Handbolti

Þor­steinn Leó marka­hæstur í stór­sigri í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson var að finna fjölina sína í kvöld.
Þorsteinn Leó Gunnarsson var að finna fjölina sína í kvöld. Getty/Sanjin Strukic

Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto byrjuðu vel í milliriðli Evrópudeildarinnar.

Porto vann níu marka sigur á serbneska félaginu Vojvodina, 29-20, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik.

Þorsteinn Leó skoraði fimm mörk úr átta skotum og var markahæstur í liði Porto ásamt Mamadou Diocou.

Porto tók engin stig með sér úr riðalkeppninni þar sem liðið tapaði báðum leikjum sínum á móti MT Melsungen.

Elvar Örn Jónsson og félagar í MT Melsungen gerðu á saman tíma jafntefli við Kiel á heimavelli. Melsungen jafnaði metin í lokin í 26-26 eftir að Kiel hafði verið 13-10 yfir í hálfleik.

Elvar Örn skoraði tvö mörk úr fimm skotum en Arnar Freyr Arnarsson er frá vegna meiðsla. Bæði Melsungen og Kiel voru með fjögur stig sem þau tóku með sér úr riðlakeppninni.

Porto er í þessum riðli með Kiel og Melsungen. Toppliðin eru með fimm stig en Porto tvö stig.

Stiven Tobar Valencia skoraði eitt mark fyrir Benfica í naumu eins marks tapi á móti spænska liðinu Bidasoa, 28-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×