Í fréttatilkynningu þess efnis frá Framsókn segir að Birki Jón þurfi vart að kynna, hann hafi verið alþingismaður á árunum 2003 til 2013 og varaformaður Framsóknar 2009 til 2013. Hann hafi setið í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006 til 2010 og eins hafi hann verið bæjarfulltrúi í Kópavogi 2014 til 2022, þar af formaður bæjarráðs 2018 til 2022.
Birkir Jón hafi lokið stúdentsprófi frá FNV á Sauðárkróki 1999, námi í stjórnmálafræði frá HÍ 2000 til 2004 og MBA í viðskiptafræði frá HÍ 2009.
Á Alþingi hafi Birkir Jón meðal annars setið í fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og velferðarnefnd. Eins hafi Birkir Jón reynslu af alþjóðastarfi á Alþingi, hann hafi setið í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.
„Birkir Jón er boðinn velkominn til starfa.“