Viðskipti innlent

Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Ýr Magnúsdóttir.
Katrín Ýr Magnúsdóttir.

Katrín Ýr Magnúsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Heilsu og hóf störf 1. febrúar.

Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Heilsa sé elsta fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfi sig í innflutningi og dreifingu á vítamínum, fæðubótarefnum, vistvænum matvörum, snyrtivörum og hreinlætisvörum. Fyrirtækið sérhæfi sig einnig í samhliða innflutningi á lyfjum og sérvörum fyrir apótek.

„Katrín Ýr er reynslumikill leiðtogi með yfir 15 ára alþjóðlegan bakgrunn úr matvælatækni- og lyfjageiranum. Hún er með M.Sc. í fjármálum og stefnumiðaðri stjórnun frá Copenhagen Business School og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún kemur frá JBT Marel, þar sem hún stýrði 150 manna teymi í vörustjórnun, vöruþróun og þjónustu á Íslandi, Bretlandi og Danmörku. Þar gegndi hún einnig lykilhlutverki í stefnumótun, breytingastjórnun og innleiðingu nýrra fyrirtækja. Áður starfaði hún hjá greiningardeild AstraZeneca í Bretlandi og fyrir það hjá Roche í Danmörku, þar sem hún leiddi verðlagningu, útboð og innleiðingu nýrra lyfja í Danmörku og á Íslandi. Auk þess hefur hún kennt stjórnun við Háskólann í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×