Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann. Flokkurinn þarf leiðtoga sem býr yfir skýrri sýn, öflugri leiðtogahæfni og getu til að ná til breiðra hópa. Ekki síst og einna helst þeirra kjósenda sem snúið hafa baki við flokknum á undanförnum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er rétti einstaklingurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma og styrkja stöðu hans sem burðarás íslenskra stjórnmála. Hún er ein af þessum manneskjum sem virðist hafa töluvert fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir – slík hamhleypa er hún til verka. Áslaug Arna hefur sýnt af sér mikla forystuhæfileika á sviði stjórnmálanna um margra ára skeið, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var kosin á þing árið 2016 og hefur síðan þá gegnt mikilvægum embættum, þar á meðal starfi dómsmálaráðherra. Í því embætti sýndi hún festu, fagmennsku og framsýni, meðal annars með umbótum á sviði löggæslumála. Hún hefur einnig sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála unnið ötullega að því að efla nýsköpunarumhverfi á Íslandi og með því lagt sín lóð á vogarskálarnar svo samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verði sem mest. Einn mikilvægra styrkleika Áslaugar Örnu felst í hæfni hennar til að tala til ungra kjósenda og miðla stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á nýstárlegan hátt. Það er sífellt verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Áslaug Arna hefur skýra sýn um hvernig hægt er að byggja upp nýja kynslóð sjálfstæðismanna. Hún er talskona frjálslyndis, einstaklingsfrelsis, viðskiptafrelsis og framfara; gildi sem eru kjarninn í stefnu flokksins en þarfnast nútímalegrar nálgunar hverju sinni, svo að sem flestir sjái ljósið í sjálfstæðisstefnunni. Formennska í Sjálfstæðisflokknum krefst styrkleika í samskiptum og hæfni til að sameina ólíkar fylkingar innan flokks. Áslaug Arna hefur sýnt að hún getur unnið með breiðum hópi fólks, hlustað á ólík sjónarmið og fundið lausnir sem henta sem flestum. Hún hefur sterka rödd og stendur fast á sínum skoðunum, en er um leið tilbúin að vinna að sáttum svo raunverulegar breytingar nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast leiðtoga sem getur endurnýjað traust flokksmanna og fært málflutning og miðlun flokksins í takt við breytta tíma. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið fyrir sínu hér eftir sem hingað til og það veit Áslaug Arna. Með reynslu sinni, metnaði og skýrri framtíðarsýn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir rétti einstaklingurinn til að leiða flokkinn til nýrra sigra. Hún sameinar hugrekki, framkvæmdagleði og skýra stefnu. Nái Áslaug Arna kjöri sem formaður mun Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til framtíðar og verða áfram drifkraftur efnahags- og samfélagslegra framfara á Íslandi, líkt og hann hefur verið síðastliðna tæpa öldina. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Þórður Gunnarsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann. Flokkurinn þarf leiðtoga sem býr yfir skýrri sýn, öflugri leiðtogahæfni og getu til að ná til breiðra hópa. Ekki síst og einna helst þeirra kjósenda sem snúið hafa baki við flokknum á undanförnum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er rétti einstaklingurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma og styrkja stöðu hans sem burðarás íslenskra stjórnmála. Hún er ein af þessum manneskjum sem virðist hafa töluvert fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir – slík hamhleypa er hún til verka. Áslaug Arna hefur sýnt af sér mikla forystuhæfileika á sviði stjórnmálanna um margra ára skeið, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var kosin á þing árið 2016 og hefur síðan þá gegnt mikilvægum embættum, þar á meðal starfi dómsmálaráðherra. Í því embætti sýndi hún festu, fagmennsku og framsýni, meðal annars með umbótum á sviði löggæslumála. Hún hefur einnig sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála unnið ötullega að því að efla nýsköpunarumhverfi á Íslandi og með því lagt sín lóð á vogarskálarnar svo samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verði sem mest. Einn mikilvægra styrkleika Áslaugar Örnu felst í hæfni hennar til að tala til ungra kjósenda og miðla stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á nýstárlegan hátt. Það er sífellt verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Áslaug Arna hefur skýra sýn um hvernig hægt er að byggja upp nýja kynslóð sjálfstæðismanna. Hún er talskona frjálslyndis, einstaklingsfrelsis, viðskiptafrelsis og framfara; gildi sem eru kjarninn í stefnu flokksins en þarfnast nútímalegrar nálgunar hverju sinni, svo að sem flestir sjái ljósið í sjálfstæðisstefnunni. Formennska í Sjálfstæðisflokknum krefst styrkleika í samskiptum og hæfni til að sameina ólíkar fylkingar innan flokks. Áslaug Arna hefur sýnt að hún getur unnið með breiðum hópi fólks, hlustað á ólík sjónarmið og fundið lausnir sem henta sem flestum. Hún hefur sterka rödd og stendur fast á sínum skoðunum, en er um leið tilbúin að vinna að sáttum svo raunverulegar breytingar nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast leiðtoga sem getur endurnýjað traust flokksmanna og fært málflutning og miðlun flokksins í takt við breytta tíma. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið fyrir sínu hér eftir sem hingað til og það veit Áslaug Arna. Með reynslu sinni, metnaði og skýrri framtíðarsýn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir rétti einstaklingurinn til að leiða flokkinn til nýrra sigra. Hún sameinar hugrekki, framkvæmdagleði og skýra stefnu. Nái Áslaug Arna kjöri sem formaður mun Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til framtíðar og verða áfram drifkraftur efnahags- og samfélagslegra framfara á Íslandi, líkt og hann hefur verið síðastliðna tæpa öldina. Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar