Alvotech vígir Frumuna Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2025 11:36 Upphaflega hýsti húsnæði Frumunnar við Klettagarða í Sundahöfn rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, sem hefur nú flutt í höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri. Alvotech Alvotech vígir mun í dag vígja Frumuna, nýja miðstöð líftækni á Íslandi. Henni er ætlað að styðja við aukna nýsköpun, rannsóknir, þróun og samvinnu vísindamanna og frumkvöðla í líftækni á Íslandi. Í tilkynningu frá Alvotech kemur fram að upphaflega hafi húsnæði Frumunnar við Klettagarða í Sundahöfn hýst rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, sem hafi nú flutt í höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri. Í húsnæðinu hafi verið komið upp fullkominni aðstöðu fyrir rannsóknarstofu Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, nýsköpunar- og þróunarsetur Alvotech, Alvotech Akademíuna og fyrsta líftækniklasann hér á landi. Alvotech Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech að félagið vilji að Fruman verði lifandi samfélag nemenda, vísindamanna og frumkvöðla, vettvangur þar sem sérfræðingar úr ólíkum áttum geti miðlað þekkingu og lagt grunninn að framtíðarvexti líftækni á Íslandi. „Við bindum miklar vonir við að samfélagið sem þarna myndast geti af sér nýja sprota í líftækniiðnaðinum og efli nýsköpun og þekkingu í greininni hér á landi. Með því að bjóða fram þessa fullkomnu aðstöðu fyrir vísindamenn við Háskóla Íslands og nemendur í Alvotech Akademíunni, stuðlum við einnig að auknu framboði af hæfu starfsfólki í þróun og framleiðslu líftæknilyfja,” segir Róbert. Í tilkynningunni segir að Fruman sé nýjung hér á landi en eigi sér ýmsar erlendar fyrirmyndir. „Í mörgum nágrannalandanna hefur sambærilegri aðstöðu verið komið á fót í nánum tengslum við fyrirtæki í lyfjaiðnaði, líftækni og lífvísindum, með þátttöku rannsóknarháskóla. Alvotech hefur þróað verkefnið í samráði við Háskóla Íslands. Félagið og háskólinn hafa um árabil átt nána samvinnu um námsleið í iðnaðarlíftækni, þar sem Alvotech hefur meðal annars lagt til kennara og tækjabúnað. Alvotech Fruman byggir á fjórum meginstoðum: Rannsóknarstofa í iðnaðarlíftækni. Aðstaða fyrir kennslu nemenda við námsleið Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, þar sem þeir fá raunhæfa þjálfun í notkun nýjustu tækni og vinnubrögðum. Líftækniklasinn. Ný miðstöð fyrir sprotafyrirtæki í líftækni, sem býðst aðgangur að fullkominni rannsóknaraðstöðu, þekkingu, tengslaneti og handleiðslu sérfræðinga. Byrjað verður að taka við umsóknum um aðstöðu í líftækniklasanum í maí nk. Alvotech Akademían. Skóli þar sem nýir starfsmenn Alvotech stunda fræðilegt nám og fá verklega þjálfun í vinnubrögðum við framleiðslu líftæknilyfja og hliðstæða þeirra. Nýsköpunarsetur Alvotech. Aðstaða fyrir rannsóknir og þróun á nýjum aðferðum, ferlum og tækni til framleiðslu á líftæknilyfjum. Opnunarhátíðin fer fram í húsnæði Frumunnar að Klettagörðum 6, við Sundahöfn og hefst kl. 16:00 miðvikudaginn 12. febrúar. Meðal þeirra sem flytja ávörp við opnunina er Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech og Joseph McClellan, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Alvotech,“ segir í tilkynningunni. Alvotech Líftækni Reykjavík Vísindi Alvotech Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í tilkynningu frá Alvotech kemur fram að upphaflega hafi húsnæði Frumunnar við Klettagarða í Sundahöfn hýst rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, sem hafi nú flutt í höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri. Í húsnæðinu hafi verið komið upp fullkominni aðstöðu fyrir rannsóknarstofu Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, nýsköpunar- og þróunarsetur Alvotech, Alvotech Akademíuna og fyrsta líftækniklasann hér á landi. Alvotech Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech að félagið vilji að Fruman verði lifandi samfélag nemenda, vísindamanna og frumkvöðla, vettvangur þar sem sérfræðingar úr ólíkum áttum geti miðlað þekkingu og lagt grunninn að framtíðarvexti líftækni á Íslandi. „Við bindum miklar vonir við að samfélagið sem þarna myndast geti af sér nýja sprota í líftækniiðnaðinum og efli nýsköpun og þekkingu í greininni hér á landi. Með því að bjóða fram þessa fullkomnu aðstöðu fyrir vísindamenn við Háskóla Íslands og nemendur í Alvotech Akademíunni, stuðlum við einnig að auknu framboði af hæfu starfsfólki í þróun og framleiðslu líftæknilyfja,” segir Róbert. Í tilkynningunni segir að Fruman sé nýjung hér á landi en eigi sér ýmsar erlendar fyrirmyndir. „Í mörgum nágrannalandanna hefur sambærilegri aðstöðu verið komið á fót í nánum tengslum við fyrirtæki í lyfjaiðnaði, líftækni og lífvísindum, með þátttöku rannsóknarháskóla. Alvotech hefur þróað verkefnið í samráði við Háskóla Íslands. Félagið og háskólinn hafa um árabil átt nána samvinnu um námsleið í iðnaðarlíftækni, þar sem Alvotech hefur meðal annars lagt til kennara og tækjabúnað. Alvotech Fruman byggir á fjórum meginstoðum: Rannsóknarstofa í iðnaðarlíftækni. Aðstaða fyrir kennslu nemenda við námsleið Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, þar sem þeir fá raunhæfa þjálfun í notkun nýjustu tækni og vinnubrögðum. Líftækniklasinn. Ný miðstöð fyrir sprotafyrirtæki í líftækni, sem býðst aðgangur að fullkominni rannsóknaraðstöðu, þekkingu, tengslaneti og handleiðslu sérfræðinga. Byrjað verður að taka við umsóknum um aðstöðu í líftækniklasanum í maí nk. Alvotech Akademían. Skóli þar sem nýir starfsmenn Alvotech stunda fræðilegt nám og fá verklega þjálfun í vinnubrögðum við framleiðslu líftæknilyfja og hliðstæða þeirra. Nýsköpunarsetur Alvotech. Aðstaða fyrir rannsóknir og þróun á nýjum aðferðum, ferlum og tækni til framleiðslu á líftæknilyfjum. Opnunarhátíðin fer fram í húsnæði Frumunnar að Klettagörðum 6, við Sundahöfn og hefst kl. 16:00 miðvikudaginn 12. febrúar. Meðal þeirra sem flytja ávörp við opnunina er Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech og Joseph McClellan, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Alvotech,“ segir í tilkynningunni. Alvotech
Líftækni Reykjavík Vísindi Alvotech Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira