Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar 9. febrúar 2025 12:32 Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi. Kjarasamningar í mars 2024 sem samþykktir voru af 79% félagsmanna VR fólu í sér árlegar launahækkanir á bilinu 3,25% - 3,5%, að lágmarki 23.750 krónur yfir samningstímann og var sérstaklega horft til lægstu hópanna. Einnig var orlofsréttur aukinn í kjarasamningnum, samið um hlutdeild launafólks af auknum afköstum með framleiðniauka, bætt inn kafla um fjarvinnu og bætt í réttindi varðandi starfsmenntamál til að nefna nokkur atriði. Það var meginforsenda við undirritun samninganna og samþykkt þeirra að drægi úr verðlagsþróun og að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun á næstu misserum. Einnig var forsenda að ríkistjórn og sveitarstjórnir stæðu við yfirlýsingar og loforð sem stjórnvöld gáfu í tilefni samninganna. Því miður hefur þegar komið fram að einstök sveitarfélög hafa ekki staðið við loforð sín og yfirlýsingar og hafa hækkað gjaldskrár umfram það sem lofað var eða eðlilegt mæti telja. Byggt á kjarasamningum, aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá og þróun efnahagsmála hefur Seðlabankinn lækkað vexti þrisvar síðan. Samanlagt um 1,25%. Vaxtalækkun felur í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fólk og hefur bein áhrif hvort sem það er á húsnæðiskostnað eða aðra framfærslu. Viðfangsefni daglegs lífs sem launafólk í landinu fæst við á hverjum degi í sínum heimilsrekstri. Kaupmáttur hefur vaxið frá kjarasamningum. Frá febrúar til desember á síðasta ári hækkaði kaupmáttur um 2,2%. Nú í upphafi árs kom svo til önnur almenn launahækkun kjarasamninganna að lágmarki upp á 3,5% fyrir félagsmenn VR. Verðbólga dróst saman í mánuðinum og er því ljóst að kaupmáttur jókst enn meira þó launavísitala fyrir janúar 2025 sé ekki komin fram. Í október höfðu laun stórra hópa innan VR, skrifstofufólks, sérfræðinga, þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks, hækkað í kringum 7% milli ára. Til að verja það sem þegar hefur náðst og ná markmiðum um aukinn kaupmátt og betri kjör fyrir félagsfólk í VR þarf að veita nýrri ríkisstjórn virkt aðhald og aðstoð svo hægt sé að standa við kjarasamninga okkur öllum til hagsbóta. Með framboði mínu til formanns VR vil ég undirstrika mikilvægi þessara viðfangsefna dagslegs lífs. Að félagið leggi aðaláherslu á þá stóru og mikilvægu hluti sem sameinar okkur og snúist alla daga um hag og heill félagsmanna. Vonandi eru sem flestir félagar í VR sammála um að við förum í þá vegferð saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Stéttarfélög Flosi Eiríksson Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi. Kjarasamningar í mars 2024 sem samþykktir voru af 79% félagsmanna VR fólu í sér árlegar launahækkanir á bilinu 3,25% - 3,5%, að lágmarki 23.750 krónur yfir samningstímann og var sérstaklega horft til lægstu hópanna. Einnig var orlofsréttur aukinn í kjarasamningnum, samið um hlutdeild launafólks af auknum afköstum með framleiðniauka, bætt inn kafla um fjarvinnu og bætt í réttindi varðandi starfsmenntamál til að nefna nokkur atriði. Það var meginforsenda við undirritun samninganna og samþykkt þeirra að drægi úr verðlagsþróun og að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun á næstu misserum. Einnig var forsenda að ríkistjórn og sveitarstjórnir stæðu við yfirlýsingar og loforð sem stjórnvöld gáfu í tilefni samninganna. Því miður hefur þegar komið fram að einstök sveitarfélög hafa ekki staðið við loforð sín og yfirlýsingar og hafa hækkað gjaldskrár umfram það sem lofað var eða eðlilegt mæti telja. Byggt á kjarasamningum, aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá og þróun efnahagsmála hefur Seðlabankinn lækkað vexti þrisvar síðan. Samanlagt um 1,25%. Vaxtalækkun felur í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fólk og hefur bein áhrif hvort sem það er á húsnæðiskostnað eða aðra framfærslu. Viðfangsefni daglegs lífs sem launafólk í landinu fæst við á hverjum degi í sínum heimilsrekstri. Kaupmáttur hefur vaxið frá kjarasamningum. Frá febrúar til desember á síðasta ári hækkaði kaupmáttur um 2,2%. Nú í upphafi árs kom svo til önnur almenn launahækkun kjarasamninganna að lágmarki upp á 3,5% fyrir félagsmenn VR. Verðbólga dróst saman í mánuðinum og er því ljóst að kaupmáttur jókst enn meira þó launavísitala fyrir janúar 2025 sé ekki komin fram. Í október höfðu laun stórra hópa innan VR, skrifstofufólks, sérfræðinga, þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks, hækkað í kringum 7% milli ára. Til að verja það sem þegar hefur náðst og ná markmiðum um aukinn kaupmátt og betri kjör fyrir félagsfólk í VR þarf að veita nýrri ríkisstjórn virkt aðhald og aðstoð svo hægt sé að standa við kjarasamninga okkur öllum til hagsbóta. Með framboði mínu til formanns VR vil ég undirstrika mikilvægi þessara viðfangsefna dagslegs lífs. Að félagið leggi aðaláherslu á þá stóru og mikilvægu hluti sem sameinar okkur og snúist alla daga um hag og heill félagsmanna. Vonandi eru sem flestir félagar í VR sammála um að við förum í þá vegferð saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar