staddur á veitingastað með þeim Audda og Agli Einarssyni sem stýra með honum FM95Blö. Þar eru þeir að undirbúa þátt dagsins sem hefst klukkan 16:00. Hálf skömmustulegur Auðunn Blöndal viðurkennir að hafa verið með í plottinu. Flutningar, kvikmyndahlutverk og pillur Í hinu meinta viðtali, sem merkt er sem kynning í blaðinu og er við hlið auglýsingar um Alheimsdrauminn, væntanlegrar þáttaraðar með strákunum, er því slengt upp að Steindi hyggi á flutninga í Garðabæinn og að fjölskyldan ætli sér að stækka við sig. Afar ósennilegt fyrir Steinda, sem er líklega mesti Mosfellingur landsins. Þá eru ýmis önnur svör sem eru ansi „ó-Steindaleg.“ Þannig segir „Steindi“ í viðtalinu það ekki vera spurningu hvor sé fyndnari, hann eða Dóri DNA. Það megi eiginlega segja að það sé honum að þakka að Dóri sé á þessum stað í dag í skemmtanabransanum. Án hans væri Dóri ábyggilega lagergómur í dag. Þá segist Steindi, eða öllu heldur Auddi, líka vera búinn að næla sér í nýtt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, spennumyndinni 2Guns2 og er ferlega góður með sig. „Ertu eitthvað ruglaður?“ Ljóst er á Instagram myndbandi Steinda að honum líst ekkert á þetta viðtal. Auðunn viðurkennir hálf skömmustulegur að hann hafi verið með í plottinu. „Ertu eitthvað ruglaður?“ spyr Steindi en Egill Einarsson er í öllu meiri stríðnisgír vegna viðtalsins en Auddi. Segist hafa gaman af því að heyra að Steindi sé að flytja í Garðabæinn. „Ég er ekki að flytja í Garðabæinn,“ segir Steindi. Í lok myndbandsins segir hann Audda að henda blaðinu í ruslið. Svo viðurkennir hann að hann hafi verið tekinn.
Alheimsdraumurinn Grín og gaman Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“