Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar 10. febrúar 2025 09:03 Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra. Þau eru að velta því fyrir sér hvort að það verði í lagi með barnið þrátt fyrir erfiðleika og sömuleiðis hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa þeim að vaxa og dafna og eignast gott líf. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á sorgarúrvinnslu barna á borð við The Harvard Child Bereavement Study benda til þess að nokkrir lykilþættir geti haft verndandi áhrif á börn í sorg. Þeir þættir sem stuðla að góðri aðlögun barna við sárum missi og gera það að verkum að þeim gengur betur að vinna sig í gegnum verkefni sorgarinnar eru: sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu fáar breytingar á daglegu lífi eftir missi og lítið auka álag í tengslum við breytingar notkun barnsins á virkum tilfinningalegum bjargráðum örugg tengsl við foreldra að eiga foreldri sem tekst á við sína sorg á heilbrigðan hátt og nýtir virk tilfinningaleg bjargráð í sinni úrvinnslu Virk tilfinningaleg bjargráð er allt það sem fólk grípur til sem hjálpar þeim að takast á við aðstæður en flýja þær ekki. Vanvirk tilfinningaleg bjargráð fela það í sér að reyna að forðast vanlíðan eftir bestu getu en reynslan sýnir að slíkar aðferðir ganga ekki til lengdar og leysa engan vanda. Dæmi um slík viðbrögð væri að skella sök á manneskjur; annað hvort aðra eða sjálfan sig, að dreifa huganum og forðast þannig vandamál og hvers kyns neysla sem er til þess gerð að deyfa og forðast erfiðar tilfinningar t.a.m. áfengis- og vímuefnaneysla. Annað sem einkennir vanvirk bjargráð er félagsleg einangrun sem þá felur einnig í sér að afþakka aðstoð og stuðning. Kjarni þessara vanvirku aðferða er hugsunin ,,það er ekkert sem ég get gert”. Þegar foreldri hefur ekki trú á eigin getu er sömuleiðis líklegt að barnið hugsi um sig á sama hátt. Ýmsar rannsóknir á einstaklingum í sorg hafa sýnt fram á að þau sem geta endurskilgreint vandamál og fundið ljósa punkta í erfiðum aðstæðum gengur betur að vinna sig í gegnum áföll. Þarna getur t.d. húmor gegnt mikilvægu hlutverki því hann byggir m.a. á því að geta fjarlægt sig aðstæðunum tímabundið og séð þær frá öðru og þá kómískara sjónarhorni. Partur af virkum tilfinningalegum bjargráðum er að geta viðrað tilfinningar sínar við aðra í stað þess að loka þær inni. Best er þegar manneskjur geta bæði tjáð sig um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar á hátt sem fælir ekki áheyrendurna í burtu. Getan til að þiggja stuðning er líka hluti af þessum árangursríku bjargráðum. Sú geta dregur ekki úr virkni þess sem syrgir og þiggur aðstoðina heldur þvert á móti eykur hana og auðveldar syrgjandi fólki að framkvæma ýmsa erfiða hluti sem aftur eykur sjálfstraust þeirra. Besta forspáin um það hversu vel barni muni ganga að aðlagast erfiðum missi er virkni og bjargráð uppalenda eða eftirlifandi foreldris. Fjölskyldan sem heild er einnig stór áhrifaþáttur en þeim fjölskyldum sem gengur vel að aðlagast missi eru samheldnar, ástunda virk bjargráð, tala opinskátt um þau sem eru látin eða missinn sem þau urðu fyrir og geta endurskilgreint missinn á þann hátt að koma líka auga á jákvæða þætti í erfiðri lífsreynslu. Þegar fullorðna fólkið er fullorðið geta börnin fengið að vera börn og þroskast á sínum hraða í öruggu skjóli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra. Þau eru að velta því fyrir sér hvort að það verði í lagi með barnið þrátt fyrir erfiðleika og sömuleiðis hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa þeim að vaxa og dafna og eignast gott líf. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á sorgarúrvinnslu barna á borð við The Harvard Child Bereavement Study benda til þess að nokkrir lykilþættir geti haft verndandi áhrif á börn í sorg. Þeir þættir sem stuðla að góðri aðlögun barna við sárum missi og gera það að verkum að þeim gengur betur að vinna sig í gegnum verkefni sorgarinnar eru: sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu fáar breytingar á daglegu lífi eftir missi og lítið auka álag í tengslum við breytingar notkun barnsins á virkum tilfinningalegum bjargráðum örugg tengsl við foreldra að eiga foreldri sem tekst á við sína sorg á heilbrigðan hátt og nýtir virk tilfinningaleg bjargráð í sinni úrvinnslu Virk tilfinningaleg bjargráð er allt það sem fólk grípur til sem hjálpar þeim að takast á við aðstæður en flýja þær ekki. Vanvirk tilfinningaleg bjargráð fela það í sér að reyna að forðast vanlíðan eftir bestu getu en reynslan sýnir að slíkar aðferðir ganga ekki til lengdar og leysa engan vanda. Dæmi um slík viðbrögð væri að skella sök á manneskjur; annað hvort aðra eða sjálfan sig, að dreifa huganum og forðast þannig vandamál og hvers kyns neysla sem er til þess gerð að deyfa og forðast erfiðar tilfinningar t.a.m. áfengis- og vímuefnaneysla. Annað sem einkennir vanvirk bjargráð er félagsleg einangrun sem þá felur einnig í sér að afþakka aðstoð og stuðning. Kjarni þessara vanvirku aðferða er hugsunin ,,það er ekkert sem ég get gert”. Þegar foreldri hefur ekki trú á eigin getu er sömuleiðis líklegt að barnið hugsi um sig á sama hátt. Ýmsar rannsóknir á einstaklingum í sorg hafa sýnt fram á að þau sem geta endurskilgreint vandamál og fundið ljósa punkta í erfiðum aðstæðum gengur betur að vinna sig í gegnum áföll. Þarna getur t.d. húmor gegnt mikilvægu hlutverki því hann byggir m.a. á því að geta fjarlægt sig aðstæðunum tímabundið og séð þær frá öðru og þá kómískara sjónarhorni. Partur af virkum tilfinningalegum bjargráðum er að geta viðrað tilfinningar sínar við aðra í stað þess að loka þær inni. Best er þegar manneskjur geta bæði tjáð sig um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar á hátt sem fælir ekki áheyrendurna í burtu. Getan til að þiggja stuðning er líka hluti af þessum árangursríku bjargráðum. Sú geta dregur ekki úr virkni þess sem syrgir og þiggur aðstoðina heldur þvert á móti eykur hana og auðveldar syrgjandi fólki að framkvæma ýmsa erfiða hluti sem aftur eykur sjálfstraust þeirra. Besta forspáin um það hversu vel barni muni ganga að aðlagast erfiðum missi er virkni og bjargráð uppalenda eða eftirlifandi foreldris. Fjölskyldan sem heild er einnig stór áhrifaþáttur en þeim fjölskyldum sem gengur vel að aðlagast missi eru samheldnar, ástunda virk bjargráð, tala opinskátt um þau sem eru látin eða missinn sem þau urðu fyrir og geta endurskilgreint missinn á þann hátt að koma líka auga á jákvæða þætti í erfiðri lífsreynslu. Þegar fullorðna fólkið er fullorðið geta börnin fengið að vera börn og þroskast á sínum hraða í öruggu skjóli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun